Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 89
Þjáningin. 3. Hatrið. 4. Blekkingin. 5. Sannleikurinn. 6. Kær-
leikurinn. 7. Friðurinn.
Ef við tökum fyrst hið daglega líf, þá sjáum við meðal annars.
Áður fyrr byrjaði vinnudagur kl. 7 að morgni. Enn gildir sú regla
að næturvinna hefst kl. 7 að kveldi. 7 dagar eru í viku. 7 ára voru
börn skólaskyld. 7 ár til viðbótar voru þau fermd. 7 ár enn til
viðbótar urðu menn myndugir og fengu kosningarrétt. Sjötugir
hætta starfsmenn ríkis og bæja störfum.
Heimsálfurnar eru 7. Heimshöfin eru talin 7. Furðuverk
heimsins voru 7. Dauðasyndirnar eru 7. Þjóðsagan segir: 7
bræðra blóð, er flestra meina bót. 7 bræður, ef þeir færu yfir
Kaldbakskleif, til brúðkaups að Kaldbak, til að giftast þar 7
systrum, átti Kaldbakshorn að hrynja.
Ef við athugum trúarbrögðin sjáum við að . . . 7 voru dagar
sköpunarverksins 7 ár átti Jakob að vinna til að fá Rakel og 7 ár
til viðbótar er hann var svikinn um konuna. 7 voru orð Jesú á
krossinum. 7 voru ástgjafir heilags anda. 7 voru orð Maríu
guðsmóður. 7 eru sjö sjöundin.
Eg hef nefnt hér Ástgjafir heilags anda. Sjö orð Maríu guðs-
móður og Sjö sjöundin. Eg býst við, að nú orðið viti ekki allir
hvað þetta er, eða hafi jafnvel aldrei heyrt þetta, svo ég set það
hér á eftir.
Astgjafir heilags anda
Fyrsta ástgjöf heilags anda er Viskan.
Önnur ástgjöf heilags anda er Skilningurinn.
Þriðja ástgjöf heilags anda er Ráðið.
Fjórða ástgjöf heilags anda er Styrkleikinn.
Fimmta ástgjöf heilags anda er Þekkingin.
Sjötta ástgjöf heilags anda er Ótti drottins.
Sjöunda ástgjöf heilags anda er Bænin.
Sjö Sjöundin
Fyrstu sjöundin eru sjö dagar sköpunarverksins.
Önnur sjöundin eru sjö orð Jesú á krossinum.
87