Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 78

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 78
eldhúsinu var herbergi þar sem eldri hjónin sváfu, þar var upp- hitun og ávallt nægur hiti. Fólki var oft boðið þar inn að vetri til og drukkið kaffi þar og borðað, stóð borð undir glugga er vissi í suður sem og líka eldhúsglugginn gerði. Tvær tröppur lágu af „plássinu“ að forstofunni og þar lá til vinstri stigi upp á loftið en til hægri var svokölluð „norðurstofa“, hún var nokkuð stór með tveimur gluggum. Þegar leið á dag ljómaði sólin inn um þá og var þá hugþekkur blær yfir henni, var hún svefnherbergi ungu hjónanna. Uppi var mót austri yfir stofunum svokallaður „sal- ur“, var þar allgott rými og minnir mig að þar væru lokrekkjur, þar var kalt á vetrum. Svo var allstórt loft fyrir framan, þar voru þvegnir þvottar, soðið slátur og sitthvað fleira aðhafst. Hliðar- herbergi var inn af sem vissi fram á ,,plássið“ með litlum glugga þar sem kvöldsólin skein inn um, þar svaf vinnufólkið. Geymslukjallari var að einhverju leyti undir húsinu. Húsið var mikið lengra en þetta, það sem sagt hefur verið frá, tilheyrði aðeins þessu nýflutta fólki. Sigurður var ekki nema þennan eina vetur umgangskennari, söknuðum við hans þó annar kæmi í staðinn. Veturinn áður en ég og drengur sem ólst að nokkru upp heima áttum að fermast, var Sigurður fenginn í hálfan mánuð til að kenna okkur, var Halldór þá með honum og fögnuðum við því, þeir voru á líku reki Símon bróðir minn og hann og urðu fljótt mestu mátar. Það var ótrúlegt hvað við lærðum á svona stuttum tíma, þá var námsleiði óþekkt fyrirbæri og tíminn notaður til hins ýtrasta. Við lékum okkur þó úti í rökkrinu ef vel viðraði, ef svo var ekki þá söng Sigurður því hann var söngmaður góður eða hann sagði okkur frá ýmsu sem við höfðum gaman eða gott af að heyra, raunverulega var hann alltaf að fræða. Þessi kennsla í hálfan mánuð fyrir ferminguna var nú öll kennslan sem við nutum utan þess er heimilið veitti. Eins og frá er sagt hér á undan var Kristín á tímabili úti í Noregi og sá þar margt er óþarft þótti að sveitakonur veittu sér þó bóndinn væri vel stæður, svo mun þarna hafa verið. Ólafur hélt fast við fornar venjur en gaf lítið fyrir nýbreytni í mat né klæðnaði, gaf nytsemdinni meiri gaum. Má vera að Kristín hafi 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.