Strandapósturinn - 01.06.1979, Side 112
Jóhannes Jónsson
frá Asparvík.
Úr barns og móður
bættu þraut
Þeir, sem búa nyrst á Ströndum, þekkja best hversu mikið
öryggisleysi fylgir því, að hafa ekki greiðar samgöngur við næstu
byggðarlög, þó snjór falli á jörð, en svo er það enn í nyrsta hreppi
Strandasýslu, Árneshreppi. Strax þegar snjóalög myndast,
verður vegurinn ófær þangað norður og hann er ekki opnaður
aftur allan veturinn. Einu samgöngurnar að vetrarlagi eru
áætlunarflug á Gjögur einu sinni í viku, ef veður leyfir og
strandferðaskipin sem hafa viðkomustað á Norðurfirði. Svona
eru samgöngumálin hjá Árneshreppsbúum á því herrans ári
1978. Hvernig munu þá samgöngumálin hafa verið fyrir 38
árum, er atburður sá gerðist, er sagt verður frá hér á eftir. Ef ekki
var hægt að afgreiða vandamálin í síma, þá varð að fara fót-
gangandi að vetrarlagi yfir fjöll, hálsa og heiðar ef menn vildu
komast í samband við heiminn fyrir utan þessa nyrstu byggð í
Strandasýslu.
Þetta samgönguleysi hefur meðal annars kostað allmörg
mannslif, þar sem héraðslæknir hefur oftast setið á Hólmavík, en
oft reynst ófært að ná til hans í tæka tíð vegna veðurofsa og
stórhríða. Margir þessara lækna sýndu mikinn kjark og hreysti,
er þeir lögðu út í veðurofsa og vonsku bylji með leiðsögumanni er
þeir þekktu ekkert, en urðu að setja allt sitt traust á að rötuðu
rétta leið og kæmu þeim heilum í frosti og hríð af fjallvegum til
110