Strandapósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 97
ungur lét reisa í eynni, en árið 1170 var hann færður til Björg-
ynja af Páli biskupi, sem þá var og geymdur þar um langan aldur
yfir háaltari höfuðkirkjunnar.
Barthólómeusmessa er að þvi er menn hyggja, nefnd eftir
Barthólómeusi, einum af hinum 12 postulum Krists. Hann á að
hafa flutt fagnaðarboðskapinn í Austurlöndum. Sagan segir, að
heiðnir prestar hafi ákært hann fyrir konungi nokkrum, Astya-
gesi að nafni og að hann hafi fyrst látið misþyrma honum ógur-
lega og síðan krossfest hann, en Barthólómeus hélt áfram á
krossinum að predika um Krist og því var hann tekinn ofan
aftur, fleginn lifandi og síðan hálshöggvinn. Á Barthólómeus-
messu árið 1572 hófust ógurleg manndráp í París. Þau Karl
konungur áttundi og móðir hans Katrín af Medici stóðu fyrir
þeim og ætluðu að láta myrða alla mótmælendur á Frakklandi.
Þessi manndráp stóðu í 30 daga alls og er talið, að meira en
þrjátíu þúsund saklausra manna hafi verið drepin í París og
víðsvegar um landið.
Margrétarmessa. Margrét var fædd í Antiokkíu í Písidíu, faðir
hennar var heiðinn og hofgoði þar i borginni, en Margrét snerist
þó ung til réttrar trúar. Jarl nokkur heiðinn Olíbríus að nafni,
fékk ást á henni, en hún vildi með engu móti þýðast hann. Hann
tók það til ráðs að reyna að kúga hana til að blóta og píndi hana
á margan hátt, þangað til loks að hann lét hálshöggva hana árið
275. Til er saga af Margréti meyju á íslensku, sem prentuð er i
Heilagramanna sögum og auk þess kvæði um hana, sem enn er
óprentað.
Höfuðdagur. Hann var fyrrum haldinn heilagur í minningu þess,
að þann dag átti Heródes konungur Antipas að hafa látið háls-
höggva Jóhannes skírara. Þessi dagur er oft nefndur í fornum
íslenskum ritum og sýnir það, að íslendingar hafa haldið talsvert
upp á hann.
Þorláksmessa á sumri. Hún var i lög leidd á íslandi árið 1237 í
95