Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 6
Rannsóknir
geta styrkt
kröfur Íslands
ögra fyrri hugmyndum vísindamanna
um stærð hafsbotnsskorpu og megin-
landsskorpu í Norður-Atlantshafi
sem og hugmyndum um hvernig eld-
fjallaeyjar eins og Ísland myndist.
Gæti það bent til þess að þar væri að
finna nýjar auðlindir jarðefna og kol-
vetna, ef satt reynist.
ÍSOR gegnir mikilvægu hlutverki
við rannsóknir á hafsbotninum við Ís-
land, jafnt vegna hafréttar- og auð-
lindamála, samkvæmt þjónustusamn-
ingi við ríkið. Hjá ÍSOR hefur byggst
upp mikil þekking á þessum málum.
Bútur gæti náð undir Ísland
„Landgrunnið sjálft er ekki stærra
en áður hefur verið talið. Það er skil-
greint út frá landslagi hafsbotnsins,“
segir Bjarni Richter. Steinunn og
hann segja hins vegar að nýjar kenn-
ingar geti hugsanlega styrkt stöðu Ís-
lands í hafréttarmálum, það er að
segja kröfugerð til réttinda á hafs-
botni, út fyrir efnahagslögsöguna,
sérstaklega hvernig náttúrulegt
framhald landgrunnsins er túlkað.
Útmörkin séu ekki einföld lína heldur
geti tekið mið af fleiru en landslagi
hafsbotnsins.
Bjarni segir að gagnlegt sé að vita
hvernig skorpan er uppbyggð. Slíkar
upplýsingar muni örugglega styðja
við vinnu við kröfugerð Íslands. Hins
vegar segist hann ekki viss um að það
myndi endilega styrkja kröfurnar
þótt í ljós kæmi að meginlandsskorpa
væri undir hafsbotninum. Ný þekk-
ing myndi þó hugsanlega breyta og
skerpa á rökstuðningi ríkisins.
Tekur Bjarni fram að vitað sé að
undir hafsbotni fyrir norðan land
leynist meginlandsskorpa, Jan May-
en-skorpan, sem teygi sig inn í ís-
lenska efnahagslögsögu. Slíkir bútar
gætu leynst víðar og hugsanlegt að
þeir teygi sig undir Ísland. Það gæti
haft þýðingu, til dæmis varðandi nýt-
ingu auðlinda. Steinunn nefnir í því
sambandi að málmar sem finnast á
Grænlandi gætu verið í slíkum bút-
um. Ekki sé þar með sagt að hag-
kvæmt sé að vinna þá eða hugsan-
legar gas- og olíulindir.
Þekking er forsenda ákvarðana
Steinunn segir að ráðgjöf ÍSOR við
stjórnvöld felist meðal annars í því að
túlka jarðfræðilega gerð hafsbotns-
ins. Í samvinnu við innlendar stofn-
anir, Háskóla Íslands og erlendar
rannsóknarstofnanir, hafi byggst upp
mikil þekking á þessum málum.
Þjónustusamningur ÍSOR er við
umhverfis- og auðlindaráðuneytið
sem jafnframt fer með kortlagningu
auðlinda á hafsbotni. Leggja þau
áherslu á mikilvægi þess að auka
grunnrannsóknir til þess að kort-
leggja betur hafsbotninn og fagna því
að fá aukna faglega umræðu um það.
Hagnýtar rannsóknir grundvallist á
grunnrannsóknum.
Steinunn bendir á að afkoma lands-
manna byggist mikið á auðlindum
hafsins og þörf sé á því að sinna vel
rannsóknum á hafsbotninum. Nefnir
hún að þekkingin geti til dæmis nýst
sjávarútvegsfyrirtækjum. Með þekk-
ingu á botngerð og samspili hennar
við lífríki sjávar gætu fiskiskip sótt
með markvissari hætti í fiskinn og
dregið úr olíunotkun. Bjarni segir að
þessi þekking geti einnig komið að
góðum notum við verndun fiskistofna.
Þekking sé forsenda ákvarðana um
hvort nýta eigi auðlindir á sjálfbæran
hátt eða vernda.
