Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Kristjana S. Williams Sýning í Gallerí Fold 14.-28. ágúst „It lies in the eyes upstairs“ listamannaspjall laugardaginn 21. ágúst kl. 14. Leigufélag aldraðra hses. Félagið byggir leiguíbúðir, ætlaðar 60 ára og eldri, í Reykjavík og á Akranesi. Gert er ráð fyrir að útleiga hefjist á 3. ársfjórðungi 2022 Til þess að geta sótt um íbúð hjá Leigufélaginu verður viðkomandi að vera skráður aðili að því. Athygli er vakin á að nú hefur heimasíðan www.leigald.is verið opnuð. Hafir þú áhuga að verða meðal umsækjenda um íbúð í eigu félagsins, þegar þar að kemur, vinsamlega skráðu aðild að félaginu á heimasíðunni. Nú þegar er hægt að skoða væntanlegt útlit húsa og skipulag hverrar íbúðar á heimasíðunni. Ennþá er ekki hægt að setja fram ákveðið leiguverð fyrir einstakar íbúðir, en það verður gert eins fljótt og allar nauðsynlegar upplýsingar í því sambandi liggja fyrir. Nú er heimasíðan www.leigald.is opin Kær kveðja, Fh. Leigufélags aldraðra vildarhus@vildarhus.is tímabundnum erfiðleikum innan- lands. Það væri eftir sem áður ekkert mál að greiða reikninga og millifæra fjármuni í heimabönkum, svo dæmi sé tekið, en fólk gæti þurft að leggja inn á bankareikninga þeirra verslana sem það ætti í viðskiptum við í þessu ástandi eða nota seðla,“ segir Gunn- ar. Gunnar ítrekar að ekki sé komin upp nein krísa vegna þessarar þróun- ar en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu voru innviðir debet- korta-kerfisins í innlendri eigu árið 2008 þegar til ágreinings kom milli Seðlabankans og erlendu kortaris- anna. Samningsstaða Íslendinga í þeim hildarleik hefði verið allt önnur og lakari hefðu debetkortainnviðirnir ekki verið undir innlendu forræði. Gunnar segir að Seðlabankinn vinni nú að uppbyggingu innlendrar og óháðrar smágreiðslulausnar sem hægt verði að tengja við millibanka- kerfin eða halda úti til hliðar við þau kerfi sem greiðslumiðlun innanlands byggir á í dag. Kerfislega mikilvægir með „Þetta er verkefni sem við höfum unnið í samstarfi við Reiknistofu bankanna og þegar verkefnið verður komið lengra munum við einnig vinna þetta með kerfislega mikilvægum bönkum hér innanlands.“ Aðspurður segir Gunnar að nokk- uð sé í að lausnin verði tilbúin. Nú sé verið að greina hvaða leið sé hent- ugast að fara. „Þetta hefur tafist nokkuð vegna kórónuveirufaraldursins en við ger- um ráð fyrir að ákvörðun um hvaða leið verður farin liggi fyrir í kringum áramótin. Þá verða næstu skref stig- in,“ segir Gunnar. Spurður út í hvort finna þurfi upp hjólið í þessum efnum bendir Gunnar á að ýmislegt í núverandi kerfum gangi nærri því að geta uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til kerfis af þessu tagi. Millibankakerfið og heimabankarnir séu þar lykilatriði en vandinn sé að tengja „síðasta metr- ann“ inn til söluaðilanna. Núverandi posakerfi bjóði ekki upp á slíka teng- ingu. Svipaðar lausnir séu til staðar af enhverju tagi eða í þróun á öðrum Norðurlöndum en áskoranirnar séu svipaðar á flestum mörkuðum. Kostnaðurinn dreifist á marga Aðspurður segir Gunnar að Seðla- bankinn hafi borið kostnaðinn af vinnunni við uppbyggingu nýs óháðs kerfis og að það sé eðlilegt þar sem málið sé tengt þjóðaröryggi. Kostn- aðurinn sé hins vegar óverulegur í samhengi hlutanna. „Þegar innleiðingin hefst má hins vegar gera ráð fyrir mun meiri kostn- aði og hann mun þá falla eftir atvik- um á Reiknistofu bankanna og bank- ana sjálfa og á endanum viðskiptavini þeirra“. Það er hins vegar ekki nei- kvætt í sjálfu sér enda munu almenn- ingur og fyrirtæki, notendur kerfis- ins, njóta góðs af því í framhaldinu af lægri kostnaði og auknu öryggi og hagræði í greiðslumiðlun.