Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 71
— Óli, — segir Jón gamli. — Skrepptu fyrir mig drengur og
náðu í þá Blesa og Jarp. Þeir eru varla langt undan. Ég ætla að
skreppa spölkorn. —
— Skreppa, segir Óli. — Á ég að fara með þér?
— Nei, Óli minn. Ég fer einn af stað, en kem ekki einn til
baka. Éarðu nú strax og hafðu engin ummæli.
Óli leggur af stað. Hann þekkir gamla manninn of vel til þess
að leggja í þrætur við hann. Hann er ekki til einskis búinn að
vera hjá honum vinnumaður í fjörutíu ár, allt frá því að hann
kom til hans umkomulaus förupiltur, þá tólf ára, en enn finnst
Jóni gamla hann unglingur.
Gamli maðurinn gengur beinn í baki, hægt en á styrkum
fótum. Augun eru hætt að sjá, en fæturnir þekkja hvern blett á
þessu túni, sem hann hefur átt, annazt og stækkað í 53 ár. Nei,
hvað er hann að segja, það eru víst orðin þrjú ár síðan hann hætti
að bera mold úr rústum gömlu tóftanna út á holtin kringum
túnið og þúfnakollana, sem hann hafði sneitt af, niður í mýrinni
neðan við þjóðveginn. Það var þó venja hans þessi 50 ár að bera
kvölds og morgna einn sekk af mold eða einn þúfukoll á holtin,
vor, sumar og haust. Það hafði ekki beygt svo mjög bak hans að
bera sekkina, en túnið, túnið þurfti að stækka, og það óx líka með
ári hverju.
Þessi litli kragi kringum baðstofuna, er hann reisti fyrsta árið
þeirra Kristínar á jörðinni, var nú orðinn stórt tún, og mýrin
bættist við eftir að hann gróf skurðina og fjarlægði þúfurnar, þá
varð hún líka að sléttu túni.
En svo kom giktin og bannsett þrekleysið og loks sjóndepran
unz sjónin brást að fullu, þegar hann kvaddi Kristínu sína.
Jæja, Jón, nýi bóndinn, tengdasonurinn, mundi hirða vel um
túnið, það vissi hann, og Óli drengurinn myndi eflaust leggja
hönd að verki. Einn tekur við af öðrum, það er gamla sagan.
Nú er hann kominn langt niður í slakkann, niður fyrir veg, þar
sem mýrin var og enn er slavakkennt hér. Seint þjappast gamlar
mógrafir, þótt þær séu fylltar upp, en mórinn var hvort sem var
uppgenginn þá.
69