Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 Hótel Sandafell Þingeyri Eigandinn er orðinn áttræður, nú þarf nýtt fólk. Hótelið er fyrir 50 gesti, fullbúið tólum og tækjum. Árið 2020 fullbókað í gistingu og mat til 25. september. Árið 2021 fullbókað í gistingu og mat. Þeir sem að hafa áhuga geta haft samband við Hlyn í síma 860-5530. Hótel Sandafell s. 456-1600 til að skoða. Tilboð. Sandafell TIL SÖLU Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef ná ætti hjarðónæmi í sam- félaginu með náttúrulegum sýking- um myndi það hafa mjög neikvæð áhrif á heilbrigðiskerfið. Sem stend- ur segir Þórólfur ekki tímabært að tala um bóluefni sem myndu vernda fólk gegn smiti. Eina lausnin í far- aldrinum nú sé að reyna að ná upp betra ónæmi í samfélaginu með þeim bóluefnum sem standa til boða. „Smit auka auðvitað ónæmið í samfélaginu en það þyrftu miklu fleiri að smitast til þess að ná hjarð- ónæmi. Við erum að fá þessa alvar- legu stöðu í heilbrigðiskerfinu, við getum ekki leyft veirunni að ganga eitthvað meira og hraðar í samfélag- inu. Þá fáum við enn stærra vanda- mál á spítalanum með enn fleiri af- leiddum vandamálum eins og á að vera öllum ljóst.“ Þórólfur bendir á að ef 10% þjóð- arinnar myndu smitast á skömmum tíma, um 36.000 manns, myndi það leiða af sér 900 innlagnir á spítala. „Ég veit ekki hvernig það ætti að ganga upp. Við þyrftum að leggja 130 manns á gjörgæslu, bara við 10% útbreiðslu. Það yrði algjört neyðar- ástand með stóru N-i,“ segir Þórólf- ur. „Það er bara ekki tímabært að tala um sérstök bóluefni gegn Delta. Það hafa ekki komið neinar tilkynningar um það eða á hvaða stigi rannsóknir á þeim bóluefnum eru staddar eða hvert ferlið verður í markaðssetn- ingu. Núna erum við bara með þessi bóluefni og það er engin tímasetning á því hvenær við gætum hugsanlega fengið önnur bóluefni.“ Bóluefnin eina lausnin í boði - Ótímabært að tala um Delta-bóluefni Morgunblaðið/Eggert Bólusetning „Núna erum við bara með þessi bóluefni,“ segir Þórólfur. Logi Sigurðarson logis@mbl.is Virkum og staðfestum kórónu- veirusmitum hefur fækkað umtals- vert undanfarna viku. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngu- deildar Landspítalans, segir erfitt að segja til um hvort þessi bylgja far- aldursins sé í rénun. Of snemmt sé að segja til um það, en smittölur í dag og á morgun gætu gefið vís- bendingu um hvert faraldurinn stefni. „Við vonum að staðan fari að skána. Fjöldi smita var lægri um helgina en hafði verið vikuna á und- an en við höfum séð það oft um helg- ar, þar sem þá eru færri sýni tekin. En smitum fækk- aði líka á föstu- daginn þannig að það verður mjög fróðlegt að sjá hver staðan verð- ur í dag,“ segir Runólfur. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir seg- ir fækkun smita ánægjulega en kveðst ekki viss um að það sé hægt að túlka smittölurnar þannig að faraldurinn sé á niðurleið. „Við erum enn þá með tiltölulega hátt hlutfall af jákvæðum sýnum, um 3 til 4%. Enn greinist um helm- ingurinn utan sóttkvíar sem segir okkur að það sé meiri útbreiðsla í samfélaginu,“ segir Þórólfur og bæt- ir við að bíða þurfi með að leggja ein- hverja vigt í þessar tölur helg- arinnar. „Vissulega eru þetta ánægjulegar tölur og við erum alla- vega ekki að sjá uppsveiflu.