Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 87
Jóhannes Jónsson
frá Asparvík:
Talan 7
Þið kannist öll við hina heilögu tölu, en það er talan 7. Ég
gerði það mér til gamans, að athuga þessa tölu og komst að
skemmtilegri niðurstöðu, um hversu hún hefur komið víða við, í
lifi og starfi manna. Þessi athugun er að sjálfsögðu ekki tæmandi.
Eftirfarandi verður því aðeins sýnishorn af því hvernig talan
sjö virðist hafa ráðið miklu við tímaskiptingu áður fyrr.
Allar messur eru rímfastir dagar, það er, dagar sem alltaf bera
upp á sama mánaðardag. Áður fyrr notuðu menn svokallað
„rím“, (fingrarím) til að finna merkisdaga og fylgjast með
tímatalinu. Þá voru allskonar dýrlingamessur mjög í heiðri
haldnar í kaþólskum sið og oft mikill átrúnaður í sambandi við
þær. Það bendir margt til þess, að þegar páfinn eða aðrir
kirkjuhöfðingjar tóku upp messur helgra manna, þá hafi þeir sett
þær inn í tímatalið með hliðsjón af tímatalsreglunum, svo auð-
veldara væri fyrir almenning að fylgjast með því hvenær þær
væru, en til þess notaði almenningur rímtalið eins og áður er
sagt. Að sjálfsögðu hefur það verið hagsmunasjónarmið kirkj-
unnar manna með páfann í fararbroddi, sem kom þar við sögu,
85