Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 ÞÆGINDI OG STUÐNINGUR Í HVERJU SKREFI KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is Vefverslun selena.is Ný sending baka. Það varð alltaf einhver að vera hjá honum því hann var svo verkjastilltur. Þetta reddaðist allt og ég gat haldið áfram að vera með næstum öll mín dýr, fyrir utan nautin. Ég varð að losa mig við eitthvað. Þegar maður byrjar með nýtt fyrirtæki tekur mjög á að koma því í gang. Það var bara frá- bært að upplifa að allir komu manni til hjálpar.“ Búa hvort á sínum bænum Eftir að Mark féll frá stóð Selma ein uppi með búskapinn og jógúrt- framleiðsluna. Nokkru síðar fann hún þó fyrir áhuga úr óvæntri átt. Hafði mjólkurbóndinn í nágrenn- inu, Keith, samband við hana og lagði upp með að þau myndu taka saman. Að sögn Selmu kom þessi uppástunga henni nokkuð á óvart og í fyrstu tók hún það ekki í mál að þau skyldu byrja saman, enda leit hún á þau sem góða vini. Bauðst hún meira að segja til að finna handa honum aðra konu enda þótti henni mikið til hans koma. Í því ferli fór þó að koma sífellt bet- ur í ljós hvað þau áttu í raun mikið sameiginlegt. „Þegar ég var að búin að gera lista yfir hvaða eiginleika konan hans þyrfti að vera með, og var komin með 14 mismunandi þætti, þá fór ég að fatta að ég var í raun bara að skrifa um sjálfa mig. Ég passaði eiginlega við hvert einasta atriði, nema kannski eitt eða tvö,“ segir hún hlæjandi. Eftir að hafa íhugað þetta í ein- hvern tíma ákvað Selma að hug- mynd nágrannans væri ekki svo vitlaus. „Ég sagði að lokum við Keith að við yrðum bara að prófa þetta. Ef við ætluðum að gera þetta þá yrð- um við virkilega að prófa, bara þar til dauðinn myndi aðskilja okkur.“ Hafa Keith og Selma nú verið gift í fimm ár en þau gengu í það heilaga árið 2016. Tæpir fimm kíló- metrar aðskilja sveitabæi þeirra og því ekki hlaupið að því að sam- eina býlin og búslóðirnar. Eftir miklar vangaveltur tóku hjónin ákvörðun um að búa bara hvort á sínu býlinu til að einfalda hlutina. Skipti álit annarra á því fyr- irkomulagi engu máli. „Ég er viss um að ef fólk vissi hvað þetta virkaði vel þá myndu miklu fleiri gera þetta. Ég sé um mitt hús og hann sitt.“ Rekstur gekk betur í kófinu Að sögn Selmu leggja hjónin mikið upp úr því að koma vel fram við dýrin sín. Var það eitt af því sem heillaði hana í fari Keith. Halda þau núna samanlagt uppi jógúrtframleiðslu og rekstri tveggja sveitabæja, Keith með mjólkurbúið og Selma með sinn bú- skap. Selja þau jógúrtina í yfir 50 verslunum víðs vegar um Wash- ingtonríki en kjötið selja þau beint frá býli. „Okkar tekjur koma frá svína- kjöti, lambakjöti, nautakjöti og jóg- úrt. Við erum í raun kotbændur í öllu. Við erum með svo mikið af alls konar.“ Er Selma nú með 600 fasta við- skiptavini á lista hjá sér sem kaupa reglulega af henni kjöt. Hefur hún nú orðið vör við að kynslóðaskipti þar sem börn eldri viðskiptavina eru einnig farin að versla af henni. „Í Ameríku veistu oft ekkert hvaðan kjötið kemur og þetta getur verið af einhverjum ömurlegum stöðum. Viðskiptavinirnir sem versla hjá mér vilja vita að það er búið að koma vel fram við dýrin og að þau hafi fengið gott líf.“ Aðspurð segist Selma ekki hafa fundið fyrir samdrætti í viðskiptum vegna yfirstandandi heimsfarald- urs. Ef eitthvað er hafði hann já- kvæð áhrif á reksturinn. Fann hún fyrir aukinni spurn eftir kjöti beint frá býli samhliða því sem áhyggjur Bandaríkjamanna af mögulegri smithættu í kjötvinnslustöðvum urðu meiri. „Sveiflur í efnahagslífinu snerta ekki litla bændur eins og okkur. Við erum með öðruvísi kerfi sem hreyfist lítið þar sem við seljum mikið beint til fólks og allir þurfa nú að borða. Það eina sem kór- ónuveiran gerði var að allir fóru að hugsa í meira mæli um hvaðan maturinn þeirra kemur. Svo fór líka að spyrjast út í Bandaríkjunum að mögulega yrði matarskortur. Þá skapaðist óvissa og ótti og margir reyndu að kaupa af bændum í ná- grenninu. Eftirspurnin er samt að jafnast út núna.“ Passar ekki í íslenskt samfélag Á bænum hennar Selmu heldur hún íslenskt sauðfé og til að minn- ast frændfólks síns hér heima þá nefnir hún kindurnar í höfuðið á frænkum sínum. Í seinni tíð hefur Selma lagt mikið upp úr því að heimsækja fjölskyldu sína á Íslandi að minnsta kosti einu sinni á ári, þótt slík ferðalög hafi verið erfið í kóf- inu. Segist hún finna fyrir því að hún passi ekki lengur inn í íslenskt samfélag þar sem neysluhyggjan er farin að segja verulega til sín. Að sögn Selmu líður henni vel á vesturströndinni og sér ekki fyrir sér að flytja aftur til Íslands. „Það er engin tíska hjá okkur, tískan á Íslandi ræður öllu. Ekki bara í fötum heldur í bílum og öllu. Það tók allt of mikla orku að passa inn í samfélagið. Það er það sem mér finnst erfitt við Ísland. Það getur verið erfitt að sjá fólk festast í þessu, þetta er geðveiki í raun- inni. Fólkið hérna í kringum mig pælir ekkert í þessu. Við hér í sveitinni erum í rifnum buxum og bolum. Við eigum trukk sem er ár- gerð 1957 og við notum hann enn þá.“ Hún viðurkennir þó að þessi til- hneiging virðist ríkari á höf- uðborgarsvæðinu en á landsbyggð- inni, þar sem fólk sé ekki jafn heltekið af nýjustu stefnum og straumum í tísku- og fataheim- inum. Ef hún myndi flytja aftur segir hún Borgarfjörð eystra koma einna helst til greina. „Eins langt frá Reykjavík og hægt er! Þar myndi ég loksins geta verið frjáls til að vera eins og ég er. Ég held ég eigi þó heima á vestur- ströndinni. Mér líður vel hérna. Mikið af trjám, fjöllum og vötnum, og svo er Kyrrahafið hinum megin við fjöllin. Þetta er náttúra sem mér líkar vel við,“ segir hún að lokum. Kindur Selma heldur íslenskt sauðfé í Washington og nefnir hún kindurnar iðulega í höfuðið á frænkum sínum. Hér fá þær góðgæti, þ.e. kindurnar. Hjón Selma og maðurinn hennar Keith Fagernes giftu sig árið 2016 og búa þau nú hvort á sínum sveitabænum. Mjólkurbú Keith Fagernes er kúabóndi og sér hann um mjólk- urframleiðsluna fyrir jógúrtina sem Selma býr til. Bóndi Selmu hafði dreymt um að verða bóndi frá því að hún var lítil stelpa. Sá draumur rættist fyrir um 20 árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.