Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 25

Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 www.rafkaup.is ÚRVAL ÚTILJÓSA og hefur starfað þar mikið und- anfarin ár. „Virkilega skemmtilegur félagsskapur .“ Guðlaugur segir að hann hafi alltaf verið með króníska laxveiðidellu og hafi farið mikið í veiði með Sigríði, konu sinni, og fleirum í gegnum tíðina. „Það er að- eins að minnka enda erum við kom- in á fullt í golfið og svo er maður alltaf að dunda sér í sumarbústaðn- um í Kjósinni.“ Fjölskylda Eiginkona Guðlaugs er Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9.11. 1951. For- eldrar hennar eru hjónin Þorsteinn Björn Jónsson, f. 2.6. 1925, d. 18.7. 1996, og Valdína Kristlaug Stef- ánsdóttir, f. 23.3. 1924, d. 23.1. 1968. Börn Guðlaugs og Sigríðar eru 1) Jenný Bára, f. 4.11. 1973, d. 29.11. 1978; 2) Valdís markaðsfræðingur, f. 24.6. 1976, gift Gunnari Zoëga framkvæmdastjóra, f. 12.2. 1975, og þau eiga börnin Jenný, f. 22.8. 2006, og Svein, f. 2.6. 2012, d. 16.12. 2013; 3) Hildur Guðný innkaupastjóri, f. 8.7. 1980, gift Jóni Arnari Ragn- arssyni viðskiptastjóra, f. 27.1. 1979, og þau eiga börnin Sigurrós Völu, f. 19.5. 2010, og Emilíu Unu, f. 26.4. 2013; 4) Bjarni Már tölvufræðingur, f. 13.3. 1985, kvæntur Sunnu Rún Baldvinsdóttur, nema í grasalækn- ingum, f. 25.9. 1985, og þau eiga börnin Ronju, f. 16.7. 2014, og Lottu, f. 26.7. 2019. Systkini Guð- laugs eru Björn, f. 29.6. 1941; Krist- ín, f. 10.12. 1942, og stúlka, f. 18.7. 1949, d. 18.7. 1949. Foreldrar Guðlaugs eru hjónin Jón Björnsson skipstjóri, f. 28.7. 1910, d. 13.8. 1996, og Jenný Guð- laugsdóttir húsfreyja, f. 10.6. 1912, d. 27.11. 2009. Þau bjuggu í Reykja- vík. Guðlaugur Jónsson Anna Jónsdóttir húsfreyja í Efri-Tungu, Fróðársókn, Snæf. og víðar, ekkja í Eiríksbúð, Hellnasókn, Snæf. Jón Jónsson bóndi í Efri-Tungu, Fróðársókn,Snæf., síðar húsb. í Brekkubæ, Ólafsvíkursókn, Snæf. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Eiríksbúð, Hellnasókn, Snæf. Guðlaugur Halldórsson kaupmaður og bóndi í Eiríksbúð, Hellnasókn, Snæf., drukknaði í Búðaósi Jenný Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík Solveig Þorleifsdóttir húsfreyja á Efri-Brúnavöllum, Ólafsvallasókn, Árn. Halldór Halldórsson húsbóndi á Efri-Brúnavöllum, Ólafsvallasókn, Árn., síðar í Eiríksbúð, Hellnas., Snæf. Auðbjörg Runólfsdóttir húsfreyja í Neðridal, Haukadalssókn, Árn., bústýra í Auðsholti, Skálholtssókn, Árn. Páll Stefánsson bóndi í Neðridal, Haukadalssókn, Árn. Anna Pálsdóttir húsfreyja í Ánanaustum í Reykjavík Björn Jónsson stýrimaður og skipstjóri í Ánanaustum í Reykjavík Hildur Jónsdóttir húsfreyja í Ánanaustum í Reykjavík Jón Björnsson húsbóndi í Ánanaustum í Reykjavík Úr frændgarði Guðlaugs Jónssonar Jón Björnsson skipstjóri í Reykjavík „VONANDI ERTU HRIFINN AF KÖKUM. ÞESSI ER GLÆPSAMLEGA GÓÐ.“ „ÞÚ HRINGIR ÞIG EKKI INN VEIKAN. ÞAÐ ER ÚTBORGUNARDAGUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna enn neistann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA ÞESSAR KÍNVERSKU SPÁDÓMSKÖKUR KJAMS KJAMS ÞÚMUNT BORÐASPÁDÓMSKÖKU. MUNDIRÐU EFTIR MJÓLKINNI? JÁ!HELGA, ÉG ER KOMINN HEIM! Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði og kallar „Vorblíðu“: Fögur ljóma loftin blá, laus úr dróma niðar á, lifna blóm í brekku smá, berast ómar ströndu frá. Vorið glæðir von og þrá, vængi kvæðin líka fá. Lífsins gæði meta má, meðan æðar finn ég slá. „Logn eftir storminn,“ skrifar Guð- mundur. „Legsteinahús Páls á Húsa- felli fær að standa“: Hjá bænum þeir biðu á velli og bjuggust við Miklahvelli, fyrir eyrun héldu, nú allt er með felldu eftir uppþot á Húsafelli. Gunnar J. Straumland yrkir: Það lærir sá er vonarleið um veröldina fer, þá viskuslóð um heimsins láð er örkuð, að munurinn á heimskunni og hugans snilli er að heimskan virðist gjarnan ótakmörkuð. Þá er limra eftir Helga Ingólfsson: Þeir endalaust gerðu glettur Gunnari – svartur er blettur; í einelti lagður enda var sagður írskur prins, jaðarsettur. Og önnur eftir Helga: Ein ungfrú frá Eystri-Giljá er ættuð og og heitir Diljá. Hún nældi í Nóa, þau níu’ áttu króa. Svo skildu þau – það ég skil, já. Dagbjartur Dagbjartsson setti ljósmynd á vefinn með þessari skýringu: „Karl faðir minn á Goggi. Myndin er tekin 1956. Um þennan hest orti Valdimar Benónýsson“: Bjartur þjóninn bestan á blakkinn Skjóna kostaríka. Vart á Fróni finna má fegri sjón en gripi slíka: Minnisstæður marinn er mjúkra kvæða taktinn stígur. Litinn æðarblikans ber, best á gæðingskostum flýgur. Hjálmar Jónsson vakti athygli á, að Valdi Kam gerði ekki ódýrari vísur en hringhendur. Hallmundur Kristinsson kveður: Íslensk þjóð er alveg bit. Ekki er henni rótt því ef í hópnum eru smit allir þurfa í sóttkví. Káinn orti: Stundum gaman hef ég haft heimsku minni að flíka, þegar allir þenja kjaft þá vil ég skrafa líka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorblíða og legsteinahús Páls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.