Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vinsældir
rafbíla
fara vax-
andi hér á landi.
Þar kemur
margt til, ekki síst að
stjórnvöld hafa ýtt undir
kaup á slíkum bílum með
því að slá af gjöldum og
álögum. Hreinir rafmagns-
bílar voru fjórðungur af öll-
um nýskráðum bílum í fyrra
og 57,9% allra nýskráðra
bíla gengu fyrir rafmagni
ýmist alfarið eða að hluta.
Árið á undan var það hlut-
fall 27,9%. Salan tvöfald-
aðist því milli ára. Á þessu
ári hafa síðan selst um 1.900
nýir rafbílar. Ekki verður
hins vegar sagt að uppbygg-
ing á aðstöðu til að hlaða
rafbíla hafi haldist í hendur
við þessa þróun til að
tryggja að eigendur þeirra
lendi ekki í vandræðum.
Rafbílar skipta orðið þús-
undum og oft er ekki hlaup-
ið að því að hlaða bílinn.
Víða má sjá á gangstéttum
staura, sem eigendur raf-
bíla hafa einfaldlega komið
fyrir sjálfir til að hlaða bíl-
ana sína. Iðulega liggja
snúrur út um kjallara-
glugga út í bíl við gangstétt-
arkant.
Eftir því sem rafbílunum
fjölgar heyrast oftar frá-
sagnir af því að um miklar
ferðahelgar geti verið löng
biðröð eftir að koma bíl í
hleðslu á áningarstöðum við
þjóðveginn. Þá er drægnin
misjöfn og ýmislegt getur
haft áhrif á hana, til dæmis
kyndingarþörf eða bara
mótvindur. Er nú farið að
tala um hleðslukvíða og er
þar átt við óttann við að ná
ekki á milli hleðslustöðva
áður en bíllinn verður raf-
magnslaus.
Í bílablaði Morgunblaðs-
ins í gær er talað við Tómas
Kristjánsson, formann Raf-
bílasambandsins, sem er
áhugamannafélag. Hann
kveðst ekki hafa áhyggjur
af því að skortur á hleðslu-
stöðvum á þjóðvegum verði
vandamál til lengri tíma.
Hann hefur meiri áhyggjur
af því að ekki sé nóg fram-
boð af rafmagni í ýmsum
landshlutum og nefnir Ak-
ureyri sem dæmi um þétt-
býliskjarna, sem lent gæti í
hleðsluvanda. Erfitt sé „að
sjá hvernig rafmagns-
innviðir bæjarins munu
geta annað eft-
irspurn ef þar
verða 10.000 raf-
bílar í hleðslu á
kvöldin að tíu ár-
um liðnum. Má ætla að
ástandið sé svipað í mörg-
um stærri þéttbýlis-
kjörnum.“
Eigendur rafbíla fá einnig
misvísandi skilaboð frá hinu
opinbera. Fyrir nokkrum
misserum gátu eigendur
rafbíla lagt bílum sínum
endurgjaldslaust í eina og
hálfa klukkustund í Reykja-
vík óháð því hvort þeir
gengu fyrir rafmagni að
fullu eða að hluta. Nú hefur
þessu verið breytt og eig-
endur bíla, sem ganga fyrir
rafmagni og jarðefna-
eldsneyti, þurfa nú að borga
fullt gjald í bílastæði.
Neytendur kaupa slíka
bíla meðal annars vegna
þess að þeir telja öryggi í að
geta skipt yfir í bensín í
löngum ferðum. Hins vegar
má ætla að innanbæjar
gangi bílar þeirra að mestu
fyrir rafmagni. Með gjald-
tökunni er í raun verið að
slá á puttana hjá eigendum
slíkra bíla.
Hugur borgarinnar til
þeirra, sem vilja frekar aka
á rafmagni en bensíni, kem-
ur líka fram í hækkun
gjaldsins fyrir bílastæði við
heimili. Almenna gjaldið
hefur nú verið nær fjórfald-
að og er komið í 30 þúsund
krónur. Það gjald nær líka
til bifreiða, sem að hluta
ganga fyrir rafmagni.
Gjaldið á bíla, sem ganga
einvörðungu fyrir rafmagni,
hækkaði líka og er nú 15
þúsund krónur. Þetta sýnir
að hjá borginni beinist and-
úðin að bílnum, hvernig sem
hann er knúinn.
Ríkisstjórnin hefur sett
það markmið að eftir 2030
verði ekki heimilt að nýskrá
bensín- og dísilbíla og telur
raunhæft að miða við að um
miðja öldina verði notkun
jarðefnaeldsneytis úr sög-
unni á Íslandi.
