Morgunblaðið - 17.08.2021, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á
könnunni. Útipútt með kennslu ef veður leyfir kl. 13.30. Kaffisala kl.
14.30-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bónus-rútan
kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með-
læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jóns-
húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Ljósmyndanámskeið kl. 10-12.
Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9, gönguhópur Korpúlfa gengur frá
Borgum kl. 10 og einnig gengið frá Grafarvogskirkju, þrír styrkleika-
hópar. Dansleikfimi kl. 11. Hádegisverður kl. 11.30 til 12.30 og
kaffi-húsið opnað kl. 14.30 í dag.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á hópþjálfun kl.
10.30, kl. 13 núvitund með leir í listamsiðjunni okkar. Við endum svo
daginn á gönguferð í verslun kl. 15. Verið öll velkomin til okkar á Vita-
torg. Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15 og
18.30, Kaffispjall í Króknum frá kl. 9, Pútt á Skólabraut kl. 10.30.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 15. júní 2021 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur
til ársins 2040. Aðalskipulagstillagan er uppfærð og endurbætt útgáfa þess aðalskipulags (AR2030)
sem staðfest var fyrir rúmum 7 árum. Tillagan byggir þannig á sýn og stefnumörkun AR2030, sem
staðfest var í febrúar árið 2014 að undangengnu löngu og ítarlegu samráðs- og kynningarferli.
Breytingartillögur miða allar að því að tryggja betur framfylgd núgildandi megin markmiða
aðalskipulagsins um sjálfbæra borgarþróun. Breytingarnar snúa einkum að stefnu um íbúðarbyggð
innan þéttbýlis borgarinnar. Auk þess eru boðaðar stöku breytingar á völdum atvinnusvæðum og
samgönguinnviðum. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til
ársins 2040 og í tilefni þess eru sett fram ný megin markmið í völdum málaflokkum.
Aðalskipulagstillagan, greinargerð ásamt skipulagsuppdráttum, er auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr,
sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat
áætlana og önnur fylgiskjöl. Tillagan er einnig auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar,
dagsettar 20. maí 2021. Nálgast má öll skipulagsgögn á adalskipulag.is og reykjavik.is
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl.
8:30 – 16:00, frá 21. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b .
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða
á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 31. ágúst 2021. Vinsamlegast notið uppgefið netfang
fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, tillaga
Endurskoðun stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og tæknileg uppfærsla
Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, með lengingu skipulagstímabils til ársins 2040.
Framlenging athugasemdafrests til 31. ágúst.
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Rað- og smáauglýsingar
200 mílur
anna á milli Sanda væri annað
hefði hans og Jónu Þorsteins-
dóttur, konu hans, ekki notið við
um langt árabil.
Hér með kveð ég góðan vin,
samstarfsmann og leiðbeinanda
með hans eigin orðum:
„Á staðnum þar sem sagt er að
aldrei hafi heiðinn maður búið
kalla klukkur fólkið nú aftur til
tíða – og í austri rísa tindar
Öræfajökuls upp í bláan himin
guðs.“
Jón Hjartarson.
Í dag verður borinn til grafar
Sigurjón Einarsson, sem í 35 ár
var prestur á Kirkjubæjar-
klaustri. Hann var bóndasonur
úr Ketildölum á vesturströnd
Arnarfjarðar. Þar voru flestir
hvort tveggja í senn, bændur og
sjómenn. Við þá atvinnuhætti
ólst Sigurjón upp og á mennta-
skólaárunum, 1945-50 var hann
flest sumur á sjó, meðal annars
þrjú sumur á togaranum Verði
frá Patreksfirði. Þar naut hann í
byrjun frænda síns, Braga Thor-
oddsen á Patreksfirði, sem þá
þegar var þaulvanur togarasjó-
maður. Sumarið 1948 sigldu þeir
með aflann til Hamborgar, sem
þá lá í rústum eftir loftárásir
heimsstyrjaldarinnar. Eitt sum-
arið á þessum árum var Sigurjón
líka í nokkrar vikur formaður í
tveggja manna áhöfn á trillunni
Bjössa, sem faðir hans átti.
