Morgunblaðið - 19.08.2021, Blaðsíða 44
Börnin Stefana , Ólafur Kristinn, Margrét og Ásmundur Karl á nýlegri mynd.
Á Krossum Stefana, Ragnheiður og Helga Jónsdætur og Kristín Pálsdóttir
uppeldissystur Stefönu og uppáhaldshesturinn Ljóska. Ljósmyndina málaði
María, móðir Stefönu, sem góður ljósmyndari og mjög listræn.
hyggjuvit.“ Hún flutti inn bæði snyrti-
vörur, slæður og skartgripi og fljótlega
var hún komin með viðskiptasambönd
við Singapúr og keypti þaðan skart-
gripi og hárvörur. „Búðin varð þekkt
fyrir þessar vörur í upphafi.“ Stefana
segist strax hafa séð að hún yrði að sjá
um sinn innflutning sjálf, svo samhliða
búðinni var hún einnig með heildsöl-
bara þannig að ég er „top class“ svo þú
getur ekki verið annað en „medium“
eða „low“,“ segir Stefana og hlær að
minningunni.
Fljótt kom í ljós að hún hafði gott
viðskiptavit og kunni vel að fara með
peninga. „Ég hafði verið fátæk svo ég
vissi að ég ætti ekki þessa peninga sem
fóru í kassann og svo hafði ég gott
S
tefana Gunnlaug Karls-
dóttir fæddist 19. ágúst
1931 á Landspítalanum í
Reykjavík. Þegar hún var
tveggja ára fór móðir
hennar með hana á æskuheimilið á
Krossum í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
„Ásmundur afi bjó þar, en hann var
bóndi og sótti sjóinn og var ótrúlega
fróður maður.“ Enginn almennilegur
vegur lá að bænum og varð að fara um
allt á hestum. Stefana gekk í farskóla í
sveitinni frá 10 ára aldri, en þegar hún
var 15 ára fóru mæðgurnar til Reykja-
víkur og hún byrjaði í Verslunarskól-
anum. „Það var mjög erfitt eftir svona
lítið undirbúningsnám en vinkonur
mínar úr skólanum voru alveg dásam-
legar manneskjur. Þær voru svona af
heldra taginu í Reykjavík, eins og
Viktoría Kolbeinsdóttir, dóttir Kol-
beins Sigurðssonar skipstjóra, en hún
var besta vinkona mín og dó langt fyrir
aldur fram.“ En Stefana gekk hnar-
reist um skólann. „Krakkarnir héldu
að ég væri prestsdóttir utan af landi.“
Eftir þrjú ár í skólanum fór Stefana
að vinna í snyrtiversluninni Remedíu
og fór að selja snyrtivörur. Það sést að
Stefana hugsar enn vel um útlitið. „Ég
fór strax að nota snyrtivörur og heill-
aðist af þessum heimi.“ Búðin var í
Austurstræti, í hjarta bæjarins. „Það
var skemmtilegt mannlíf í bænum á
þessum árum og myndaðist góð vin-
átta.“
Eftir þrjú ár fór Stefana að vinna í
Reykjavíkurapóteki en þá var Ás-
mundur, elsti sonur hennar, fæddur og
vinnutíminn var betri. „Ég var þar í
sjö ár og það var alveg geysilega
skemmtilegur vinnustaður og alveg
um 50 manns að vinna þar.“ Eftir
þennan tíma ákvað Stefana að einbeita
sér að barnauppeldi og húsmóð-
urstörfum. Eftir nokkur ár fór hún að
vinna í Borgarapóteki. „Þá vann ég hjá
frænda mínum Ívari Daníelssyni og
var þar í tíu ár. Þá ákvað ég að fara út í
sjálfstæðan rekstur.“
Hún leigði húsnæði á Laugavegi 51
og hóf rekstur á snyrtihúsinu Top
Class. „Þá var bannað að nota erlend
nöfn á fyrirtæki svo ég skírði fyrir-
tækið Reisn, en ég setti á búðina skilti
sem á stóð: Top Class. Þá kom Bolli í
17 og spurði mig hvað stæði til. „Það er
una Reisn og seldi t.d. hárvörur víða.
Innflutningnum fylgdu mikil ferðalög
út um heiminn og stundum fór hún til
New York á fimmtudegi og var aftur
komin heim í bítið á mánudegi. Þá
þurfti að gera tollskýrslur og leysa
vörurnar út. „Stelpurnar vissu hvenær
ég var að fá vörur og biðu oft eftir að
sendingarnar kæmu í búðina.“ Eftir að
fyrirtækið stækkaði þurfti fleira fólk,
en börnin hennar þrjú unnu líka hjá
henni í lengri eða skemmri tíma. Stef-
ana var með ýmsar viðskiptanýjungar
í rekstrinum og keypti t.d. offram-
leiðslu á naglalakki og varalitum frá
Dior sem voru í ómerktum umbúðum
og hún merkti þær: Classy. „Svo var
ég með umboð frá Ítalíu og fleiri lönd-
um á snyrtivörum og ég reyndi að hafa
vörur á lægra verði svo sem flestir
gætu notið þeirra.“
Þegar allir voru að kaupa sig inn í
Kringluna vildi hún ekki vera með í
því. „Ég vildi vera frjáls. Það endaði
með því að ég keypti húsið á Lauga-
vegi 45 og við gerðum það allt upp.