Rafbílavæðing hefur
gengið hratt fyrir sig hér á
landi og sennilega standa
aðeins Norðmenn Íslend-
ingum á sporði í þeim efn-
um. Þessi þróun er ef til vill
hraðari en menn áttu von á,
en til þess að dæmið gangi
upp þurfa innviðirnir að
fylgja með.
Innviðirnir þurfa að
haldast í hendur við
þróunina}
Hröð rafbílavæðing
S
íðustu tvö ár hafa verið í meira lagi
sérstök. Kórónuveirufaraldurinn
hefur sent okkur inn í daglegt líf
sem okkur óraði ekki fyrir. Fjar-
vinna og fjarnám, grímuskylda og
sótthreinsun. En líka daglegt líf án félagslífs og
skólahalds fyrir börn og ungt fólk.
„Við þurfum bara að læra að lifa með veir-
unni“. Við hér á Íslandi erum heppin með það að
staða bólusetninga er mjög góð, almenningur
svaraði kalli um að mæta í bólusetningar á
heilsugæslustöðvar um allt land og í Laug-
ardalshöll og aðrar stórar byggingar, bretti upp
ermi og lét sprauta. Þannig erum við nálægt
heimsmeti í bólusetningu almennings yfir 15
ára og getum hrósað okkur fyrir það þó að bólu-
setningin dugi ekki sem fullkomin vörn gegn
smiti.
En við þurfum, þrátt fyrir hættu á smiti, að nálgast hið
daglega líf eins og frekast er unnt, því hættan af því að fara
inn í þriðja vetur skerts skóla- og frístundastarfs fyrir ungt
fólk getur haft mun langvinnari afleiðingar en faraldurinn
sjálfur. Við þurfum þess vegna að leita allra mögulegra
leiða til að skólastarf á öllum skólastigum geti verið með
sem eðlilegustum hætti. Við þurfum líka að gera allt sem
við getum til að menningar- og íþróttastarf geti verið með
sem eðlilegustum hætti. Allt í þágu geðheilsu þjóðar og
þroska barna og ungmenna. Það er ekki léttvægt verkefni
og lífsnauðsynlegt.
Víðs vegar um heim, meðal annars í nágrannaríkjum
okkar, er verið að nota svokölluð hraðpróf sem
nokkurs konar aðgöngumiða inn í skóla, vinnu-
staði og á viðburði. Hraðprófin eru þó helst not-
uð fyrir þau sem eru óbólusett en einnig hin
bólusettu þar sem reynslan sýnir að bólusettir
geta smitast og smitað þrátt fyrir að veikjast
síður alvarlega. Víða í Evrópu þarf að framvísa
niðurstöðu hraðprófs vikulega, jafnvel nokkr-
um sinnum í viku til að mæta til vinnu á heil-
brigðisstofnunum, skólum, menningarstofn-
unum og framhalds- og háskólanemar framvísa
hraðprófi til að fá að sækja tíma í skólastofu en
ekki bara á netinu. Það að fá að hitta samnem-
endur er ekki síður hluti af náminu og í þessum
ríkjum virðist ríkja mikill skilningur á því.
Við þurfum að stíga næsta skref til að lifa
með veirunni. Hraðprófin eru ýmist afhent án
endurgjalds á ýmsum stöðum, send heim til al-
mennings eða seld á lágmarksverði þannig að enginn þarf
að neita sér um slíka notkun.
Sóttvarnarlæknir lýsti því yfir á dögunum að hraðpróf
kæmi ekki í staðinn fyrir sóttkví, enda gerir enginn ráð fyr-
ir því, en gæti komið í veg fyrir hópsmit ef einhver greinist
í hraðprófi sem ella mætti til skóla eða vinnu. Hraðprófin
geta hjálpað okkur að ná því sem næst eðlilegu lífi til að
koma í veg fyrir langvarandi afleiðingar þeirra takmark-
ana sem við höfum búið við frá því í mars 2020.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Í átt að daglegu lífi án takmarkana
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þ
að fór sjálfsagt ánægju-
tilfinning um marga um
síðustu helgi þegar enski
boltinn fór af stað að nýju.
Áhorfendastúkurnar voru fullar, nóg
var af mörkum og þetta var bara
fyrsta umferð af 38. Enn bíða bik-
arkeppnir og Evrópukeppnir.
Veruleikinn sem blasir við hin-
um hefðbundna fótboltaáhugamanni,
meðal-Birni sem vill fylgjast með sem
flestum leikjum hjá sínu liði, er hins
vegar öllu flóknari nú en verið hefur.
Ekki er hægt að ganga að leikjum
helstu liða á einni sjónvarpsstöð eins
og var áður fyrr. Nú þarf að kaupa
áskriftir á nokkrum stöðum og sjón-
varpsbúnaður þarf að vera nýlegur
ætli fólk að njóta upplifunarinnar al-
mennilega.