“ Innlend sjálfstæð lausn í smíðum Morgunblaðið/Hari Vandasamt Smágreiðslukerfin bjóða í dag ekki upp á að tengja beint við heimabanka einstaklinga og fyrirtækja. Hræringar » Borgun var seld til brasilíska fyrirtækisins Salt Pay í fyrra. » Borgun var áður í meiri- hlutaeigu Íslandsbanka. » Valitor hefur nú verið selt til Rapyd sem er ísraelskt fjár- tæknifyrirtæki. » Valitor var áður í eigu Arion banka. » Rapyd keypti einnig greiðslukortafyrirtækið Korta í fyrra. - Seðlabanki Íslands viðraði áhyggjur af smágreiðslukerfi í bréfi til þjóðaröryggisráðs haustið 2019 - Ráðið hefur fundað um málið fjórum sinnum - Bankinn og Reiknistofa bankanna vinna að lausn Katrín Jakobsdóttir Gunnar Jakobsson BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Ég get staðfest að þjóðaröryggis- ráði barst bréf frá Seðlabanka Ís- lands haustið 2019 þar sem viðraðar voru áhyggjur af eignarhaldi og yf- irráðum á þeim greiðslumiðlunar- kerfum sem notast er við hér á landi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, sem situr í forsæti þjóðaröryggisráðs. Hún segir að ráðið hafi tekið ábendinguna al- varlega og upplýst fjármála- og efna- hagsráðuneytið í kjölfarið og haldið samtali við Seðlabankann áfram. Þannig hafi þjóðaröryggisráð fundað fjórum sinnum um stöðuna og til hvaða aðgerða sé rétt að grípa til þess að stemma stigu við þeirri ógn sem þessi staða geti leitt af sér. Verkefnið hjá Seðlabankanum „Verkefnið er hjá Seðlabankanum og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef miðar vel áfram,“ segir Katrín. Gunnar Jakobsson er varaseðla- bankastjóri fjármálastöðugleika og hefur haft málefni greiðslumiðlunar- kerfa fjármálakerfisins á sinni könnu frá því hann tók við embætti í byrjun árs 2020. „Það er mjög mikilvægt að gera greinarmun á grunninnviðum milli- bankakerfisins sem tryggir allar millifærslur af innlánsreikningum milli lánastofnana og svo greiðslu- kortakerfanna sem miðla fjármagni frá kaupendum til seljenda að vöru og þjónustu, hvort tveggja er grunnur að greiðslumiðlun á Íslandi,“ segir Gunnar til útskýringar á þeim áhyggjum sem bankinn hefur og lúta að síðarnefndu kerfunum. Á sjálfur millibankakerfin Millibankakerfin í eigu Seðlabanka Íslands hafa nýlega verið uppfærð og er rekstur og uppgjör þeirra í hönd- um bankans. „Uppgjör á greiðslukortaviðskipt- unum fer fram í gegnum Visa og Mastercard sem eru alfarið í erlendri eigu. Ef þessi fyrirtæki gætu ekki eða tækju ákvörðun um að eiga ekki viðskipti við Ísland myndi það valda 19. ágúst 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.13 Sterlingspund 173.94 Kanadadalur 100.01 Dönsk króna 19.956 Norsk króna 14.272 Sænsk króna 14.559 Svissn. franki 138.54 Japanskt jen 1.1544 SDR 179.35 Evra 148.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.2113

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.