Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 82
sofandi í rúmi sínu. Ekkert gerði hann vart við sig, fannst hann
þyrfti að komast í líkamann áður en hreyft væri við honum og
það tókst með ágætum að svífa sömu leið til baka, komast í
líkamann og sofá til morguns.
Þegar pabbi kom heim daginn eftir sagði hann að fæðst hefðu
í fjárhúsunum um nóttina, eitt svart lamb og annað hosótt. Ég
spurði hann hvernig hann vissi það. — Ég leit við í fjárhúsunum
í nótt og sá þetta, svaraði pabbi.
Kindurnar í Þjóðbrókargili
Það var eitt sinn er faðir minn, þá ungur maður, var á
Hrófbergi, að hann dreymir sig vera staddan á landssvæði er
hann ekki þekkti og sá þar þrjár kindur, honum þótti það
undarlegt því alls staðar var fé komið á hús.
Skömmu síðar kemur að Hrófbergi maður frá Grænanesi og
spyr pabbi hann þá hvort hann kannist við landssvæði það er
hann sá í draumnum, maðurinn sagðist þekkja þetta svæði, það
væri hátt upp með Þjóðbrókargili í Selárdal. Var þá farið að
athuga þetta og reyndust þá vera þarna þrjár kindur og var þeim
þar með bjargað frá hörkum vetrarins.
Á kvœðavísan
Áður en Búnaðarsamband Strandamanna var stofnað, var
Strandasýsla í Búnaðarsambandi Vestfjarða og sóttu þá
fulltrúar úr Strandasýslu aðalfund Búnaðarsambands Vest-
fjarða.
Það mun hafa verið á einum slíkum fundi, sem nokkrir
Strandamenn voru staddir á á ísafirði. Allstór bátur, sem hét
Leó var þá á ísafirði og ætlaði til Húnaflóahafna og hugðust
Strandamenn komast með bátnum þegar fundi lyki. Einn þess-
ara fundarmanna var faðir minn. Það fór þó svo, að Leó lagði af
stað frá Isafirði síðla dags, áður en Búnaðarsambandsfundinum
lauk og þótti Strandamönnum það ekki gott, sögðu þeir þá við
föður minn, að nú skyldi hann kveða Leó til baka. Gerði hann þá
þessa vísu.
80