Morgunblaðið - 19.08.2021, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Borgarlandið, söfn,
leikvellir og önnur úti-
vistarsvæði bjóða upp á
fjölmörg tækifæri fyrir
fjölskyldur og vini til að
njóta skapandi og upp-
byggjandi samveru. Ég
hvet borgarbúa til að
líta sér nær og nýta þá
innviði sem borgin hef-
ur upp á að bjóða og þá
sérstaklega barna-
fjölskyldur.
Stærstu minningar barnæskunnar
og uppbyggilegustu stundirnar eru
oftar en ekki gæðasamvera með okk-
ar nánustu. Þær þurfa ekki að kosta
mikla fyrirhöfn eða fjármuni.
Reykjavíkurborg er borg barna-
menningar og hefur skartað Barna-
menningarhátíð um nokkur misseri.
Hátíðin var haldin í ár með óvenju-
legum hætti en tókst frábærlega.
Boðið var upp á fjölmarga viðburði í
mörgum hverfum borgarinnar. Iðkun
barnamenningar þarf ekki að ein-
skorðast við hátíð, held-
ur er hægt að hvetja
börn til þátttöku í
menningu og listum,
bæði til sköpunar og að
njóta allt árið um hring.
Jöfn tækifæri og að-
gengi að menningu
og listum
Þátttaka í hvers kyns
menningarstarfi er mik-
ilvægur grunnur í
menntun og þroska
barna okkar. Þess
vegna er það sérstök áhersla Sam-
fylkingarinnar að öll börn og ung-
menni hafi jöfn tækifæri og aðgengi
að menningu og listum.
Söfn borgarinnar bjóða reglulega
upp á tækifæri til skapandi samveru,
má þar til dæmis nefna sýningu sem
nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum til
19. september og nefnist „Eilíf end-
urkoma – Kjarval og samtíminn“.
Reglulega hefur verið boðið upp á
leiðsögn fyrir börn og fjölskyldur og
er næsta leiðsögn á dagskrá laugar-
daginn 11. september kl. 11. Alla
daga er hægt að fá lánaðan bakpoka í
móttökunni á Kjarvalsstöðum sem
inniheldur ýmis spennandi verkefni
sem leiðir fjölskylduna í skemmtilegt
ferðalag í gegnum sýninguna.
Mig langar einnig til að nefna sýn-
ingaröðina „Hjólið“ sem Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík hefur sett upp
í opinberu rými og stendur yfir til 5.
september. Þar gefst borgarbúum
tækifæri á að skoða fjölmörg og ólík
listaverk með því að þræða sig eftir
hjóla- og göngustígum borgarinnar
sem er tilvalin samverustund fyrir
fjölskylduna. Þannig er hægt að sam-
tvinna útivist, hreyfingu, menningu
og listir. Hægt er að sjá staðsetningu
listaverkanna á göngu- og hjólakort-
um á hjolid.is.
Nýtum alla borgina
til samveru og valdeflingar
Samvera er besta forvarnarráðið
og styrkir tengsl, traust og vináttu
fjölskyldna – barna og fullorðinna.
Þar eru unglingarnir okkar ekki und-
anskildir. Við, fullorðna fólkið, höld-
um stundum að þau hafi mögulega
ekki áhuga á slíkum samveru-
stundum, sem er alls ekki alltaf rétt
ályktað hjá okkur og því sérstaklega
mikilvægt að við hvetjum þau og
virkjum til þátttöku. Alltaf er hægt að
finna eitthvað áhugavert við að vera
fyrir fólk á öllum aldri í borginni.
Þá getur verið mjög valdeflandi
fyrir börn og lærdómsríkt að fela
þeim það verkefni að skipuleggja
óvissuferð fjölskyldunnar í borginni.
Hægt væri að heimsækja annað
borgarhverfi og finna alla afþreyingu
þar til að njóta; svo sem leikvelli, söfn,
útilistaverk, sundlaug, bókasafn eða
annað sem hverfið býður upp á. Leyf-
um börnunum að ráða för, hvetjum
þau til að vera frjó og skapandi,
treystum þeim, tökum þeim áskor-
unum sem þau koma fram með og
leyfum okkur svo að fylgja þeim.
Setjum nesti í bakpoka, tökum með
okkur aukaföt, lítið teppi, hoppum í
Strætó, hjólum, leikum okkur á öðr-
um skóla- eða leikskólalóðum. Verum
ófeimin við að taka okkur pláss og
setjast niður með föggur okkar, teppi
og kaffibrúsann. Ákveðum að eiga
útidag fjölskyldunnar, í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum, Árbæjarsafni,
Elliðaárdalnum, á Klambratúni, við
tjörnina í Hólmaseli eða við Korpúlfs-
staði svo eitthvað sé nefnt. Þá má
einnig hjóla í miðborginni, heimsækja
listasöfn, keppa í parís á Laugaveg-
inum og enda svo í sundi í Vesturbæj-
arlauginni.