Í hinni frábæru uppvaxtar-
sögu Sigurjóns, bókinni Undir
Hamrastáli, sem út var gefin árið
2006, sjáum við hversu litlu mun-
aði að hann kysi sér sjómennsk-
una að ævistarfi. Hann segir þar:
„Í nær sjö vikur samfleytt
hafði ég verið um borð í Verði.
Mér líkaði vistin vel, kveið því að
fara frá borði. Ætti ég kannski að
fara beint upp í brú til Gísla skip-
stjóra og segja við hann: Mig
langar ekki í land, fæ ég ekki
pláss hjá þér í vetur? Ég efaði
ekki að hann tæki mér vel. Næsta
haust gæti ég svo farið í Stýri-
mannaskólann. Ég stóð einn und-
ir keisnum. Dimm nótt grúfði yfir
skipi og sjó.“
Svo fór þó að hann gerðist
prestur. Að mörgu leyti átti
prestsstarfið vel við Sigurjón.
Hann naut þess að beita sér í fé-
lags- og menningarmálum og átti
m.a. stóran þátt í þeirri byltingu
sem varð í skólamálum sveitanna
milli sanda þegar hið mikla skóla-
hús á Klaustri var tekið í notkun
árið 1971.
Á æskuárum gekk Sigurjón til
liðs við Sósíalistaflokkinn, sem
hér starfaði á árunum 1938-1968,
og fór eitt sinn í framboð fyrir
þann flokk, árið 1953. Hann var
þó aldrei herskár byltingarmað-
ur og að skapferli var hann mað-
ur sátta og samlyndis. Kom það
meðal annars fram í því að á sín-
um prestskaparárum var hann
löngum í góðu vinfengi við helstu
forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins í
prestakallinu, þá Siggeir Björns-
son í Holti og Jón Helgason í
Seglbúðum.
Í öllum sínum margþættu
störfum var Sigurjóni mikill
styrkur að konu sinni, Jónu Þor-
steinsdóttur, sem var skarp-
greind kona og framtakssöm,
enda átti hún um skeið sæti í
hreppsnefndinni þar austur á
Síðu, líklega fyrst kvenna. Ég
varð fyrst var við Jónu þegar við
Sigurjón bjuggum báðir á Nýja
stúdentagarðinum, hann langt
kominn í sínu guðfræðinámi en
ég nokkru yngri slæpingi. Eitt
hið fyrsta sem ég heyrði hana
segja var þetta: „Nú er prests-
dóttirin komin til prestsins.“
Allt frá okkar fyrstu kynnum
árið 1953 höfum við Sigurjón ver-
ið tryggðavinir og bar þar aldrei
skugga á. Ég á honum margt að
þakka og mun sakna hans enn um
sinn. Hann dó síðastur þeirra
manna sem ég gat talið vini mína
á mínum fyrstu Reykjavíkurár-
um, árunum 1953-1956.
Andlát öldungs á tíræðisaldri
ætti ekki að vera harmsefni.
Samt vottar fyrir titringi í göml-
um streng er ég nú krota þessi
síðustu orð á blað.
Kjartan Ólafsson.
Mikill öðlingur er fallinn, sr.
Sigurjón Einarsson prófastur.
Hann verður ógleymanlegur öll-
um þeim sem honum kynntust og
áttu hann að vini, skemmtilegur,
fróður og réttsýnn var hann. Ég
varð svo lánsamur að hitta hann
um 1990 og hefja þá með honum
samstarf um útgáfu ritsins
Kristni á Íslandi sem Alþingi stóð
fyrir og gaf út á þúsund ára af-
mæli kristnitökunnar 2000, sem
er merkilegt og veglegt rit í fjór-
um bindum. Sigurjón var formað-
ur ritstjórnar enda sérfróður um
kirkjusögu.
