Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 VIÐTAL Hólmfríður María Ragnhildard. hmr@mbl.is „Ég er alveg sest hérna að og mér líður vel, bý á ofboðslega fallegum stað. Það eru liðin 20 ár og maður er alveg hættur að vera í einhverju basli. Það gengur rosalega vel og hefur gert í nokkur ár,“ segir Selma Bjarnadóttir, jógúrtfram- leiðandi og kotbóndi í Washington í Bandaríkjunum. Ólíkt mörgum öðrum Íslend- ingum sem dreymdi um líf í sveit sem barn fór Selma ekki þá leið að stunda nám við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri eða fjárfesta í afskekktri jörð norður á landi. Þess í stað leitaði hún út fyrir landstein- ana og lagði stund á háskólanám í landslagsarkitektúr í Oregon. Starfaði hún lengi sem landslags- arkitekt, bæði hérlendis og erlend- is, áður en hún festi kaup á jörð í Washington á vesturströnd Banda- ríkjanna. Rekur hún ásamt núverandi eig- inmanni sínum tvo sveitabæi og selja þau svínakjöt, lambakjöt og nautakjöt beint frá býli, auk þess að framleiða jógúrt sem er selt í yf- ir 50 verslunum í Bandaríkjunum. Langaði alltaf að verða bóndi Selma ólst upp í Breiðholtinu en frá unga aldri hafði hana dreymt um líf í sveitinni. Foreldrar hennar voru báðir utan af landi en að sögn Selmu voru þau hvorugt það sem mætti kalla sveitafólk. Það var ekki fyrr en faðir hennar fór að vinna á Grundartanga, með bónda sem var að leita að barnapíu, sem Selmu bauðst loks tækifæri til að láta langþráðan draum rætast. Fékk hún þá vinnu á Stóra-Lambhaga og vann þar hvert sumar sem barn og unglingur frá 12 ára aldri. „Ég var alltaf að hugsa að ég ætti eiginlega að vera bóndi en ég gat bara ekki hugsað hvernig ég ætti að gera það. Ég gat ekki séð fyrir mér að vera á Íslandi. Mér fannst allir bændur rétt ná endum saman og þeir unnu flestir aðra vinnu í viðbót. Ég hef oft hugsað samt að ef ég hefði verið send í sveit á Borgarfirði eystra, þaðan sem pabbi var ættaður, þá hefði ég örugglega aldrei farið frá landinu.“ Selma varð þó aldrei eftir á Borgarfirði eystra en árið 1987 lagði hún land undir fót og ferðað- ist alla leið til Oregon í háskólanám í landslagsarkitektúr. Vestanhafs kynntist hún fyrri eiginmanni sín- um, Markthor MacFarlane, og sett- ist hún þar að. Störfuðu þau bæði sem arkitektar hjá ríkinu í mörg ár. Hugur Selmu leitaði þó alltaf til sveitalífsins og sá hún aldrei fyrir sér að búa í borg til framtíðar. Það var síðan einn sumardaginn sem Selma var með eiginmanni sínum að tína jarðarber í sveitum Wash- ington þegar hugmyndinni um sveitalífið skaut aftur upp kollinum. „Ég sagði við manninn minn að við ættum að leita að sveitabæ hér, hann horfði bara á mig eins og ég væri rugluð,“ segir Selma. Þessi hugmynd reyndist þó ekki svo galin en í kjölfarið fóru þau hjón að leita að landi í nágrenninu. Árið 2000 festu þau á endanum kaup á jörð sem var 40 ekrur, eða um 16 hekt- arar, fyrir utan Rochester í vest- urhluta Washingtonríkis. Hefur Selma nú átt heima þar í rúma tvo áratugi. Arkitekt verður jógúrtsali Eftir kaupin á jörðinni vann Selma hjá ríkinu samhliða því sem hún reyndi fyrir sér í búskap. Til að láta þetta ganga upp vaknaði hún snemma á morgnana og vann langt fram á kvöldin. Til lengri tíma fór álagið þó