Munið að borgarlandið, söfnin og
menningarstofnanirnar eru okkar
allra. Kennum börnunum á borgina.
Kennum þeim að meta ólíka menn-
ingu og listir. Hvetjum þau til að vera
skapandi og hugsa út fyrir rammann.
Öðruvísi verður ekkert nýtt til.
Eftir Ellen
Calmon » Þátttaka í hvers
kyns menningar-
starfi er mikilvægur
grunnur í menntun og
þroska barna okkar.
Ellen Calmon
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar og fulltrúi í menningar-,
íþrótta- og tómstundaráði.
ellen.calmon@reykjavik.is
Skapandi samvera, jöfn tækifæri
í barnamenningarborginni Reykjavík
Mig langar að
þakka þingframbjóð-
anda í Norðaust-
urkjördæmi, Berg-
lindi Ósk
Guðmundsdóttur,
fyrir athyglisverða
grein sem birtist í
Morgunblaðinu 12.
ágúst síðastliðinn.
Þar greinir hún
landslag stjórnmál-
anna á Íslandi fyrir komandi
kosningar og veitir stjórn-
málaflokknum Viðreisn sérstaka
athygli, sem vill svo til að sá sem
þetta skrifar er í framboði fyrir.
Í Morgunblaðsgreininni er reynt
að skilgreina Viðreisn út frá því
sjónarhorni sem viðkomandi
hentar en lítið fer fyrir raunveru-
legum staðreyndum. Þar segir
höfundur meðal annars: „flokks-
fólki líður best í umræðum um
aðild að Evrópusambandinu og
álíka dægurmál, en fátt er um
svör þegar kemur að raunveru-
legum stefnumálum“.
Mér þykir sorglegt að heyra að
frambjóðanda til Alþingis þyki
vaxtakostnaður heimilanna,
rekstrarumhverfi nýsköpunarfyr-
irtækja, réttindi og val neytenda
og auknir útflutningsmöguleikar í
sjávarútvegi, svo fátt eitt sé
nefnt, einungis dægurmál en ekki
raunveruleg stefnumál, en látum
það liggja á milli hluta.
Fyrst Berglind hefur svona
áhuga á Viðreisn og telur að
flokkurinn hafi fá svör þegar
kemur að raunverulegum stefnu-
málum er mér það ljúft og skylt
að segja frá því af hverju ég
ákvað að ganga til liðs við Við-
reisn og býð mig stoltur fram til
Alþingis fyrir flokkinn.
Viðreisn
- beitir sér fyrir kerfisbreyt-
ingum í sjávarútvegi til að skapa
raunverulegan stöðugleika og
sátt um kvótakerfið sem tryggir
sanngjarna hlutdeild þjóðarinnar
og sjómanna af verðmætunum
sem verða til í greininni. Rík-
isstjórnarflokkarnir hafa ekki
boðað neitt annað en að standa
vörð um óbreytt fyrirkomulag.
- mun beita sér fyrir því að ís-
lenska krónan verði bundin við
evru að danskri fyrirmynd með
tvíhliða samningi við Seðlabanka
Evrópu. Slíkt fyrirkomulag mun
gjörbylta lánaumhverfi og verð-
lagi á Íslandi með
sambærilegum vöxt-
um og fást í ná-
grannalöndum okk-
ar. Það minnkar
greiðslubyrði ís-
lenskra heimila til
muna.
- boðar raunveru-
legar aðgerðir í
loftslagsmálum þar
sem kerfið sem
skapaði vandann
verður nýtt til að
bregðast við honum.
Hlutverk stjórnvalda á að vera
að leiðrétta fyrir markaðsbresti
og skal meginreglan því vera sú
að sá sem mengar borgi fyrir þá
mengun og þær tekjur á móti
notaðar til að binda kolefni og
greiða fyrir umhverfisvænni
framleiðsluháttum.
- setur sálfræðiþjónustu í sama
flokk og aðra heilbrigðisþjónustu
og vill að hún verði niðurgreidd
af Sjúkratryggingum Íslands.
- talar fyrir því að Ísland axli
sína ábyrgð sem rík þjóð og taki
vel á móti fólki á flótta. Telur
flokkurinn það til að mynda
ótækt að hælisleitendur séu
sendir til baka í ómannúðlegar
aðstæður í Grikklandi og lögðu
þingmenn Viðreisnar fram til-
lögu á Alþingi til að stöðva þær
brottvísanir. Það studdi rík-
isstjórnin ekki.
