Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 79
aldrei fellt sig að því viðhorfi, hitt réði og nokkru að nú kom hún
í umhverfi þar sem nytsemd og fegurð réðu að jöfnu. Bráðlega
komst hún í kynni við ungu kaupmannshjónin og vinskap við
þau, vaknaði þá hjá henni þrá til að bæta og fegra heimili sitt
sem að vísu hafði alla tíð staðið í röð framar því sem almennt
gerðist. Það var smátt um peninga á þessum árum, þó einhverjir
féllu til voru þeir í hendi bóndans, konan gat aðeins tekið út í
reikning hans. En nú vildi svo til að þarna gat Kristín selt, þó í
smáum stíl væri, mjólk og skyr. Sjómennirnir sóttust eftir að
gæða sér á því. Fékk hún þá nokkur auraráð sem hún varði til
fegrunar á ýmsan hátt, þrifnaður og góð umgengni voru fyrir
hendi. Gömlu stofurnar, sem um tíð máttu muna fífil sinn fegri
þegar allt stóð í blóma á þessum stað endurheimtu nú sína fyrri
reisn að svo miklu leyti sem gömul húsakynni geta risið undiir.
Móðir og dóttir hjálpuðust við að gera heimilið hið vistlegasta og
því vegnaði vel þó búið að einhverju drægist saman, bætti
sjávarafli það upp.
Þegar faðir minn dó vorið 1915 fyrir aldur fram, reyndist
fyrrgreint fólk móður minni og okkur börnunum sérlega vel og
alla tið var gott vinfengi á báða bóga. Hagur þess stóð föstum
fótum meðan það var á Kúvíkum og undi það vel hag sinum þar.
Síðar fluttist það á Gjögur og byggði þar hús handa báðum
fjölskyldunum, þar þrengdist um að geta haft búskap. Ólafur
reyndi allt sem hann gat til að afla heyja hér og þar eftir því sem
best lét hverju sinni, var hann ávallt með nokkrar kindur og hest.
Sigurður sótti sjóinn af kappi og stundaði hákarlaveiðar sem
háseti hjá öðrum á veturna.
Svo fór þó að Sigurður og Jústa fluttu til ísafjarðar. Fylgdu
Kristín og Halldór þeim eftir. Ólafur gat ekki hugsað til að flytja
á mölina og slíta tengslin við móður náttúru og kindurnar sínar
og varð því eftir, enda leitaði fjölskyldan á fyrri slóðir að sumrinu
fyrst til að byrja með. Það endaði þó með því að Sigurður seldi
húsið Jóni Sveinssyni sem þá var nýfluttur á Gjögur og setti Jón
þar upp verslun.
Sigurður og Jústa eignuðust fjögur börn. Frá ísafirði fóru þau
til Hafnarfjarðar og áttu þar heima alla tíð. Sigurður drukknaði
77