Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 48

Morgunblaðið - 19.08.2021, Page 48
Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þó að við værum kannski með ákveðna staðsetningu í huga leyfðum við okkur að vera opin fyrir því í upp- hafi að verkin myndu þróast áfram fram að sýningu og staðsetningarnar með,“ segir Sunna Ástþórsdóttir sýn- ingarstjóri um útilistaverkin sem blasa við gang- andi vegfarend- um og hjólreiða- fólki sem eiga leið um Laugardalinn. Saman mynda verkin sýningu sem ber titilinn Teygja og er fjórða sumarsýn- ingin af fimm sem settar eru upp í aðdraganda fimmtíu ára afmælis Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík árið 2022. Verk- efnið í heild ber titilinn Hjólið og hverfist um sýningar sem settar eru upp undir berum himni. Verkin eru sett upp við hjóla- og göngustíga borgarinnar, í nýju hverfi á hverju sumri. Sýningin Teygja var opnuð um miðjan júní og stendur til 9. sept- ember. Listamennirnir sex sem eiga verk á sýningunni í ár eru þau Ólöf Bóadóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Claudia Hausfeld, Ólafur Sveinn Gíslason, Rúnar Örn Jóhönnu Mar- inósson og Anna Líndal. „Ég kallaði eftir tillögum að verk- um með þetta svæði í huga. Síðan barst fjöldi hugmynda og þetta eru verkin sem urðu fyrir valinu. Við lögðum samt sérstaka áherslu á að leyfa verkunum að gerjast,“ segir Sunna. Það hafi því ekki verið þannig að verkin eða staðsetningarnar væru endilega kirfilega fastmótuð í upp- hafi. „Við unnum með inntak verk- anna og fundum staðsetningu eftir því. Verkin eru því tengd og í ríku samtali við umhverfið. Verkið hennar Ólafar Bóadóttur er einmitt mjög samtvinnað svæðinu, landfyllingunni á Laugarnestanga. Með því skoðar hún hugmyndir um innistæðu, nátt- úru og svæði í biðstöðu.“ Listin lýsir upp veruleikann Í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. ágúst kl. 19, verður listamannaspjall með Ólöfu við verk hennar á Laugar- nestanga auk þess sem Sunna mun leiða gesti að verki Sigrúnar Gyðu við Skarfakletta og Claudiu við Sæ- garða. Verkin segir sýningarstjórinn að tengist innbyrðis á þann hátt að þau „ávarpi öll manngert umhverfi eða kerfi“. „Þau skoða það umhverfi sem við höfum búið okkur og eru valin og unnin með það að leiðarstefi að listin geti lýst upp ákveðinn hluta veru- leikans sem við gefum kannski ekki gaum dagsdaglega. Verkin gera það öll. Þess vegna heitir sýningin Teygja eða Within Reach á ensku.“ Hún tek- ur dæmi af verki Ólafs Sveins Gísla- sonar sem fjallar um mörk persónu- legs rýmis og hvernig það breytist þegar við stígum inn í foreldra- hlutverkið. Hún nefnir einnig verk Claudiu Hausfeld við Sægarða, sem brúar bilið á milli þess sem gerðist í fortíðinni og þess sem á eftir að ger- ast. Þótt verkin tengist öll þeim veru- leika sem við mannfólkið höfum útbú- ið okkur eru þau að sögn Sunnu að mörgu leyti mjög ólík. „Mér fannst það mikilvægt á sýningu sem þessari, sem teygir sig yfir risastórt svæði. Verkin eiga í samtali sín á milli en þau hafa líka áhrif á umhverfið, þá ferla sem eiga sér stað inn á milli og svæðið sem heild. Ef maður ætlar að sjá eitt verk og ganga eða hjóla að því næsta þá er svo margt sem ber fyrir augu á leiðinni sem hefur líka áhrif á upplifunina. Þannig fannst mér mik- ilvægt að verkin höfðuðu til mismun- andi hópa og ögruðu á einhvern hátt sjónarhorni okkar á borgarlands- lagið.