að segja til sín og leið ekki á löngu þar til hún tók ákvörðun um að hætta sem arki- tekt og láta reyna á búskapinn af fullum krafti. Tók hún snemma eftir því að hana skorti land til þess að dýrin gætu séð fyrir þeim hjónum. Fór þá sú hugmynd að kitla að stofna mjólkurvinnslu og búa til jógúrt. Selma og Mark voru þó ekki sjálf með beljur og þurftu því að leita til verðlaunamjólkurbóndans Keith Fagernes sem bjó í nágrenninu. „Keith er alveg eins og íslenskur bóndi, hann er alveg eins og einn af þeim í minni ætt,“ segir hún og hlær við. Tók Selma ákvörðun um að jóg- úrtframleiðslan yrði ekki rekin með hálfkæringi og sótti hún því nám- skeið í viðskiptafræði. „Ég sagði bara ókei, ef við ætlum að gera þetta þá verður þetta að vera alvörufyrirtæki. Þegar ég byrjaði á sveitabænum þá vissi ég ekkert og það tók mig alveg nokkur ár að vita hvað ég var að gera og láta vörurnar kosta. Þetta átti að vera alvöru fyrirtæki með fólk í vinnu og átti að verða hinn helm- ingurinn af tekjunum mínum svo ég gæti búið hérna í sveitinni. Ég er svo rosalega þrjósk. Ég hugsaði með mér að ég yrði að gera þetta.“ Þegar jógúrtframleiðslan var við það að taka af stað greindist Mark með illkynja krabbamein. Féll hann frá eftir að hafa barist við sjúkdóm- inn í eitt og hálft ár, þá 62 ára að aldri. „Hann var bara 61 árs þegar hann greindist. Við vorum í áfalli. Ég var að reyna að koma þessu rjómaríi í gang og var í fullri vinnu heima. Við hugsuðum bara, hvernig eigum við að „meika“ þetta?“ Að sögn Selmu er sveitabærinn hennar í litlu samfélagi, ekki ósvip- uðu því sem finnst á Íslandi, og í kjölfar fréttanna um krabbameinið komu allir til hjálpar. „Vinkona mín bauðst til að vera minn persónulegi aðstoðarmaður, hún sá um rjómaríið og ég sá um Mark. Svo var fólk sem hjálpaði mér að fara með hann í geisla- meðferð á spítalann, fram og til Íslenskur kotbóndi í Washingtonríki - Selma Bjarnadóttir fór vestur um haf og hóf búskap með eiginmanni sínum - Sagði upp störfum sem landslagsarkitekt og byrjaði að framleiða jógúrt - Segist ekki passa inn í íslenskt samfélag Ljósmyndir/Úr einkasafni Jógúrt Til að ná endum saman ákvað Selma að hefja jógúrtframleiðslu. Fékk hún verðlaunamjólkurbóndann og nú- verandi eiginmann sinn, Keith Fagernes, í lið með sér og selur nú jógúrt í 50 verslunum í Seattle og nágrenni. KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS SVEPPUR (bleikur, blár) - Verð 9.900,- SVEPPUR (silfur, gull, kopar) - Verð 10.900,- KANÍNA - Verð 11.900,- HEICO lampar í barnaherbergið Kynningafundur Kynningafundur vegna eftirtalinna skipulagsverkefna verður haldinn sem netfundur í gegnum teams, fimmtudaginn 19. ágúst 2020 kl. 12:00 Vinnslutillaga: Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna stækkunar á íbúðasvæði Jörundarholts. Bæjarstjórn Akraness áformar breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 þannig að íbúðasvæði ÍB10 verði stækkað vegna áforma um byggingu íbúðarkjarna. Í fyrirhugaðri breytingu felst að íbúðasvæði ÍB10 verður stækkað um 2000m². Gert er ráð fyrir að afmörkuð verður lóð fyrir einnar hæðar íbúðarkjarna innan svæðisins. Óbyggt svæði (ómerkt) er minnkað að sama skapi. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.