Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 126
S.Á. 17 ára:
Landið fagra
Það var sólbjartur sumardagur, ég vildi hrista af mér öll vetrar
helsi, hrista af mér hlekkina. Það greip mig ævintýraþrá, ég gat
ekki sætt mig við smámuni, ég vildi verða fræg. Mér datt í hug að
nema land. Ég hafði heyrt sagt frá landi langt í burtu sem
einhverjir af tilviljun höfðu komið auga á en ekki numið og nú
greip mig óstjórnleg þrá, þrá að nema þetta land. Ég byggði mér
bát og lagði ein af stað að leita að þessu ónumda landi, ég sigldi
með fullum seglum daga og nætur uns ég leit hið langþráða
land, þá fórnaði ég höndum af fögnuði, áfram sigldi ég uns ég
náði höfn, en þá braut ég bátinn minn í spón. Ég fór að kanna
landið, það var fegursta land sem ég hef séð, en mér auðnaðist
ekki að byggja það. Með naumindum tókst mér að byggja annan
bát og sigldi af stað til sama lands aftur, landið fagra var að
sökkva í sæ. Þegar ég lít hafið svo vítt og fagurt minnist ég ávallt
landsins fagra er ég sigldi eitt sinn til en er nú horfið.
Þegar ég missi fótfestu og tek að hrapa og þegar myrkrið hefur
völd og nistir sálu mína með ískulda og kærleiksleysi, þá leita ég
hælis í endurminningunni um landið sem ég fann en auðnaðist
ekki að nema.
124