“ Sunna segir Laugardalinn hafa verið skemmtilegt hverfi að vinna með. Þegar maður fari að skoða hverfamörkin komi í ljós að svæðið er stærra en virðist í fyrstu. „Þetta er rosalega stórt svæði, þarna eru bæði rótgróin íbúðarhverfi og mikil upp- bygging. Svo er Sundahöfnin og gríð- arstórt iðnaðarhverfi. Þarna eru íþróttir og heilsa áberandi, stutt í náttúruna og fjölbreytt mannlíf,“ segir hún. „Þannig spratt upp hugmyndin „innan seilingar“. Hvernig getur listaverk laumað sér inn á milli alls þess sem á sér stað á svæðinu og brú- að bilið milli tíma, milli íbúðarhverfis og iðnaðar og milli mismunandi að- stæðna?“ Í liði með listinni Sunna segir að það sé að mörgu að huga þegar verkin eigi að standa úti. „Það er munur á að búa til úti- listaverk eða verk sem eiga að standa innan dyra. Þau þurfa að halda í alls konar veðri, fá leyfi landeigenda, í sumum tilvikum þarf að tryggja að- gang að rafmagni eða tímastilla hljóð svo það valdi ekki truflun. Svo lenda verkin á mismunandi svæðum sem eru í eigu mismunandi aðila.“ Hún segir frá því að ýmiss konar samstarf hafi orðið til í kringum sýn- inguna. „Eitt sem mér fannst stór- kostlegt að upplifa í ferlinu er hvað flestir eru í liði með listinni og til í að leggja sitt af mörkum til að hún fái sinn farveg. Það var virkilega skemmtilegt í aðdraganda sýning- arinnar að upplifa velvilja og einlæg- an áhuga. Við erum að kanna hvar mörk opinbers rýmis liggja. Til dæmis er Sigrún Gyða með skúlptúra sem tengjast við netið. Þar er hægt að hlusta á hljóðmynd frá verkinu. Net- ið er alveg jafn mikið almannarými og göturnar.“ Auk netsins hafa verkin teygt sig yfir í prentmiðla. „Við höfum líka ver- ið í samstarfi við Hús og hillbilly. Þær eru með gallerí á prenti þar sem listamennirnir hafa fengið að sýna,“ segir Sunna og á þá við að verk eftir listamennina hafi verið til sýnis í prentútgáfu Stundarinnar. Allar upplýsingar um verkin á sýningunni, staðsetningar þeirra, listamenn og viðburði er hægt að nálgast inni á heimasíðu sýningarinnar, hjolid.is. Ögra sýninni á borgarlandslagið - Sýningin Teygja þræðir sig eftir hjóla- og göngustígum í Laugardalnum - Útilistaverk sex listamanna - Röð fimm sumarsýninga sem bera yfirheitið Hjólið - Ávarpa manngert umhverfi Ljósmynd/Pétur Thomsen Skúlptúr „Draumur kóðans“ eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, við World Class í Laugum. QR-kóðann má skanna til þess að hlýða á hljóðverkið. Ljósmynd/Pétur Thomsen Samtal Verk Önnu Líndal, „Annars konar tími“, samanstendur af byggingarkrana í lausagangi og appelsínugulum iðnaðarstrappa, en verkið byggist ekki síður á því umhverfi sem umlykur það. Borðinn sem hangir í krananum dansar í vindinum. Byggingarkrani Önnu á í samtali við aðra krana á svæðinu. Sunna Ástþórsdóttir 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021 OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is HYUNDAI - TUCSON – RN. 331498. Nýskráður 12/2017, ekinn 37 þ.km., bensín, rauður, sjálfskipting, nálægðarskynjarar, dráttar- krókur, leiðsögukerfi, hiti í stýri, bluetooth. Verð 3.950.000 kr. MERCEDES-BENZ - C 300 DE PLUG IN HYBRID RN. 331495. Nýskr. 11/2019, ekinn 30 þ.km., bensín/rafmagn, svartur, ssk., akreinavari, blindsvæðisvörn, 360° myndavél, skynvæddur hraðastillir, leiðsögukerfi. Verð 6.990.000 kr. VOLVO - XC90 T8 TWIN ENGINE INSCRIPTION RN. 153738. Nýskr. 8/2020 (2021), ekinn 0 km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskiptur, dráttarkrókur, sjónlínuskjár, GPS, bluetooth, litað gler, o.fl. Verð 12.490.000 kr. PEUGEOT - 3008 ACTIVE – RN. 331401. Nýskráður 3/2017, ekinn 84 þ.km., bensín, dökkgrænn, beinskiptur, fjarlægðarskynjarar, regnskynjari, litað gler, bluetooth. Verð 2.690.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.