Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Glæsileg ferð eldri borgara til Færeyja og hringferð um Ísland dagana 29.9.-5.10. Íslensk fararstjórn. Siglt er með nýuppgerðri Norrænu og gist á Hótel Brandan 4* í Þórshöfn sem opnaði nýlega. Mjög vönduð dagskrá sem hægt er að kynna sér nánar á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Innifalið í verði ferðarinnar er morgunverður alla daga, kvöldverður á leið til Færeyja og á Hotel Brandan og veitingar á leið til Seyðisfjarðar. Íslensk fararstjórn og allur rútuakstur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 FÆREYJAR Sérferð fyrir eldri borgara með nýrri Norrænu 29. september – 5. október 2021 Verð: 194.500 kr. á mann (m.v. einbýli eða tvíbýli) Foreldrar barna í leikskólum borgarinnar eru almennt ánægðir með leikskóla barna sinna eða 94% samkvæmt nýjum nið- urstöðum viðhorfskönnunar og er það sama niðurstaða og úr sam- bærilegri könnun sem gerð var á árinu 2019. Þá eru 92% foreldra almennt ánægð með þjónustu frí- stundaheimila barna sinna og telja að börnunum þeirra líði vel og þau séu örugg. Hefur það hlutfall hækkað frá sambærilegum niður- stöðum kannana 2019 og 2017. Þetta kemur fram í umfjöllun borgarinnar á vefsíðu hennar um viðhorfskannanirnar sem gerðar voru í febrúar og mars sl. meðal foreldra barna í leikskólum, frí- stundaheimilum og sértækum fé- lagsmiðstöðvum borgarinnar. Fleiri telja nú að barni þeirra líði vel en í könnun árið 2019 Almennt virðast foreldrar ánægðir með bæði leikskóla og frí- stundaheimili borgarinnar en tæp 97% foreldra leikskólabarna eru mjög eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að barninu þeirra líði vel í leikskólanum, sem er hækkun um eitt prósentustig frá síðustu könnun sem gerð var þar á undan 2019 og ríflega 94% foreldra barna í frístundaheimilum eru mjög eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að barninu þeirra líði vel í frí- stundaheimilinu. Í könnuninni á viðhorfum for- eldra barna á frístundaheimilum kemur aftur á móti fram að hlut- fall foreldra sem telja að barnið þeirra hafi orðið fyrir einelti hefur hækkað úr 8,4% á árinu 2019 í 9,3% í könnuninni sem gerð var á þessu ári. „Flestum börnum sem foreldrar segja að hafi orðið fyrir einelti virðist þó líða vel í frí- stundaheimilinu (80% sammála, 11% hvorki né og 8% ósammála),“ segir á minnisblaði skóla- og frí- stundasviðs. Í könnuninni um frístundaheim- ilin kemur einnig fram að mikill meirihluti foreldra telja miklu máli skipta að heimilin séu opið á foreldra- og starfsdögum í grunn- skólum. Nokkru færri eða um 45% eru þeirrar skoðunar að miklu máli skipti að frístundaheimili séu opin í jóla- og páskafríum. Bent er á á minnisblaði skóla- og frístundasviðs, að þeir þættir sem foreldrar voru síst sammála tengist óhjákvæmilega þeim sótt- varnaaðgerðum sem leikskólarnir urðu að viðhafa vegna faraldursins og óvenjulegum og á stundum færri foreldrafundum. „Mesta breytingin var í fullyrð- ingunni Leikskólinn hvetur for- eldra til þátttöku í leikskólastarf- inu en aðeins tæp 60% voru sammála þeirri fullyrðingu miðað við 78% árið 2019. Þá voru færri sammála því að þeir hefðu tekið þátt í að meta framfarir barnsins (60%) og að leikskólinn haldi þeim upplýstum um framfarir barnsins (rúm 68%) frá því í fyrri könnun, en hlutfall þessara þátta lækkaði um u.þ.b. 7 prósentustig á milli kannana,“ segir þar. omfr@mbl.is Ánægð með leikskóla og frístundaheimili - Yfirgnæfandi meirihluti foreldra segir að börnunum líði vel - 9,3% telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti Morgunblaðið/Eggert Á leikskóla 95,5% foreldra segja að þar ríki notalegt andrúmsloft. Kappaksturs- og hönnunarlið Há- skóla Íslands, er nefnist Team Spark, afhjúpaði fyrr í vikunni rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveiru- faraldursins. Bíllinn ber heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári, segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Bíllinn var afhjúpaður á Há- skólatorgi sl. mánudag að við- stöddum liðsmönnum, bakhjörlum og ýmsum fulltrúum Háskólans. Um 60 nemendur unnu að bílnum en liðs- menn komu flestir úr verkfræði- greinum skólans en einnig úr raun- vísindum og viðskiptafræði. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Há- skóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kapp- akstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evr- ópu, m.a. á keppnisbrautum í Form- úlu 1, og m.a. vakið athygli fyrir framúrskarandi hönnun á vængjum. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nán- ast legið niðri vegna kórónuveiru- faraldursins. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til raf- magnsbíla en bensínbíla í Formula Student-keppnum. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Hátækni Team Spark-bíllinn hjá nemendum Háskóla Íslands. Afhjúpuðu rafknú- inn kappakstursbíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.