Fundir ritstjórnar og höfunda
í húsakynnum þingsins voru til-
hlökkunarefni. „Þar var ekki töl-
uð vitleysan“ eins og sagt er, og
glatt yfir öllu. Nokkrar ferðir fór-
um við úr ritstjórninni austur á
Síðu til fundahalda og vorum þá í
fagnaði þeirra hjóna, Sigurjóns
og Jónu Þorsteinsdóttur, á heim-
ili þeirra á Kirkjubæjarklaustri.
Vinátta okkar hélst þótt þessu
verkefni lyki og hún efldist því að
þau Jóna voru þá flutt til Reykja-
víkur, og þó enn frekar eftir að
Jóna dó 2001 og Sigurjón varð
einbúi. Stofnuðum við þá með
Hjalta Hugasyni og Indriða
Gíslasyni lomberklúbb okkar
sem lifað hefur síðan, með
mannabreytingum þó. Við hitt-
umst fyrstu árin heima hjá Sig-
urjóni í Hvassaleiti og spiluðum
þar. Í kaffihléi var boðið upp á
möndluköku með rjóma og „silf-
urte“ sem Sigurjón kallaði svo,
soðið vatn, sykur, salt og mjólk út
í. Sigurjón lærði að spila lomber
meðan hann þjónaði sem prestur
í Flatey 1959-60. Fyrirmenn
staðarins, oddviti, læknir og
kaupmaður báðu prest vera
fjórða mann og kenndu honum
reglurnar. Sigurjón var lunkinn
spilamaður en gerði stundum
sprenghlægilegar skyssur og
skemmti sér þá best sjálfur, og
spilasár var hann ekki. Til orða
hans og spakmæla er oft vitnað
við spilaborðið eins og föður and-
anna.
Klúbburinn fór minnisstæðar
sumarferðir. Hæst ber för okkar
um Vestfirði undir leiðsögn Sig-
urjóns, m.a. um Ketildali í Arn-
arfirði, þar sem hann var alinn
upp. Þar þekkti hann hverja þúfu
og allan sögugróður landsins.
Bók hans um uppvöxt og æskuár
á þessum slóðum, Undir hamras-
táli, er ein hin besta af sínu tagi
sem skrifuð hefur verið á okkar
máli. Þegar við sátum við spila-
borðið undir óborganlegum sög-
um hans um sérkennilega sam-
tíðarmenn á Síðu, í Landbroti,
Meðallandi, Fljótshverfi og þar í
kring, forna siði þeirra og háttu,
óskuðum við þess heitt að einnig
sá partur ævi hans færi á bók.
Svo varð ekki þótt einhver drög
séu til.
Er leið á ævi Sigurjóns biluðu
fætur hans svo að hann varð lítt
ferðafær. En höfuðið var óbilað
og hugurinn skýr. Ef heilsufar
hans bar á góma milli okkar sagði
hann: „Það er skárra að fúna neð-
an frá en ofan frá.“ Alveg fram í
andlátsmánuð sýndi hann, þótt
rúmliggjandi væri, marga gamla
takta. Ég man varla betri
skemmtun en að sitja við beð
hans á Hrafnistu. Undan sæng-
inni talaði hann þá líka með aug-
um og andliti á áhrifaríkan hátt.
Það er gott að eiga þann fjársjóð
nú þegar hin gamla kempa kveð-
ur þetta líf. „Þakka þér fyrir
komuna, og komdu, elskan, fljótt
aftur“ voru síðustu orð sem ég
heyrði af vörum hans.
Helgi Bernódusson.
Sigurjón Einarsson
✝
Guðrún J.
Guðlaugsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 2. október
1940. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold 29.
júlí 2021. For-
eldrar hennar
voru Guðlaugur
Guðjónsson, f. 2.
apríl 1913, d. 17.
janúar 2010, og
Ingigerður Jónsdóttir, f. 6.
febrúar 1917, d. 3. febrúar
2001. Bróðir Guðrúnar er
Gunnar, f. 28. júlí 1946, giftur
Gunnhildi Óskarsdóttur.
