Strandapósturinn - 01.06.1979, Síða 93
Agnesar diktur. Á messudag hennar voru tvö hvít lömb færð frá
Agnesarklaustri til Péturskirkjunnar í Róm og af ull þeirra
unnin bönd, sem voru kölluð „Pallía“ og voru þessi bönd lögð
yfir biskupa þegar þeir voru vígðir.
Fjörutíu riddara dagur. Það er minningardagur þess, að 40 róm-
verskir hermenn voru píndir og síðar brenndir fyrir trú sína, í
borg, sem hét Sebasta í Armeníu árið 320. Það var trú margra, að
eins og veður var á 40 riddara degi, myndi veðrið verða í 40 daga
á eftir. Um 40 riddara er til saga á íslensku á skinnbók í Árna-
safni Magnússonar.
Blasíusmessa. Hann var biskup í Armeníu og lét lífið í píslarvætti,
var hálshöggvinn 3. febrúar árið 283.1 Noregi trúðu mennþví, að
blástursamt yrði þennan dag og nefndu hann ekki með sínu rétta
nafni af ótta við mikið hvassviðri. Á Blasíusmessu byrjaði vetr-
arvertíð á Suðurlandi. Saga er til af honum á íslensku, bæði í
safni Árna Magnússonar og í bókhlöðu Svíakonungs í Stokk-
hólmi.
Boðungardagur Maríu. Sú saga er öllum kunn og að sjálfsögðu var
fæðingarhátíðin, jólin, sett 9 mánuðum síðar. Með tilskipun 26.
október 1770 var þessi dagur felldur niður á Islandi í lútherskum
söfnuðum.
Eldaskildagi. Hann var lengi merkisdagur á Islandi, þá var al-
mennt skilað úr eldunum, eða skyldufóðrum bænda. Dagurinn
var líka minningardagur um tvo píslarvotta, sem hétu Gordí-
anus og Epimachus. Gordíanus vildi ekki sverja af sér kristna trú,
þá var hann barinn með svipum og síðan hálshöggvinn oglíkinu
kastað fyrir hunda, en er hundarnir vildu ekki snerta líkið, tóku
kristnir menn það og grófu við hliðina á öðrum píslarvotti,
Epimachusi.
Pálsmessa. Haldin í minningu þess, þegar Páll postuli snerist frá
ofsóknum móti kristnum mönnum. Það var trú í Noregi, að Páll
91