Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 71

Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 71
— Óli, — segir Jón gamli. — Skrepptu fyrir mig drengur og náðu í þá Blesa og Jarp. Þeir eru varla langt undan. Ég ætla að skreppa spölkorn. — — Skreppa, segir Óli. — Á ég að fara með þér? — Nei, Óli minn. Ég fer einn af stað, en kem ekki einn til baka. Éarðu nú strax og hafðu engin ummæli. Óli leggur af stað. Hann þekkir gamla manninn of vel til þess að leggja í þrætur við hann. Hann er ekki til einskis búinn að vera hjá honum vinnumaður í fjörutíu ár, allt frá því að hann kom til hans umkomulaus förupiltur, þá tólf ára, en enn finnst Jóni gamla hann unglingur. Gamli maðurinn gengur beinn í baki, hægt en á styrkum fótum. Augun eru hætt að sjá, en fæturnir þekkja hvern blett á þessu túni, sem hann hefur átt, annazt og stækkað í 53 ár. Nei, hvað er hann að segja, það eru víst orðin þrjú ár síðan hann hætti að bera mold úr rústum gömlu tóftanna út á holtin kringum túnið og þúfnakollana, sem hann hafði sneitt af, niður í mýrinni neðan við þjóðveginn. Það var þó venja hans þessi 50 ár að bera kvölds og morgna einn sekk af mold eða einn þúfukoll á holtin, vor, sumar og haust. Það hafði ekki beygt svo mjög bak hans að bera sekkina, en túnið, túnið þurfti að stækka, og það óx líka með ári hverju. Þessi litli kragi kringum baðstofuna, er hann reisti fyrsta árið þeirra Kristínar á jörðinni, var nú orðinn stórt tún, og mýrin bættist við eftir að hann gróf skurðina og fjarlægði þúfurnar, þá varð hún líka að sléttu túni. En svo kom giktin og bannsett þrekleysið og loks sjóndepran unz sjónin brást að fullu, þegar hann kvaddi Kristínu sína. Jæja, Jón, nýi bóndinn, tengdasonurinn, mundi hirða vel um túnið, það vissi hann, og Óli drengurinn myndi eflaust leggja hönd að verki. Einn tekur við af öðrum, það er gamla sagan. Nú er hann kominn langt niður í slakkann, niður fyrir veg, þar sem mýrin var og enn er slavakkennt hér. Seint þjappast gamlar mógrafir, þótt þær séu fylltar upp, en mórinn var hvort sem var uppgenginn þá. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.