- lögfesti jafnlaunavottun og
hefur lagt fram þjóðarsátt um
bætt kjör kvennastétta.
- lagði til við endurskoðun
LÍN að grunnframfærsla náms-
lána yrði bundin við neyslu-
viðmið félagsmálaráðuneytisins
til að tryggja að námsmenn geti
raunverulega lifað af lánunum
sínum. Sú tillaga var felld af rík-
isstjórninni.
- krefst þess að hætt verði að
koma fram við vímuefnaneyt-
endur sem glæpamenn og styður
afglæpavæðingu neysluskammta.
Þrátt fyrir frelsistal Sjálfstæð-
isflokksins þá vildu þau ekki
hleypa því frelsi í gegnum þing-
ið.
- fékk í gegn á Alþingi að
nauðgun yrði skilgreind út frá
skorti á samþykki.
- styður fjölbreytt rekstr-
arform í heilbrigðiskerfinu til að
stytta biðlista og skapa meira
valfrelsi fyrir bæði heilbrigð-
isstarfsfólk og sjúklinga. Sjálf-
stæðisflokkur hins vegar hefur
rekið stefnu Vinstri grænna í
ríkisstjórn gegn sjálfstæðum
rekstri. Ég bið því Berglindi um
að líta í eigin barm næst áður en
hún slengir fram órökstuddum
fullyrðingum um að Viðreisn
muni við fyrsta tækifæri stökkva
í meirihlutasamstarf sem hún
kallar „vinstribræðing“.
Stefna Viðreisnar er alveg skýr
og í raun kemur það mér ekki á
óvart að reynt sé að halda öðru
fram núna þegar stutt er í kosn-
ingar. Getur verið að ákveðnir
aðilar óttist gott gengi flokksins?
Ég leyfi lesendum að gera það
upp við sig.
Við sem erum í framboði fyrir
Viðreisn viljum að íbúar þessa
lands hafi frelsi til athafna og að
almannahagsmunir gangi framar
sérhagsmunum við ákvarð-
anatöku. Við trúum á efnahags-
legt jafnvægi, hófleg ríkisafskipti
og sterkt atvinnulíf. Við viljum
jöfnuð meðal íbúa þannig að allir
fái notið sambærilegrar grunn-
þjónustu hvar á landinu sem þeir
eru búsettir. Við trúum á
alþjóðasamstarf og horfum til
aukinna áhrifa Íslands innan al-
þjóðastofnana og þá helst Evr-
ópusambandsins vegna þeirra
tækifæra sem slíkt samstarf
skapar fyrir heimili og fyrirtæki í
landinu. Viðreisn er frjálslyndur
og framsýnn flokkur sem horfir
til tækifæranna með ábyrgum og
skynsamlegum hætti en lætur
ekki stýrast af ótta eða íhalds-
semi.
Við munum vinna okkar
málefnum brautargengi og gefum
ekki neitt eftir af okkar grunn-
gildum að kosningunum yf-
irstöðnum, sama hvort það kann
að vera í ríkisstjórn eða stjórn-
arandstöðu. Fáránlegt er að gera
til annarra flokka kröfur um sam-
starfsyfirlýsingar sem manns eig-
in flokkur uppfyllir engan veginn.
Viðreisn staðreyndanna
Eftir Ingvar
Þóroddsson » Stefna Viðreisnar er
alveg skýr og í raun
kemur það mér ekki á
óvart að reynt sé að
halda öðru fram núna
þegar stutt er í kosn-
ingar.
Ingvar Þóroddson
Höfundur er háskólanemi og skipar 3.
sæti á lista Viðreisnar í Norðaust-
urkjördæmi.
Halló, þá styttist í al-
þingiskosningar á Ís-
landi. Taugaveiklunar
er vel farið að gæta,
sérstaklega hjá reglu-
legum pennum Morg-
unblaðsins.
Í skrifum þeirra er
það nokkuð áberandi að
nýir flokkar séu algjör
óþarfi, tímaskekkja,
slæmt fólk með sósíal-
íska tilburði sem er þar af leiðandi
slæmt fyrir íslenskt þjóðfélag.
Svona hugsunarháttur og blaðaskrif
eru auðvitað ekkert annað en mjög
taugaveiklaður og andlýðræðislegur
hugsunarháttur, með þó nokkuð rauð-
leitu sósíalísku ívafi. Við skulum auðvit-
að fagna nýjum flokkum með bros á vör
og bjóða þá velkomna. Gamlir aft-
urhaldsflokkar eiga einnig að hlusta á
þá nýkomnu og spyrja sig hvort ekki sé
eitthvað hægt af þeim að læra, um-
gangast þá af virðingu í heiðarlegri
samkeppni stjórnmálanna.
