Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 15

Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 15
var nú alveg rammflæktur. Ég fór nú að reyna að greiða hann úr þessu og var lengi að því. Ég þurfti að marg snúa honum og velta um hrygg. Þá kom Neisti mér enn á óvart, hann gerði sig alveg máttlausan, og var gersamlega hlutlaus um það hvernig ég fór með hann og tók aldrei á móti, lagði allt sitt traust á manninn að hjálpa sér úr þessu. Þegar því var lokið sagði ég honum að standa upp, sem hann gerði strax. Ég skoðaði hann vandlega, en það sást ekki á honum skurfa. Hann hafði gætt þess vel eins og áður að rífa sig ekki. Einu sinni var ég á heimleið frá Borðeyri og var með flutning á vagni og gekk Neisti fyrir vagninum. Er ég var kominn hálfa leið heim, snarstansar Neisti allt í einu og það á sléttri götunni, og var ófáanlegur til þess að hreyfa sig úr sporunum hvernig sem ég reyndi. Ég botnaði ekkert í þessu, þetta hafði hann aldrei gert áður. Eg gekk í kringum vagninn til að athuga um hvort eitthvað væri að, en ég sá ekki betur en að þar væri allt með kyrrum kjörum, þá reyndi ég aftur, en Neisti var óbifanlegur. Allt í einu mundi ég eftir því að ég hafði bundið skóflu ofan á vagnhlassið en hafði ekki athugað hvort hún væri á sínum stað. Þá kom í ljós að losnað hafði um skófluna og hékk hún á bandi sem dregið var í gegnum hölduna en skóflublaðið hékk á milli afturfóta hestsins og slóst í fætur hans þegar hann gekk. Nú skildi ég Neista, hann var ófáanlegur til að halda áfram fyrr en ég hafði lagað þetta, en þá stóð ekki á honum. Hræddur er ég um að flestir hestar hefðu tekið ónotalegan kipp við svipaðar aðstæður. Einhverju sinni pantaði ég í gegnum síma hjá Kaupfélagi á Borðeyri 50 kg af hænsnakorni og bað um að pokinn yrði sendur með bíl sem átti leið út sveitina þennan dag og mætti skilja hann eftir við vegamótin heim að bænum. Um miðjan dag tek ég eftir því að Neisti er að snúast þarna um vegamótin og skildi ekkert í þvi hvað hann væri að gera þarna á melnum, þar sem enginn hagi var. Er liðið var á daginn mundi ég eftir pokanum og kom þá í hug minn hvað Neisti hefði verið að athuga þarna, og líklega væri hann búinn að eyðileggja fyrir mér hænsnakornið. Er ég kom ofan eftir varð þar fyrir mér hænsnakornið í snyrtilegri strýtumyndaðri hrúgu, og lá pokinn tómur við hliðina á henni, 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.