Morgunblaðið - 17.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.08.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum Viðtal Dagmála Morgunblaðsins við Björn Zoëga, forstjóra Kar- ólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, hefur vakið töluverða athygli. Þar komu fram ýmist áhugaverð atriði sem eiga mikið er- indi í umræðu um heilbrigðismál hér á landi. - - - Meðal þess er að Björn upplýsti að þegar hann tók við sjúkrahúsinu ár- ið 2019 hafi hann fækkað þar um 550 starfsmenn og um aðra 400 síðar. Nú séu um 800-900 færri starfsmenn á sjúkrahúsinu en þegar hann tók við. - - - Á sama tíma og þessi mikla fækk- un hefur átt sér stað hefur sjúkrarúmum fjölgað úr um 950 í 1.200. Rétta þurfti hallarekstur af og um leið auka afköst og eins og þessar tölur sýna þá tókst það. - - - Hér á landi er umræðan um heil- brigðismál öll á þann veg að aukið fjármagn þurfi til að bæta stöðu mála. En eins og Björn benti á í viðtalinu þarf líka að setja inn í kerfið hagræna hvata. Vissulega vilja allir sinna sjúklingum vel, en krafan um að það sé gert á hag- kvæman hátt er einnig sjálfsögð. Og þetta tvennt þarf alls ekki að stang- ast á. Spurningin snýst um viðhorf og skipulag. - - - Útgjöld til heilbrigðismála fara sífellt vaxandi hér á landi en töluvert vantar upp á framleiðnina. Skýrist það að hluta til af fjand- samlegu viðhorfi til einkarekstrar en að hluta til má ætla að horfa þurfi til skipulags Landspítalans. - - - Getur ekki verið að þar megi hag- ræða líkt og gert var í Stokk- hólmi? Björn Zoëga Það þarf að nýta peningana betur STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra ræddi um bakslag í jafnrétt- ismálum síðastliðin ár og þakkaði al- þjóðlegum kvennahreyfingum og aðgerðasinnum fyrir baráttu þeirra gegn kynbundnu ofbeldi í opnunar- ávarpi á Reykjavík Dialogue í Hörpu í gær. „Ég hlakka til að fá að fylgjast með umræðunum, vinnunni ykkar næstu daga og fá síðan í hendur drögin að yfirlýsingu um aðgerðir til að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum til næstu fimm ára,“ sagði Katrín. Um er að ræða viðburð sem helg- aður er baráttunni gegn kynferð- islegu og kynbundnu ofbeldi og stendur hann yfir dagana 16.-18. ágúst. Mun annars vegar fara fram alþjóðleg ráðstefna og hins vegar heimsfundur aðgerðasinna og kvennasamtaka. Er Reykjavík Dia- logue samvinnuverkefni forsætis- ráðuneytisins og RIKK – Rannsókn- arstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Var fundurinn skipulagður af alþjóðlegri verkefn- isstjórn með fulltrúum frá ólíkum heimshlutum. Öllum er velkomið að skrá sig á ráðstefnuna og heimsfundinn en skráning fer fram á vefsíðu Reykja- vík Dialogue. Reykjavík Dialogue haldið í Hörpu Opnunarávarp Katrín Jakobsdóttir. - Forsætisráðherra ræddi um bakslag í jafnréttismálum í opnunarávarpinu Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þórshöfn | Frænkurnar Ásta Rut og Þyrí fengu þá hugmynd að bjóða upp á kaffihús í Gistiheimilinu Lyngholti sl. sunnudag og létu ekki sitja við orðin tóm. Þar sem þær eru að- eins átta og níu ára gaml- ar hófu þær samninga- viðræður við ömmur sínar sem tóku því vel, eins og góðar ömmur gera þegar barnabörnin fá skemmti- legar hugmyndir. Þær útbjuggu listræna auglýsingu og auglýst var á Facebook en þeim fannst líka vissara að ganga um bæinn með aug- lýsinguna og spjalla við bæjarbúa. „Við ætlum að bjóða upp á kaffihús frá klukkan þrjú til fimm í dag, vertu velkomin, það væri gam- an að sjá þig,“ sögðu litlu veit- ingakonurnar. Enginn var svikinn af ömmu- bakstrinum hjá ungu veitingakon- unum á Lyngholti og nóg að gera þessa tvo tíma sem opið var en bæði heimafólk og ferðamenn komu í kaffið enda voru þær ánægðar með aðsóknina. „Við ætlum bara að hafa svona kaffihús allt næsta sumar,“ sögðu frænkurnar Ásta Rut og Þyrí en ósagt var hvort búið væri að semja við ömmurnar um baksturinn en eitthvað áttu þær að fá fyrir snúð sinn. „Við getum svo borgað þeim fimm hundruð fyrir að baka,“ sögðu ábúðarmiklar veitingakonur. Ásta Rut er ekki ókunnug veit- ingarekstri þótt ung sé að árum en móðir hennar rekur Gistiheimilið Lyngholt, þar sem litla kaffihúsið var opnað. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Frænkur Þyrí Úlfsdóttir og Ásta Rut Ólafs- dóttir eru efnilegar veitingakonur í Lyngholti. Ungar kaffihúsa- konur á Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.