„Nýja landslagið sem blasir við
neytendum er að ef þeir ætla að horfa
á alla leikina hjá sínu liði, segjum
Manchester United eða Liverpool, þá
þarf að sækja þá til þriggja aðila,“
segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, for-
stöðumaður íþróttadeildar hjá Stöð 2
og tengdum miðlum.
Þessir þrír aðilar eru Stöð 2
Sport, Síminn og Viaplay. Enska úr-
valsdeildin er hjá Símanum en Stöð 2
Sport býður upp á Meistaradeildina,
Evrópudeildina, Sambandsdeildina,
enska deildabikarinn og FA-
bikarinn, Championship-deildina, ís-
lenska boltann og landsleiki annarra
þjóða en Íslands. Leikir Íslands eru á
RÚV í vetur. Á Viaplay getur fólk svo
horft á Meistaradeildina, Evr-
ópudeildina, Sambandsdeildina,
dönsku Superliguna og þýsku Bun-
desliguna.
Það er því óhætt að segja að ís-
lenskum neytendum standi til boða
ágætt framboð af fótbolta næsta vet-
ur. Hins vegar vekur athygli að engin
stöð hyggst sýna leiki úr spænska
eða ítalska boltanum. Þriggja ára
samningar Stöðvar 2 Sport um sýn-
ingar úr báðum þessum deildum
runnu út að loknu síðasta tímabili og
voru ekki endurnýjaðir.
Réttinum skipt í fyrsta sinn
Í vetur verður í fyrsta sinn sýn-
ingarrétti Evrópukeppnanna skipt
milli tveggja stöðva. Eiríkur segir að
þetta sé þróunin í fjölmiðlum á
heimsvísu. Fleiri afhendingarmögu-
leikar séu í boði nú en áður og þeir
skili aukinni samkeppni. Gott dæmi
um það sé Viaplay, aðili sem ekki
starfi á Íslandi en dreifi þrátt fyrir
það efni til Íslendinga í gegnum net-
ið. „Þetta er þekkt stærð með Netflix
og öllum þessum veitum. Íþróttir eru
ekki undanskildar.“
Samkeppnin lækkar verð
Skipting sýningarréttar að leikj-
um í Evrópukeppnunum virkar þann-
ig að fyrirtækin hafa fyrirframá-
kveðna valrétti þegar kemur að
leikjum. Þannig eiga stóru og vinsælu
leikirnar að dreifast nokkuð jafnt.
„Við höfum rétt á helmingi leikjanna.
Í hverri viku eru alltaf tveir leikdagar
og það er passað upp á við eigum allt-
af fyrsta val til skiptis. Ef við segjum
til dæmis að Liverpool og Napólí
dragist saman ættum við að fá annan
leikja þessara liða en Viaplay hinn.“
Eiríkur segir að vitaskuld
myndi hann vilja geta boðið upp
á alla leikina á kerfum Stöðvar
2 Sport en samkeppnin knýi
fram breytt landslag. „Sam-
keppnin breytir því líka hvernig
varan er verðlögð. Verð til
neytenda hefur farið
lækkandi. Nú er lægsti
verðpunkturinn á
áskrift hjá okkur 3.990
krónur en hann var
mun hærri fyrir nokkr-
um árum.“
Breytt landslag blas-
ir við boltaunnendum
Stóra spurningin fyrir neyt-
endur er vitaskuld hvað þeir
þurfa að borga fyrir herlegheit-
in. Í stuttu máli má segja að
þeir borgi nú talsvert minna fyr-
ir áskriftir hjá þremur miðlum
sem tryggja þeim allan þann
fótbolta sem býðst heldur en
þeir gerðu þegar allur fótbolt-
inn var sýndur hjá Stöð 2 Sport.
Fyrir nokkrum árum kostaði
Sportpakkinn þar á bæ 14.900
krónur á mánuði. Nú kosta allar
þrjár áskriftirnar 9.089 krónur
á mánuði.
Áskrift að Viaplay kostar
1.599 krónur, enski boltinn hjá
Símanum kostar 3.500 krónur
og Stöð 2 Sport erlent kostar
3.990 krónur. Hjá íslensku
stöðvunum getur bæst
við aukagjald fyrir
myndlykla ef fólk kýs
að nota þá. Viaplay
er hins vegar aðeins
aðgengilegt í gegn-
um app.
Verðið hefur
lækkað mikið
SAMKEPPNIN TIL GÓÐA
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
AFP
Veisla Lið Manchester United valtaði yfir Leeds á heimavelli í fyrstu um-
ferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ekki amaleg byrjun á knattspyrnuvetrinum.