Þetta var mjög gaman.“ Þegar Stefana
var 74 ára hætti hún með verslunina
eftir að hafa rekið hana í 24 ár. Hún
segir að mikið af sporgöngufólki hafi
farið að gera svipaða hluti og hún var
að gera, svo fleiri voru í sama geira.
„Síðan má segja frá því að eftir Kringl-
una minnkaði veltan á Laugaveginum
um helming.“
Þegar hún er spurð um önnur
Stefana Gunnlaug Karlsdóttir verslunarmaður í Top Class – 90 ára
Toppkonan á Laugaveginum
Afmælisbarnið Myndin fyrir aftan
Stefönu er af henni ungri og máluð
af eiginmanninum Ólafi.
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
www.danco.is
Heildsöludreifing
Mikið vöruúrval í
grænmetis- og veganvörum
Kynntu þér málið hjá söludeild okkar, sími 575 0200.
Skólar • Mötuneyti
Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is
30 ÁRA Kristín Erna fæddist
í Garðabænum en ólst upp í
Vestmannaeyjum frá tveggja
ára aldri. Þar gekk hún í
grunnskóla og síðar í Fram-
haldsskólann í Vestmanna-
eyjum. Kristín Erna var ekki
há í loftinu þegar hún byrjaði
að sparka bolta. „Ég kem úr
mikilli fótboltafjölskyldu og ég
byrjaði í fótbolta hjá ÍBV þeg-
ar ég var fimm ára og eftir það
var ekki aftur snúið. Ég tók
þessu strax mjög alvarlega og
Símamótið var bara eins og
heimsmeistaramótið fyrir
mér.“ Kristín lék með ÍBV alla
æskuna alveg til ársins 2016
þegar hún var flutt upp á land
og komin í Háskóla Íslands í
viðskiptafræði. „Ég fór yfir til
Fylkis til að geta spilað með
liði í bænum.“ Hún var bara
eitt ár með Fylki og fór aftur
til Eyja og spilaði með ÍBV
næstu þrjú árin. Þá fór hún
aftur til Reykjavíkur og spilaði með KR í Vesturbænum. Hún skrifaði undir
samning við ÍBV í október 2020, en þá meiddist hún og var lítið með á und-
irbúningstímabilinu og leitaði eftir því að fara á láni til Víkings til að komast í
gang. Það gekk vel að hún ákvað að ljúka við tímabilið með Víkingi. „Það er
mjög góður hópur í Víkingi og mér líður eins og heima hjá mér þar. Gengið í
sumar hjá Víkingi hefur verið upp og niður að mínu mati en heilt yfir hefur
spilamennskan verið fín þó svo úrslitin hafi ekki alltaf fylgt eftir.“ Kristín
Erna er ekki alveg viss hvað tekur við í fótboltanum. Kristín Erna segir að
„leikurinn sjálfur er bara svo frábær og félagsskapurinn mjög góður líka“.
Hún segir að helstu áhugamál hennar séu allt sem tengist heilsu og hreyf-
ingu og nú stundar hún meistaranám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Ís-
lands.
Kristín Erna Sigurlásdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Í dag er kjörið tækifæri til þess að
ljúka þeim störfum heima við, sem hafa
dregist. Skipuleggðu tímann þinn eins vel
og þú getur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Mundu að láta ekki skoðanir annarra
grafa undan sjálfstraustinu. Það er aldrei
að vita hvenær þú dettur niður á réttu
lausnina svo þú skalt ekki örvænta þótt þér
finnist lítið ganga.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Nýlegar uppákomur á vinnustað,
sem hafa orðið til að ergja þig, munu taka
óvænta stefnu. Mundu að ekki er allt sem
sýnist og málsbætur liggja ekki alltaf í aug-
um uppi.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Fólk í kringum þig þekkir hæfileika
þína, þótt það taki kannski smá tíma fyrir
það að átta sig á þeim. Þú ert í góðu formi
og nýtur þess að vera til.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ekki standa of fast á þínu í dag, þú
hefur vind í seglin, en þarft eins og allir að
gæta þess að siglingaleiðin sé frjáls.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er auðvitað öruggast að halda
sig bara við það venjulega, en stundum
verða menn að sýna dirfsku og beita frum-
leikanum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú hefur áhyggjur af fjárhagnum og
því er þetta ekki góður dagur til innkaupa.
Láttu þetta samt ekki slá þig út af laginu.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það væri ekki vitlaust að
blanda geði við nýtt fólk og víkka
sjóndeildarhringinn.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú ert fullur af orku og þarft að
beina henni í rétta átt því aðeins þannig
mun þér takast að koma ótrúlega miklu í
verk.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Nú verður þú að bretta upp
ermarnar og kippa þeim mörgu hlutum í
liðinn sem þú hefur látið dankast alltof
lengi.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Láttu ekki afbrýðisemina ná
tökum á þér, hún gerir ekkert nema
skemma þig. Betra er að sýna öðrum tillits-
semi og skilning.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Eigir þú við fjárhagserfiðleika að
etja leysirðu þá aðeins með því að setja þér
markmið og fylgja þeim eftir.
Til hamingju með daginn