Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 41
Taktu við Einar taktu við Jón
taktu við fleinaraftur
taktu við skeini taktu viðflón
taktu við seinast kjaftur.
Finnbogi hét maður og bjó uppi í Kollafirði, hann var frá-
sagnarglaður eins og margir voru á þessum tíma, en sá var bara
gallinn að þetta vildi koma dálítið í gusum eða í belg og biðu eins
og kallað er. Eftir komu hans að Þorpum eitt sinn orti Jón þessa
vísu í orðastað Finnboga.
Komdu nú scell Jón minn
hvernig líður þér
eru allir heima
enginn kominn hér.
Hvar eru Björn og Bjössi og þeir
beita fyrir hákarl í dag?
Er Valdi kominn með mjólkina — sog —
En með þessu orði — sog — endaði hann oftast setningar.
Næsti bær við Þorpa eru Smáhamrar, örstutt er á milli þessara
bæja og var samgangur mikill í milli. Á Smáhömrum bjó maður
að nafni Björn Halldórsson myndar og rausnar búi. Mikið út-
ræði var áður fyrr frá Smáhömrum og oft voru þeir á sama skipi
Jón og Björn enda bestu vinir. Björn var gestrisinn maður og
góður heim að sækja. Sú venja hafði einhvernveginn skapast á
Smáhömrum að gestir sem komu þar þurftu nokkuð lengi að
bíða eftir kaffinu og kom það sér ekki ætíð vel ef menn voru að
flýta sér, en vel var það úti látið þegar það kom á borðið. Nú var
það einhverju sinni að Jón kemur að Smáhömrum. Björn býður
honum inn en Jón er tregur til, Björn segir þá að þetta taki enga
stund og biður hann blessaðan að koma snöggvast inn, Jón lætur
tilleiðast og fer inn. Nú rabba þeir lengi saman og ekkert bólar á
kaffinu, eftir langa bið kemur svo loksins kaffið, nú er hellt í bolla
handa Jóni, hann er ekki seinn á sér og sýpur á bollanum og segir
um leið stundarhátt: „Það er þá kalt þegar það kemur.“ „Ha, er
39