Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 70
í næsta mánuði á eftir, í maí, barst honum sú fregn, að Sig-
urður sonur hans hefði látizt í Vesturheimi, maður um þrítugt,
er þangað hafði flutt ásamt unnustu sinni. Sigurður hafði verið
allra manna listhagastur, smíðað orgel, langspil og fleiri hljóð-
færi, auk þess var hann íþróttamaður góður og hafði orðið sá
lánsmaður að bjarga manni vestan úr Dölum úr fönn á Hauka-
dalsskarði og bera hann á baki til byggða. Sá maður hét Ólafur
og missti tær af fótum sér vegna kalsára, en náði að öðru leyti
fullri heilsu. Lét sá sami, Ólafur, son sinn heita Sigurð í höfuðið á
Sigurði Jónssyni frá Fögrubrekku.
Þegar Jóni Bjarnasyni barst fréttin, hafði hann sagt rólega en
æðrulaust: — Hann var búinn að kveðja mig, hann Siggi minn.
En nú var 14. júní, og enn var höggvið stórt skarð í garð Jóns
Bjarnasonar. Guðrún dóttir hans, húsfreyjan á Fögrubrekku
síðan móðir hennar dó, gift Jóni Sigurðssyni, en þau áttu ungan
son, Sigurgeir að nafni, lá nú á líkbörum. Hún hafði látizt
daginn áður, aðeins 28 ára að aldri.
Nú voru börn Jóns Bjarnasonar búin að kveðja nema Jón í
Hvítuhlíð, sem raunar var hættur að búa og dvaldi til skiptis hjá
börnum sínum á Fossi og á Stað í Hrútafirði, sextugur að aldri.
— Nei, — segir Jón Bjarnason, hátt, svo kveður við í bað-
stofunni. — Þetta getur ekki gengið. Fögrubrekkuheimilið hefur
alltaf staðið á eigin fótum. —
— Varstu að segja eitthvað,, húsbóndi, — segir Ólafur
vinnumaður, sem situr á fleti sínu í baðstofunni gegnt fleti Jóns.
— Já, Óli minn, — segir Jón gamli. — Leiddu mig út, Óli
minn, það er kominn morgunn, og ég nenni ekki að staulast einn.
Það er sólskin, drengur. Eg heyri það á tísti sólskríkjunnar hérna
fyrir neðan skjáinn. Hún veit sínu viti, greyið, enda sér hún um
sitt hlutverk. —
Óli rís upp og tekur varlega, en þétt í hönd gamla bóndans og
leiðir hann hægt fram baðstofuna, út göngin og út á hlað. Það er
rétt hjá Jóni gamla. Það er sólskinsmorgunn, lognkyrrt, svo að
varla blaktir hár á höfði.
68