Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 35

Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Ef þú sinnir ekki ástinni þá týnist hún bara.“ Þetta segir Camilla Rut, áhrifa- valdur og tónlistarkona, sem mætti að vana í spjall í morgunþáttinn Ís- land vaknar í vikunni. Hún hefur sjálf verið í sambandi með eig- inmanni sínum Rafni Hlíðkvist Björgvinssyni í þrettán ár en með honum á hún tvo syni. Hún ræddi um leiðir til að rækta ástina í þætt- inum og fræddi hlustendur um hin svokölluðu fimm tungumál ást- arinnar sem hún segir að hafi hjálpað þeim hjónum mikið við að skilja hvort annað og auðveldað þeim að tjá ást sína. „Það er svo auðvelt að týnast í hversdagsleikunum, sérstaklega þegar maður er með börn og svona,“ sagði Camilla. Hún sagðist fyrst hafa farið að velta fyrir sér þessum tungumálum ást- arinnar eftir að hún heyrði um þau frá vinum sínum í Bandaríkjunum en kenningin um tungumálin er ein- mitt bandarísk að uppruna. Met- sölubók eftir Gary Chapman um tungumálin fimm er vel þekkt þar í landi og víðar en hún hef- ur verið þýdd yfir á 50 tungumál, meðal annars á íslensku. Hvernig tjáir þú ást þína? „Hvaða ást- artungumál talar þú, hvernig tjáir þú ást þína? Hvernig sýnir þú öðr- um að þér þyki vænt um þá og þú elskir þá. Og það er ekki endilega bara í samskiptum við maka eða þannig,“ sagði Camilla sem segir að ástartungumálin eigi einnig við um í samskiptum við vini og ætt- ingja. Ástartungumálin fimm eru eftirfarandi: Líkamleg snerting, uppörvun orða, að gefa og þiggja gjafir, gæðastundir og þjónusta. „Fólk talar svo mismunandi [ást- ar] tungumál. Það er svo gott,“ sagði Camilla. Aðspurð segir hún að auðvit- að þurfi allir á öllum tungu- málunum að halda, en að einhver séu alltaf sterkari hjá ein- staklingum. „Hvað verð- ur til þess að mér líður eins og ég sé elsk- uð? Það er svona grunnpunkturinn í þessu. Fyrir til dæmis mína parta þá er auðvitað allt þetta sem spilar inn í. Auðvitað þarf maður á öllu þessu að halda. En í hvaða röð raða ég þessu?“ útskýrði Camilla og bætti við að eiginmaður hennar væri með ástartungumál í allt annarri röð en hún. „Það getur verið gott en við verðum þá að læra að tala hvort annars tungumál. Ég er rosa mikið í þjónustunni. Þjónusta er númer eitt hjá mér. Þannig sýni ég honum að ég elska hann. Ég elda matinn og ég er að gera hluti sem svona sýna að ég elska hann. Ég er að þjón- usta hann,“ sagði Camilla og bætti við: „Þannig að þegar ég fæ það svo til baka þá líður mér eins og ég sé elskuð.“ „Svo eru það gjafir hjá mér. Ég er rosa mikið að gefa. Ég gef og gef og gef. Svo er ég rosalega pirruð ef ég fæ engar gjafir,“ sagði Camilla kímin. „Þar sem þetta er mitt ást- artungumál þá er á bak við það að gjöfin lætur mér líða eins og: „Hey, þú ert einstök. Ég heyri hvað þú ert að segja. Ég er að hlusta á þig. Ég heyrði um daginn að þig langaði í svona.“ Bara eitt- hvað svona alls konar. Það þarf ekki að vera eitthvað mikið,“ sagði hún. Camilla segir að hennar röðun á mikilvægi ástartungumálanna á eftir þjónustu og gjöfum sé svo gæðastundir og snerting, en upp- örvun orða sé það tungumál sem sé síðast í röðinni hjá henni. „En maðurinn minn er öfugt. Uppörvun orða og snerting er fyrst hjá honum. Þannig að ég þarf að muna eftir því að ég ætla að láta honum líða eins og hann sé elskaður,“ sagði hún. „Við vorum einmitt að tala um þetta við vinafólk okkar um dag- inn. Þá segir einn þarna: „Þetta á ekkert að vera „make it or break it“ í hjónabandi.“ En ég horfi á þetta svolítið eins og leynitrix. Það er rosalega skemmtileg pæl- ing í því þegar maður er í lang- tímasambandi,“ sagði Camilla. Hún sagðist einmitt hafa verið að hlusta á hlaðvarpið Ástríðucast- ið með Rakeli Orradóttur en þær- ræddu um ástartungumálin á dög- unum. „Þá fara þær að tala um að þeg- ar fólk er að byrja saman þá er hugsunarhátturinn: Hvað get ég gert fyrir þig? Svo þegar það er búið að vera saman í einhvern tíma og hversdagsleikinn „kikkar“ inn þá ferðu að hugsa til baka: Hvað ætlar þú að gera fyrir mig? Og þegar ég heyrði þetta þá var ég bara: Vá, hvað ég er komin þangað. Og vá hvað mér þykir það leiðinlegt. Þannig að ég sneri dæminu við. Ég átti ekkert það samtal við manninn minn eða neitt. Ég fór bara að hugsa: Hvað get ég gert fyrir hann. Það varð bara einhver önnur „dýnamík“ hjá okkur sem var svo ofboðslega góð og svo of- boðslega notaleg því að ég fór að gefa meira,“ útskýrði Camilla. „Viðmót speglar viðbót.“ Leynitrix falið í ástartungumálunum Camilla Rut spjallaði um fimm tungumál ást- arinnar og mikilvægi þeirra í langtímasam- böndum í Ísland vaknar. 5 tungumál Camilla Rut pælir mikið í kenningunni um fimm tungumál ástarinnar en hún seg- ist sjálf tjá ást sína mest með þjónustu og gjöfum. Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Verð: 13.995.- Stærðir: 41 - 47,5 Vörunr.: S-232108 Verð: 14.995.- Stærðir: 41 - 47,5 / 2 litir Vnr.: S-65509 Verð: 16.995.- Stærðir: 41 - 47 / 4 litir Vnr.: S-216116 Verð: 14.995.- Stærðir: 41 - 47,5 Vnr.: S-210058 SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS SKECHERS withArchFitwithMemory Foam withMemory Foam withMemory Foam

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.