“ Stundum áður fengið bakslag Runólfur segir fjölda fólks enn í eftirliti Covid-göngudeildarinnar og þótt útlitið sé gott þá geti ástand fljótt breyst til hins verra, þar sem oft versni einkenni sjúklinga hratt. Hann segir stöðuna þó mun betri síðustu tvo daga á spítalanum þar sem innlögnum hafi ekki fjölgað. „En allt í einu geta komið þrjár til fjórar innlagnir að kvöldi til, þótt allt hafi litið vel út um morguninn.“ Runólfur er vongóður um að bylgjan taki að dvína á næstu vikum en erfitt sé að spá um þróun farald- ursins vegna margra óvissuþátta. Hann telur styttingu einangrunar hjá bólusettum og óbólusettum úr fjórtán dögum niður í tíu, að því gefnu að þeir hafi verið ein- kennalausir í minnst þrjá daga, hafi haft áhrif á skráðan fjölda virkra smita síðustu viku. „Maður er að vona að þetta sé til marks um það að þessi bylgja sé far- in að réna. Það er of snemmt að lýsa því yfir hver þróunin verður. Við höfum stundum áður fengið bakslag þegar við höfum haldið að helgarnar hafi litið vel út, þannig að maður þorir ekki að fullyrða um þetta.“ Runólfur telur að vissar vísbend- ingar séu um að þeir sem eru í áhættuhópum séu farnir að halda sig meira til hlés og gæta sín meira. „Það hefur verið minna af smitum að greinast hjá fólki sem við lítum á sem sérstaka áhættuhópa; þá sem eru elstir og með alvarlega sjúk- dóma.“ Býst hann við því að það taki þessa bylgju lengri tíma að fjara út en fyrri bylgjur þar sem sam- komutakmarkanir eru minni og hóf- legri en áður. „Það er erfitt að ráða í hvað sé fram undan þar sem slakari tak- markanir eru í gildi og samfélagið er á fleygiferð.“ 2 2 5 3 0 0 4 2 6 6 2 5 72 5 93 7 9 92 1. 0 87 1. 2 0 5 1. 2 16 1. 2 3 2 1. 2 93 1. 3 5 1 1. 4 13 1. 4 34 1. 4 47 1. 3 8 5 1. 3 8 6 1. 4 3 5 1. 3 8 3 1. 3 2 8 1. 2 8 0 1. 2 9 4 1. 2 3 2 1. 17 3 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 107 119 57 105 141 84 119 130 82 64 55 Heimild: LSH Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær 55 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring 873 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 1.988 einstaklingar eru í sóttkví 2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær 150 125 100 75 50 25 0 9.578 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 106 100 21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí* *Engar tölur fyrir 24.-25. júlí226 af þeim sem eru undir eftirliti eru börn 66 ár er meðalaldur innlagðra á LSH Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar* 1.173 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 40 af þeim sem eru undir eftir- liti flokkast sem gulir 30 sjúklingar eru inni- liggjandi á LSH með Covid-19 24 eru innilagðir á bráðalegudeildum 6 sjúklingar eru á gjörgæslu 76 hafa alls lagst inn á LSHmeð Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins Um þriðjungur þeirra óbólusettir Um tveir þriðju bólusettir 1 flokkast sem rauður 16 þeirra fullbólusettir Átta óbólusettir Fjórir þeirra fullbólusettir Tveir óbólusettir Þrír gjör- gæslusjúk- lingar þurfa öndunar- vélastuðning Engir sjúklingar í innlögn eru hálfbólusettir 30. júlí 2021 154 smit Erfitt að segja til um rénun bylgjunnar - Enn hátt hlutfall jákvæðra sýna - Staðan fljót að breytast á spítalanum - Vongóður fyrir kom- andi vikum - Staðan mun betri en fyrir helgi - Ánægjulegt að sjá ekki uppsveiflu - Mikil óvissa Runólfur Pálsson KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.