Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Andrés Magnússon andres@mbl.is Talíbanarnir, sem þrömmuðu á dög- unum mótspyrnulaust inn í forseta- höllina í Afganistan, eru ekki sömu talíbanarnir og menn áttu í höggi við fyrir aldamót. Jú, sum sömu andlitin má þar enn finna, en aðallega er það yfirbragðið sem hefur breyst. Það má sjá á klæðaburði þeirra og fasi, tækjum og tólum. Áður fyrr voru þeir sumir nánast í tötrum og vopnabúnaðurinn stundum eins og af Þjóðminjasafninu. Það á ekki við lengur. Fötin eru ný og vönduð, þeir eru vel haldnir, og bera margir með sér að vera vel efnum búnir. Vopnin eru ný og fægð, bílarnir nýlegir og vel við haldið. Og eins og til þess að undirstrika að þeir séu ekki fastir á 14. öld eru talíbanarnir með nýjustu snjallsímana og telja ekki eftir sér að deila lífsviðhorfi sínu og sjálfum á félagsmiðlum. Ýmsir fjölmiðlar á borð við Fin- ancial Times og India Today hafa veitt þessu eftirtekt og reynt að slá máli á þessa efnalegu velgengni ta- líbana. Árið 2016 tók tímaritið For- bes saman einn af sínum víðkunnu listum, að þessu sinni yfir tíu auð- ugustu hryðjuverkasamtökin. Þá voru talíbanar í 5. sæti með áætlaða 400 milljóna dala veltu, en Ríki ísl- ams var efst með 2 milljarða dala veltu áætlaða. Margt hefur breyst síðan og talíbanar eru án vafa komn- ir á toppinn eða mjög nálægt honum. Samkvæmt áætlun sérfræðinga Atl- antshafsbandalagsins (NATO), sem Radio Free Europe/Radio Liberty sagði frá, námu árlegar tekjur talíb- ana á fjárhagsárinu 2019/20 1,6 milljarði Bandaríkjadala, sem er jafnvirði liðlega 200 milljarða ís- lenskra króna. Þetta er ekkert klink og einnig at- hyglisvert að það er fjórföldun á áætlun Forbes aðeins fjórum áður árum. Tekjurnar hafa örugglega ekki dregist saman síðan. Í fyrrnefndri skýrslu sérfræðinga Atlantshafsbandalagsins var sér- staklega dregið fram að talíbanar væru skipulega að koma undir sig efnahagslegum fótum, svo þeir væru síður háðir gjafafé frá fjáðum vel- unnurum, einkum í Arabíu, við Persaflóa og í Pakistan. Árið 2017 var það um helmingur tekna talíb- ana, en í fyrra er talið að það hafi að- eins numið um 15% þeirra. Til samanburðar voru fjárlög afg- anska ríkisins á þessu sama ári alls um 5,5 milljarðar dala, en þar af var aðeins 2% veitt til varnarmála, þar sem Bandaríkin kostuðu uppbygg- ingu stjórnarhersins að miklu leyti og bandaríski flugherinn veitti hon- um lífsnauðsynlegan stuðning til að- gerða. Þegar Joe Biden Bandaríkja- forseti dró þá aðstoð til baka má segja að úti hafi verið um varnir gegn talíbönum; má raunar segja að rauðum dregli hafi verið rúllað út fyrir þá. Svo það er kannski ekki nema von að talíbanar og fjárfestar þeirra séu ánægðir með sig. Bandaríkin hafa eytt um þúsund milljörðum dala í að byggja upp lýðræðislegt ríki og öfl- ugan her í landinu undanfarin 19 ár. Sú fjárfesting virðist nú til einskis, hvað sem síðar verður. Fjárfesting talíbana er nú hins vegar að skila sér margfalt. Hvað sem síðar verður, því þeir settu efnahag Afganistans í rúst á aðeins sex árum síðast. Talíbanar með trygga fjármögnun - Talíbanar vel fjáðir og betur búnir en áður - Tekjurnar taldar um 40% af fjárlögum Afganistans - Mikið er illa fengið fé af eiturlyfjasölu og fjárkúgun - Ekki jafnháðir erlendu gjafafé og fyrr Norski eftirlaunasjóðurinn, sá stærsti í heimi, óx um 990 milljarða norskra króna, jafnvirði un 14 þús- und milljarða eða 14 billjóna ís- lenskra króna, á fyrri hluta ársins. Eftirlaunasjóðurinn var stofnaður á ofanverðri síðustu öld en í hann rennur stærsti hlutinn af olíutekjum norska ríkisins. Sjóðurinn fjárfestir einkum í hlutabréfum á alþjóðlegum markaði og hafa þær fjárfestingar gefið vel í aðra hönd að undanförnu, einkum á sviðum orku og fjármála. Í tilkynningu frá sjóðnum í gær kom fram, að eignir sjóðsins námu 11,7 billjónum norskra króna, jafn- virði 184 billjóna íslenskra króna, í lok júní. Ein billjón samsvarar millj- ón milljónum. Til samanburðar er hrein eign íslenskra lífeyrissjóða tæpum 6,2 billjónum króna í lok júní. Ávöxtun norska sjóðsins á fyrri hluta ársins var 9,4%. Í viðtali við NTB-fréttastofuna segir Trond Grande aðstoðarforstjóri að sjóður- inn hafi m.a. hagnast á mannlegum mistökum sem ollu því að keypt voru mun fleiri hlutabréf í fyrirtæki en áformað var. Gengi bréfanna hækk- aði hins vegar mikið og hagnaður sjóðsins nam 582 milljónum norskra króna. AFP Borpallar Norskir olíuborpallar á Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. Norski eftirlauna- sjóðurinn stækkar - Hlutabréfamarkaðir gáfu vel af sér Afganistan er landlukt og fjall- lent ríki á mörkum Mið- og Austur-Asíu. Þar býr liðlega 31 milljón manna. Það varð konungsríki 1919, en kommúnistar rændu völdum 1978 og árið 1979 komu Sov- étríkin valdhöfum til „aðstoðar“ með miklu herliði. Þeir voru hraktir á brott 1989 og talíb- anar náðu völdum 1996. Þeir veittu Al-Kaída hæli eftir hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin 2001 og voru upprættir með innrás NATO skömmu síð- ar. Talíbanar létu þó ekki deigan síga og hafa nú komist til valda á ný eftir að Biden Bandaríkja- forseti ákvað að draga 3.000 manna herlið úr landinu. Átakasaga í Mið-Asíu AFGANISTAN AFP Kabúl Talíbani með sprengjuvörpu reidda um öxl stendur vörð við hlið innanríkisráðuneytisins í höfuðborginni. AFP Spunalæknir Zabihullah Mujahid, talsmaður talíbana, heitir friði og spekt. Áætlaðar tekjur Talíbana » Námuvinnsla: $464 milljónir » Eiturlyf: $416 milljónir » Erlent gjafafé: $240 milljónir » Útflutningur: $240 milljónir » „Skattar“: $160 milljónir » Fasteignir: $80 milljónir arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.