Guðrún giftist Jóhanni Guð-
mundssyni 19. desember 1964.
Hann lést 24. júlí 2008. For-
búð með Geir Gunnari Sig-
urðssyni, dóttir þeirra er Sól-
lilja, f. 2020. Jóhann, f. 2000.
3) Guðmundur, f. 18. mars
1970, giftur Guðrúnu Ágústu
Unnsteinsdóttir, f. 1970. Dætur
þeirra eru: Brynja Björk, f.
2002. Rebekka Rún, f. 2003.
Elínbjörg Eir, f. 2005.
Guðrún ólst upp á Háteigs-
vegi í Reykjavík og gekk í
Austurbæjarskóla. Guðrún og
Jóhann byrjuðu búskap sinn í
Reykjavík en fluttust síðan í
Hafnarfjörð þar sem þau
bjuggu alla tíð eftir það. Guð-
rún var lengst af heimavinn-
andi húsmóðir en þegar börnin
voru komin á unglingsaldur
fór hún að vinna á leikskóla
sem varð starfsvettvangur
hennar fram að starfslokum.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 17. ágúst 2021, klukkan
13. Í ljósi aðstæðna verða að-
eins nánustu ættingjar og vinir
viðstaddir útförina.
eldrar hans voru
Guðmundur Jó-
hannsson, f. 16.
maí 1916, d. 9.
nóvember 1947, og
Jónína Guðrún
Jónsdóttir, f. 28.
desember 1914, d.
15. nóvember
1988.
Börn þeirra
hjóna Guðrúnar og
Jóhanns eru þrjú:
1) Inga, f. 15. ágúst 1963, gift
Daða Bragasyni f. 1963. Börn
þeirra eru: Valgeir, f. 1992.
Viktoría, f. 1992. 2) Jóna Guð-
rún, f. 19. september 1967, gift
Þorgils Einari Ámundasyni, f.
1965. Börn þeirra eru: Davíð,
f. 1990. Dagný, f. 1993, í sam-
Elsku mamma okkar. Nú þeg-
ar komið er að kveðjustund þá
koma upp margar góðar minn-
ingar. Fyrst og fremst minnumst
við þess hversu glaðværan og
ljúfan persónuleika þú hafðir.
Alltaf varstu til staðar fyrir okk-
ur þegar á þurfti að halda og um-
hyggja þín fyrir okkur var óend-
anleg. Ekki er hægt að minnast
þín án þess að hugsa til stund-
anna þinna í margverðlaunuðu
görðunum ykkar pabba. Þar
gastu verið langtímum saman og
voruð þið pabbi samstíga í áhuga
ykkar á garðyrkju sem skilaði sér
síðar til okkar. Eftir að við flutt-
um að heiman var heimili ykkar
alltaf opið fyrir okkur og okkar
fjölskyldum, móttökur hlýjar og
strax byrjað að bera fram veit-
ingar á borð.
Börnunum okkar varstu frá-
bær og skemmtileg amma sem
þau fundu svo sterkt fyrir því
alltaf var séð til þess að nóg væri
haft fyrir stafni í hinum fjöl-
mörgu heimsóknum og nætur-
gistingum hjá ykkur pabba,
hvort sem það var að spila,
föndra, fara í veiðitúr, hugmynd-
irnar voru endalausar. Þið eruð
okkar besta fyrirmynd um hvern-
ig amma og afi við viljum vera.
Eftir langa baráttu við erfiðan
sjúkdóm hefur þú nú fengið verð-
skuldaða hvíld. Efst í huga okkar
á þessari stundu er minningin um
hversu yndisleg mamma þú varst
sem hjálpar okkur við að takast á
við þennan mikla missi okkar.
Þú munt ávallt lifa í hjörtum
okkar, takk fyrir allt saman.
Þín börn,
Inga, Jóna og Guðmundur.
Guðrún J.
Guðlaugsdóttir