Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1979, Qupperneq 37

Strandapósturinn - 01.06.1979, Qupperneq 37
Valur og mun hann tæpast hafa verið stærri en 2 tonn, ágætis bátur miðað við stærð, smíðaður af Guðmundi í Bæ hálfbróður Jóns Atla. Aðfaranótt 14. desember lögðum við af stað í róður kl. 4, byrjað var að leggja línuna fram með svokölluðum Sporði og lagt yfir álinn og út með Þorpabrún, að því búnu var farið í land og gefin lega á meðan, ákveðið var að halda af stað aftur til að draga línuna kl. 9. Þennan morgun var norðvestan andvari og dimm él niður í dalina í Tungusveit. Þegar við vorum að leggja af stað til að draga línuna var Jón Atli beðinn að taka gamla konu sem hét Ingibjörg Helgadóttir og flytja hana út að Drangsnesi. Jón Atli sagði það velkomið en gamla konan tafðist eitthvað, svo klukkan mun hafa verið orðin 10 þegar að Drangsnesi kom. Héldum við þvínæst til miða til að draga línuna. Þegar við vorum nýbyrjaðir að draga línuna gekk yfir dimmt él svo hvergi sá til lands og þegar við höfðum dregið 4 til 5 lóðir skall á með norðaustan ofsa byl með stórsjó og hörku frosti. Ég var að draga línuna en Einar að gogga, þá kallaði Jón Atli til okkar að skera á linuna en þurfti ekki, því hún slitnaði í sundur í veðurofsanum. Jón Atli ætlaði að keyra uppí veðrið á meðan við Einar værum að laga til í bátnum en það tókst ekki, stormurinn kastaði bátnum á hliðina svo hann tók inn sjó og var þá ekki annað að gera en snúa undan veðrinu og reyna að ná landi. Jón Atli bað mig að ausa og Einar að taka við stjórn, sjálfur var hann við vélina og dældi með handdælu. Enn versnaði veðrið svo varla sást út fyrir borðstokkinn fyrir snjókomu og frostið eftir því, reynt var að beita uppí og ná Reykjanesi en það vár útilokað, ágjöfin var svo mikil að við höfðum ekki við að ausa og dæla og var þó ekki dregið af sér, þá var slegið meira undan veðrinu og við það varð ágjöfin nokkuð minni. Eins og áður var sagt var Jón Atli við vélina og varð hann til skiptis að auka eða minnka hraðann til að forðast brotsjóa. Við héldum okkur vita af þegar við vorum út af Reykjanesinu, því þá stóð vindurinn meira út fjörðinn, en við sáum ekki nema rétt út fyrir borðstokkinn, svona héldum við áfram nokkurn tíma, þá 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.