Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 77
reyndist hvað best er mest á
reyndi. Hér á eftir ætla ég að
reyna að fara nokkrum orðum
um þetta fólk og heimilið eins
og ég man það.
Ólafur og Kristín áttu aðeins
einn son barna, Halldór, sem
lengi var bókavörður á Isafirði.
Hann mun hafa verið 7-8 ára
þegar hér var komið. Kristín
átti dóttur, Jústu Benedikts-
dóttur, sem þá var ung og
álitleg stúlka sem alltaf var svo
vel klædd og fáguð fram yfir
það sem þá gerðist og yndi
móður sinnar. Arið eftir komu
þess að Kúvíkum giftust þau
Sigurður og Jústa, bjó það
áfram saman en Sigurður
stundaði sjó meðfram þar sem
hann átti vélbát og gott til fanga. Hann var mesti dugnaðar-
maður að hverju sem hann gekk. Auk þeirra stjúpfeðga voru
tveir vinnumenn og unglingspiltur einnig tvær vinnukonur. I
húsmennsku voru hjón, Sveinn og Sólveig systir Kristínar með
tvo drengi. Sveinn dó um haustið svo Sólveig mun ekki hafa
verið þar öllu lengur en til næsta vors.
Ólafur hafði % af jörðinni en eigandinn Jakob Thorarensen
sem þá var mjög við aldur og hættur að mestu búskap en var
með kú og hesta og ef til vill eitthvað af kindum hafði lA af
jörðinni. Þarna var stórt íbúðarhús sem borið hafði af bygging-
um þeirra tíma en var farið að verða kalt og láta á sjá. Þó var
þarna allt vistlegt og ólíkt gömlu torfbæjunum og mun aðkomna
fólkinu hafa fundist rúmt um sig og hagur vænkast. Þarna voru
tvær samliggjandi stofur (austurstofur) og að minnsta kosti
önnur var aðeins gestastofa, vel búin innanstokksmunum, eld-
húsið var lítið en stór múruð eldavéi hitaði vel út frá sér, inn af
Sigurður og Jústa.
75