Fá milljarða virði í gögnum
Íslendingar eru fámenn þjóð með
stórt hafsvæði í kringum landið. Ekki
eru sömu fjármunir fáanlegir til
rannsókna hér eins og hjá stór-
þjóðum sem kannski hafa mun minna
hafsvæði innan sinna vébanda. Stein-
unn segir að þess vegna sé mikilvægt
að skýr stefna og markmið séu við
skipulagningu rannsókna á hafsbotni
og að leitað sé allra leiða til að afla
þekkingar. Að því er nú unnið.
ÍSOR tekur þátt í nokkrum rann-
sóknarverkefnum og í undirbúningi
er stórt alþjóðlegt rannsóknarverk-
efni á vegum IODP sem unnið er í
samvinnu við Jarðvísindastofnun Há-
skóla Íslands. Mikil samkeppni er á
milli verkefna en vonast er til að
verkefnið fái náð fyrir augum verk-
efnisstjórnar og borað verði hér við
land á árinu 2024. Með því fást bor-
kjarnar, raunverulegt hráefni til
rannsókna á hafsbotninum, sem við-
bót við aðrar gerðir rannsókna.
ÍSOR var jarðvísindalegur ráðgjafi
Orkustofnunar við olíuleit sem boðin
var út á Drekasvæðinu á sínum tíma.
Leyfin voru veitt með ýmsum skil-
yrðum, meðal annars um skil á rann-
sóknarniðurstöðum til stjórnvalda.
Steinunn segir að þótt fyrirtækin
þrjú sem fengu rannsóknarleyfi hafi
ekki séð sér hag í að halda olíuleit
áfram skilji þetta verkefni eftir þekk-
ingu og gögn í landinu sem séu millj-
arða virði.
Þar að auki fær fjöldi erlendra
rannsóknarleiðangra, lítilla og stærri,
árlega leyfi til rannsókna á haf-
svæðum við Ísland. Leyfin eru gefin
út með þeim skilyrðum að rannsókn-
argögnum skuli skilað. Misbrestur
hefur þó verið á því, að þeirra sögn.
Það mál sé nú komið í farveg með
samningi ÍSOR við auðlinda- og um-
hverfisráðuneytið. Hlutverk ÍSOR er
að kalla eftir skilum á þessum rann-
sóknum en í þeim eru falin mikil verð-
mæti fyrir þjóðina.
„Við vitum ekki hvað framtíðin ber
í skauti sér. Það að hafa þessi gögn
hjálpar okkur að taka skynsamlegar
ákvarðanir í framtíðinni, hvort heldur
sem er um sjálfbæra nýtingu auð-
linda eða friðun,“ segir Bjarni.
- Mikil þekking á hafsbotninum byggð
upp hjá ÍSOR - Stórverkefni í pípunum
Morgunblaðið/Eggert
ÍSOR Steinunn Hauksdóttir og Bjarni Richter eru yfirverkefnisstjórar.
Kort/ÍSOR
Kort Yfirlitskort af Íslandi og dýpi á hafsbotni N-Atlantshafsins. Rauða línan er 200 mílna efnahagslögsaga Íslands.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nýjar kenningar erlendra vísinda-
manna um stærð meginlandsskorpu í
Norður-Atlantshafi breyta ekki hefð-
bundinni skilgreiningu á landgrunni
Íslands. Þær geta hins vegar, ásamt
öðrum rannsóknarniðurstöðum,
styrkt kröfur um tilkall Íslands til
réttinda yfir hafsbotni út fyrir efna-
hagslögsögu Íslands. Ný þekking
getur orðið til þess að breyta rök-
stuðningi Íslands varðandi ýtrustu
kröfur í hafréttarmálum.
Þetta er álit yfirverkefnastjóra hjá
Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR),
þeirra Steinunnar Hauksdóttur og
Bjarna Richter.
Tilefni samtalsins er að hópur vís-
indamanna undir forystu Gillian
Foulger, prófessors við háskólann í
Durham á Englandi, telur sig hafa
uppgötvað nýja sokkna heimsálfu
sem liggi undir Íslandi og hafsbotn-
inum í kring, allt frá Grænlandi til
meginlands Evrópu. Þeir gáfu henni
heitið „Íslandía“. Kenningin er sögð
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Heilbrigðisþing
um framtíðarsýn um
heilbrigðisþjónustu
við aldraða
20. ágúst kl. 9.00 – 16.00
Beint streymi á
heilbrigdisthing.is