Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 86
var hægt að fara ísinn, úfinn og ósamfrosta og á hreyfingu. Þá
var pilturinn kominn með skutla, bönd og ífærur.
Báturinn var nú settur á flot syðst í vökinni og flýðu þá allir
höfrungarnir í norðurendann, þar var vökin grynnri. Er
báturinn kom í nánd við höfrungana stungu þeir sér undir
bátinn og fóru í kafi allt í kring um hann svo enginn þeirra
náðist. Þá var róið í suðurendann aftur og höfrungarnir reknir í
norðurendann á Bjarnavík, svo þegar hvalirnir stungu sér undir
bátinn var skutull rekinn i þann hvalinn sem næstur fór bátnum.
Nú var komin festing í höfrunginn, var þá reynt að koma fleiri
skutlum og ífærum í hann, en hann dró þennan litla bát svo
erfiðlega gekk að yfirvinna hann, loks komu þeir honum á bakið
og þá varð hann auðveldur viðureignar og vaf aflífaður og
dreginn upp í fjöru. Eftir að þeir komust á lagið fór veiðin að
ganga betur, svo þarna veiddu þeir 10 höfrunga, sem dregnir
voru upp í fjöru, en mikið var eftir og dagur kominn að kveldi og
menn héldu heim. Næsta morgun átti að hefja veiðina á ný, en
þá voru allir höfrungarnir farnir, þeir hafa komist undir ísinn og
kafnað. Einn hafði strandað í fjörunni um nóttina, svo meiri
varð ekki veiðin.
84