Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 100
og varð hann biskup nauðugur. Hann andaðist árið 400. Svo
segir sagan, að Marteinn hafi drepið allar gæsirnar í hefndar-
skyni og þaðan hafi sá siður komið, er lengi tíðkaðist á Norður-
löndum að slátra gæsum Marteinsmessudag og halda svo veislu í
minningu dýrlingsins. Ekki mátti vinna handarvik þennan dag
og ekki gera annað en éta og drekka, til sannindamerkis um að
ekki mátti vinna þennan dag, er sú saga að malari einn fór til
myllu sinnar þennan dag, sumir segja til að hnupla, en þá kom
kölski askvaðandi, greip malarann og malaði hann í smátt.
Fimm kirkjur voru helgaðar Marteini hér á landi og í Viðey var
Marteinsaltari.
Hundadagar eru kallaðir eftir hundastjörnunni (Síríus), sem er
fastastjarna og kemur upp þennan tíma jafnt sólu. Þá er heitasti
tími sumars og kenndu menn það fyrrum þessari stjörnu.
Tómasmessa var helguð Tómasi postula. Hann var fæddur í
Galíieu. Honum var engin kirkja helguð á Islandi. En aftur á
móti voru kirkjur á íslandi helgaðar Tómasi erkibiskupi af
Kantaraborg, sem var mest tignaður allra helgra manna á Is-
landi, allt fram undir siðaskipti. Hann elskaði Þorgils skarði
mest allra helgra manna segir í Sturlungu og á hann hét Hrafn
Sveinbjarnarson einu sinni hvalstönnum og fór með þær sjálfur
til Englands. Messudagur hans var 29. desember.
Lúkasmessa. Er helguð Lúkasi guðspjallamanni. Um hann vita
menn mjög lítið með vissu annað en það, að hann var gyðingur
að ætt og menn halda að hann hafi verið læknir. Munnmæli
segja, að hann hafi farið til Egyptalands eftir upprisu Krists,
orðið biskup í Þebuborg og dáið þar 84 ára. Engin kirkja var
helguð Lúkasi á Islandi, en í skipan Magnúsar biskups Giss-
urarsonar 1224, er prestum boðið að syngja credo í kirkjum
þennan dag.
Maríumessa hin fjórða. Var stofnuð i minningu um fæðingu Mariu
meyjar. Svo sögðu munkar á miðöldum, að eins og Jesús væri
98