Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 45

Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 45
áhugamál segir hún að það hafi nú allt- af verið fjölskyldan og börnin. „Ég tók þau oft með mér í ferðalögin og einu sinni spurði ég Óla son minn um hvernig æska hans hefði verið og hann sagði: „Hún var alveg dásamlega skemmtileg því það var farið til út- landa bæði vor og haust og þú varst svo „aktív“ í því sem þú varst að gera.“ Ferðir í sumarbústaðinn í Hvítársíðu voru líka stór þáttur í lífi fjölskyld- unnar um áratugaskeið. Stefanía hefur verið verið í Odd- fellowreglunni frá árinu 1960 og kom- ist þar til æðstu metorða. Hún ætlar að halda upp á daginn með fjölskyldunni. Fjölskylda Eiginmaður Stefönu var Ólafur Jón Ólafsson, fulltrúi hjá Flugfélagi Ís- lands og Flugleiðum og þýðandi og út- gefandi, f. 8.5. 1930, d. 14.8. 2000. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Helgason, skurðlæknir, skólalæknir og heimilislæknir, f. 14.1. 1901, d. 1.10. 1970, og Kristín Þorvarðardóttir hús- freyja, f. 19.12. 1912, d. 31.10. 1977. Þau bjuggu í Reykjavík. Stefana og Ólafur áttu fjögur börn. Þau eru: Ás- mundur Karl, f. 2.9. 1952; Arinbjörn, f. 16.12. 1958, d. 17.12. 1958; Ólafur Kristinn, f. 18.12. 1959, og Margrét, f. 1.5. 1961. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin eru orðin sjö. Systir sammæðra er Áslaug Kristín Sigurð- ardóttir, f. 21.9. 1924, d. 15.9. 2009. Systir samfeðra er Þóra Elfa Karls- dóttir, f. 5.6. 1939. Foreldrar Stefönu voru Karl Leó Guðmundsson Björnsson, sýsluskrif- ari í Borgarnesi, f. 22.2. 1908, d. 6.7. 1941 og María Ásmundsdóttir, sauma- og myndlistarkona, f. 27.3. 1898, d. 10.2. 1996. Stefana Gunnlaug Karlsdóttir Helga Jónsdóttir húsfreyja á Syðri-Krossum, Staðastaðarsókn, Snæf., síðar á Krossum í sömu sókn Stefán Jónsson bóndi á Syðri-Krossum, Staðastaðarsókn, Snæf. Kristín Stefánsdóttir húsfreyja á Krossum, Staðastaðarsókn, Snæf. Ásmundur Jón Jónsson bóndi á Krossum, Staðastaðarsókn, Snæf. Marta María Ásmundsdóttir ráðskona á Krossum, Staðastaðarsókn, Snæf., saumakona í Borgarnesi og í Reykjavík Guðrún Björnsdóttir húsfreyja í Lýsudal, Staðastaðarsókn, Snæf. Jón Magnússon bóndi í Lýsudal, Staðastaðarsókn, Snæf. Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja í Borgarnesi og í Reykjavík Pétur Emil Júlíus Halldórsson héraðslæknir í Húnavatnssýslu, síðar húsbóndi í Reykjavík Þóra Leopoldína Júlíusdóttir húsfreyja á Klömbrum og síðar Borgarnesi Guðmundur Björnsson bóndi og skáld á Klömbrum í Húnavatnssýslu, sýslum. í Eyjafirði, Barðastr.s. og Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Þuríður Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Svarfhóli í Stafholtstungum Björn Ásmundsson hreppstjóri og bóndi á Svarfhóli í Stafholtstungum Úr frændgarði Stefönu Gunnlaugar Karlsdóttur Karl Leó Guðmundsson Björnsson sýsluskrifari í Borgarnesi DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 „ÞÚ ERT NÚ MEIRI ÁHYGGJUPÉSINN!“ „HÚN VILL FÁ SEX KJÚKLINGAVÆNGI. ÞRJÁ HÆGRI OG ÞRJÁ VINSTRI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það þegar lífið er langt faðmlag. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MJÁ! MJÁ! JI, HVER SKYLDI VERÐA LÁTINN FARA FRÁ EYJUNNI? MJÁÁÁ! HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA? MÍÍÍJÁÁ! ÚT ÚT UM DYRNAR! VOFF! GETUR ÞÚ VERIÐ NÁKVÆMARI?! SKELL NASA LOFTSTEINA- EFTIRLITSDEILD Ólafur Stefánsson yrkir á Boðn- armiði: Pískrað á lágum paldri um pálma og hitamet. Kona á óræðum aldri eldar rófur og ket. Enn yrkir Ólafur og segist spara ca 35.000 kr. per dag með því að sóla sig heima: Sólardagar safnast upp, sjö víst komnir hér í röð. Litur sést á læri og hupp. Ljúft er að stunda sólarböð. Benedikt Jóhannsson yrkir um „áráttur“ mannsins: Þeir broddstafi’ á hendurnar binda og brosandi’ á toppnum sig mynda, við fjallgöngufíkn finnst engin líkn, menn taka strax stefnu á tinda. Við vísnasmiðir gætum litið okkur nær: Læknar nú margt kunna’ að laga sem leitt er og fólki til baga, við vísnanna fíkn samt finnst engin líkn, nema yrkingar alla daga. „Hrafn spáir skýjuðu,“ skrifar Friðrik Steingrímsson norður í Mý- vatnssveit: Skríður yfir skýjasafn skekur svali bólin þegar birtist þessi Hrafn og þar með kvaddi sólin. Philip Vogler Egilsstöðum skrif- aði á mánudag við fallega ljósmynd: „Nærri lokum morgunhlaupsins var sólin komin upp yfir Glóðafeyki og óvönum ljósmyndara varla auðvelt að taka mynd frá Varmahlíð til aust- urs. Korter fyrir sex hafði ég fyrst skynjað upprásina sem hér segir: Gægist sól við Glóðafeyki, geisla sendir mér, segir –hlutverk lykil- leiki í lífi okkar hér. Jóhann frá Flögu segir í Vísna- safni sínu, að vísur þær tvær, sem hér fara á eftir, séu mismunandi gerðir sömu vísunnar. Hafa ýmis skáld notað þær í viðlög við kvæði sín í ýmsum myndum. Hér verða að- eins aðalgerðirnar teknar: Úti ert þú við eyjar blár, en eg er sestur að dröngum. Blóminn fagur kvenna klár kalla eg til þín löngum. Í hinni gerðinni er vísan á þessa leið: Hringa spöng með hýrar brár hugur tregar löngum. Út ertu við eyjar blár en eg er sestur að dröngum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mörg er fíknin og margur sparnaðurinn Fullt til af sundfatnaði Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 LONG ISLAND Sundhaldari kr. 9.850,- Sundbuxur kr. 5.450,- Sundbolur kr. 14.850,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.