En það gengur ekki; hellisbúi verður
alltaf hellisbúi sem hræðist allt nýtt
sem er af hinu vonda.
Miðaldaflokkarnir tveir, Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsókn, hefðu ekki
getað fengið betri samstarfsflokk við
myndun síðustu ríkisstjórnar en
Vinstri-græna. Leiðitamur og þægileg-
ur smáflokkur að öllu leyti og innilega
sammála hinum tveimur um að besta
og tryggasta stjórnarsamstarfið sé að
gera sem minnst eða ekki neitt. Í síð-
ustu stjórnarmyndunarviðræðum var
skiptimyntin sú að lokum, eftir um-
skipti VG og litlu slöppu rauðsokku, að
Steingrímur J. yrði forseti þingsins ef
VG gengi í samstarf við hina mið-
aldaflokkana tvo. Það varð svo raunin
og hefur síðan verið ákaflega raunalegt
á að horfa fyrir venjulegt fólk.
Framtíðarstefna ríkisstjórnarflokk-
anna er ekki enn komin fram, enda held
ég að hún sé engin. Það er einmitt það
sem fólk vill sjá; breytingar til batnaðar
og þróun samfélagsins, því mikið þarf
að lagfæra í íslensku þjóðfélagi.
Covid-faraldurinn hefur auðvitað
sett strik í reikninginn hjá ríkissjóði og
þær ráðstafanir sem voru og eru
kannski en við lýði voru kannski nauð-
synlegar þótt umdeildar væru og ekki
gallalausar. Það þýðir ekki heldur fyrir
ríkisstjórnina að kenna Covid-19 um og
nota sem einhverja afsökun fyrir mjög
svo döpru og veiklulegu stjórnarfari á
þessu fjögurra ára kjörtímabili þar sem
fram að Covid var mikill uppgangstími
á Íslandi.
„Báknið burt“ var svanasöngur
Sjálfstæðisflokksins hér
á árum áður, en undir
stjórn Sjálfstæðismanna,
sem hafa verið í rík-
isstjórn meira og minna
stanslaust á þessari og
síðustu öld, hefur rík-
isbáknið þanist út jafnt
og þétt. Í pólitísku spjalli
hjá Páli Magnússyni á
Hringbraut fyrir stuttu
kom fram að í forsæt-
isráðuneyti Katrínar
Jakobsdóttur hafði
mannaráðningum fjölg-
að um 100%. Neitaði hún þessu ekki
þegar Páll innti hana eftir því hvort
þetta væri raunverulega satt. Satt er
það víst.
Fjármálaráðherra, Bjarni B., horfir
upp á þessa hörmung og gefur sam-
þykki sitt fyrir þessum mannaráðn-
ingum öllum, enda sjálfur duglegur við
að þenja út ríkisbáknið. Við skulum
ekki nefna varahjólið Framsókn í
þessu sambandi, þar á bæ eru menn á
kafi við búskap og taka svo vel í vörina
á bak við flórvegginn.
Í hruninu 2008 varð ekkert stórslys
á við þetta í mannaráðningum og hefði
kannski þurft einhverja viðbót í þeim
hörmungum sem þá gengu yfir.
Nota tækifærið sem kannski ekki
býðst aftur og hjálpa rauðleitum vin-
um og vandamönnum um starf hjá rík-
inu, totta stóra spenann.
Af því sem er nokkuð greinilegt að
var ekki komið í verk á þessu kjör-
tímabili má helst nefna:
1. Lagfæra tekjuskerðingar og
launalækkun eldri borgara og öryrkja.
2. Ná sátt um veiðigjald fyrir sjáv-
arútveginn.
3. Fjarlægja tvísköttun á eldri borg-
ara vegna erlendra lífeyristekna.
4. Bæta verulega úr húsnæðisvanda
fátæklinga.
5. Hækka fastar greiðslur til heil-
brigðismála um 25%, svo við verðum á
svipuðum stað og þær þjóðir sem við
viljum bera okkur saman við.
6. Fjarlægja verðtrygginguna.
7. Breyta íbúðalánakerfinu til jafns
við það sem það er erlendis.
8. Gefa eldri borgurum kost á að
leigja ódýrt húsnæði á síðustu metr-
unum.
Eftir Jóhann L.
Helgason
Jóhann L Helgason
» Framtíðarstefna rík-
isstjórnarflokkanna
er ekki enn komin fram,
enda held ég að hún sé
engin.
Höfundur er eldri borgari.
Kosningaskjálfti