Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 30

Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Ekkert stjórnmálaafl á lengri sögu í náttúruvernd en Sjálf- stæðisflokkurinn. Það er óum- deilt. Rafvæðing þéttbýlis, hita- veita í stað kolakyndingar, uppbygging flutningskerfa raf- orku eru allt verkefni sem lutu stjórn eða voru ákveðin af sjálf- stæðismönnum í ríkisstjórn og sveitarstjórnum. Á þeirri löngu vegferð leit Sjálfstæðisflokk- urinn aldrei til baka og enn má setja stefnuna í eitt orð: ÁFRAM! Ísland til fyrirmyndar Engin verkefni í umhverfismálum hafa sett Ísland framar í loftslagsmálum en sjálf- bær orkunotkun Íslendinga. Frá árinu 1990 hefur hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa verið í kringum 85% en stefna Evrópusam- bandsins er að hlutfall endurnýjanlegrar orku í sambandinu, sem er 30%, hafi aukist um 5% árið 2050. Ísland er í öðru sæti þeg- ar kemur að fjölda rafbíla miðað við höfða- tölu. Þar er keppt við Evrópuþjóðir sem hlaða rafbíla með raforku sem framleidd er úr kolaorku. Fiskiskipafloti Íslendinga hef- ur farið á undan með góðu fordæmi og minnkað jarðefnaeldsneytisnotkun frá árinu 2005 um 40% miðað við útflutt verðmæti. Ef aðrar þjóðir í heiminum væru á sama stað og við Íslendingar í losun kolefnis væri eng- in umræða um loftslagsmál í heiminum. Við erum til fyrirmyndar en ætlum að gera bet- ur. Grænt atvinnulíf fyrir unga fólkið Ábyrgð okkar í loftslagsmálum er að taka þátt með öðrum þjóðum í minni losun kol- efnis. Að sama skapi er það mikilvægt framlag okkar til loftslagsmála í heiminum að nýta endurnýjanlega óbeislaða orku sem við höfum yfir að ráða. Í því felst ekki alhæfing að það eigi að virkja allt sem virkja má. Í þessum atriðum skiptir framlag Íslands miklu máli, þótt árangur þjóða heimsins velti ekki á framlagi Íslands. Atvinnutækifæri fram- tíðarinnar eiga að skapa fjöl- breytt, vel launuð störf við framleiðslu í grænu atvinnulífi, eins og vetnisframleiðslu sem þarf mikla orku og þekkingu. Lífsgæði unga fólksins okkar byggjast á forystu Íslands í umhverf- isvænni atvinnustarfsemi, hreinleika lands- ins, gjöfulum fiskimiðum og heilbrigðum landbúnaði. Sköpum framtíð Allt tal um að eina hlutverk Íslendinga sé að leggja okkar af mörkum til minni los- unar er rangt. Hlutverk okkar er ekki síður mikilvægt í því að nýta endurnýjanlega orkugjafa til að skapa framtíð fyrir unga fólkið í landinu með fjölbreyttri grænni at- vinnustarfsemi og fjölbreyttum störfum. Orkan og tækifæri komandi kynslóða Eftir Ásmund Friðriksson »Engin verkefni í umhverf- ismálum hafa sett Ísland framar í loftslagsmálum en sjálfbær orkunotkun Íslend- inga. Ásmundur Friðriksson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins asmundurf@althingi.is. Alþjóðadagur hjálparstarfs- manna er í dag, en þá minn- umst við þeirra hjálparstarfs- manna sem látið hafa lífið við störf sín. Þessi dagur, 19. ágúst, var valinn því á þessum degi létust 22 hjálparstarfs- menn í sprengingu í höf- uðstöðvum SÞ í Bagdad árið 2003. Þrátt fyrir samdrátt í hjálparstarfi á síðasta ári vegna heimsfaraldurs létust 108 hjálparstarfsmenn við störf sín, 242 slösuðust alvarlega og 125 var rænt. Áætlað er að yfir hálf milljón manna starfi við þróunar- og mannúðarstörf í heiminum. Þá eru ekki taldar þær milljónir sjálfboðaliða sem verja tíma sínum í að hjálpa náunganum. Það sem knýr flest fólk áfram í hjálp- arstarfi er hversu gefandi það er að hjálpa öðrum. Gamla máltækið „það er sælla að gefa en þiggja“ lýsir því hugarástandi sem við hjálparstarfsfólk upplifum og er sú víta- mínsprauta sem heldur okkur gangandi í gegnum erfiðleikana. Mín hjálparstarfssaga hófst árið 1990 þegar ég skráði mig sem sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum. Þar tók ég þátt í að styðja ungmenni sem voru gestir Rauða- kross-hússins við Tjarnargötu fyrir krakka sem ekki gátu búið heima hjá sér vegna ýmissa ástæðna. Þaðan lá leið í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og í svæðisstjórn björg- unarsveita á höfuðborgarsvæðinu. Reynsla mín í aðgerðastjórnun innan björgunarsveitanna varð til þess að ég varð hluti af sérstöku viðbragðsteymi Sameinuðu þjóðanna árið 2005 og einn af stjórnendum íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Tveimur árum síðar bauðst mér starf tengt alþjóðlegu hjálparstarfi og tók ég þátt í að- gerðum víða um heim; t.a.m. eftir jarð- skjálfta á Haítí og Nepal, felli- bylji á Púertó Ríkó og Mósambík auk þess að taka þátt í baráttunni gegn ebólu í Vestur-Afríku. Á þeim tveim- ur áratugum sem ég hef tekið þátt í hjálparstarfi hef ég séð með eigin augum hversu mik- ilvæg þessi starfsemi er og hvað við Íslendingar, þessi litla þjóð, getum lagt mikið af mörkum. Þörfin fyrir hjálparstarfs- fólk hefur sjaldan verið eins mikil og nú. Hamfarahlýnun orsakar sterkari storma, lengri þurrka, stærri skógarelda og meiri flóð. Aukin þéttbýlismyndun gerir jarðskjálfta ban- vænni. Flóknari og lengri stríð, eins og í Afganistan, Jemen og Sýrlandi, orsaka fólksflótta og erfiðara aðgengi að fólki í neyð. Á sama tíma eru mörg ríkari ríki heims að skera niður fjármagn til þróunar- og neyðaraðstoðar til þess að nýta fjármagnið frekar í að takast á við krísur heima fyrir. Það er þó skammgóður vermir. Minni stuðningur eykur neyð fólks sem leiðir svo til meiri óstöðugleika, átaka og fólksflótta síðar meir. Íslendingar eiga ekki að láta sitt eftir liggja heldur gefa af sér, hvort sem það er í formi peninga, mannauðs eða hinnar gríðarlegu þekkingar okkar á þessu sviði. Eftir Gísla Rafn Ólafsson Gísli Rafn Ólafsson » Á þeim tveimur áratugum sem ég hef tekið þátt í hjálparstarfi hef ég séð með eigin augum hversu mikilvæg þessi starfsemi er Höfundur er frambjóðandi Pírata. gisli.rafn@piratar.is Svo aðrir megi lifa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.