Morgunblaðið - 19.08.2021, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
FRUMSÝND Á FÖSTUDAG
HUGH JACKMAN
M
álmómur hefst með
drunum og hátíðnihljóð-
um. Við erum stödd á
sviði í myrkvuðu rými
og Riz Ahmed, í hlutverki Rubens
Stone, birtist í miðmynd. Myndavélin
dvelur á berum, stæltum og húðflúr-
uðum efri búk hans er hann situr bak
við trommusett, og færist hægt og
bítandi nær, á meðan surgið líður
fram og aftur. Hann lyftir höfði og lít-
ur til vinstri hliðar, virðist ná augn-
sambandi og kinkar kolli jánkandi – í
kjölfarið brestur á bjagaður rafgít-
arhljómur. Ruben bíður átekta í
nokkra umganga þar til sjónarhornið
færist bak við hann og í fjarlægð sést
óskýr vera, með sítt rautt hár og gítar
um öxl, muldra í hljóðnemann fremst
á sviðinu. Í neðra horni rammans
mótar fyrir mænandi áhorfendum og
leiftur úr myndavélum berast eins og
þrumur í þoku. Söngkonan er mynd-
uð í nærmynd áður en klippt er aftur
á trommarann sem telur í með kjuð-
unum og ber af ákafa stöku slagi á
pákurnar. Flakkað er milli sjónar-
horna á meðan messunni vindur
fram, naumhyggjulegur og kaldur
hljóðheimur einskorðast við stríða
gítarhljóma og drottnandi bumbu-
slátt. Síbyljan stigmagnast á meðan
söngkonan öskrar erindi sitt og
hamagangur á tvöföldum fetli og
diskum upphefst þar til allt keyrir um
koll.
Eftir titlaspjald er horfið í aðrar
öfgar; rólegheit morgunsins. Mynda-
vél er staðsett í húsbíl, sérútbúnum
fyrir þarfir tónlistarmannanna
tveggja sem ganga alla lífsins vegi
hönd í hönd. Ruben er árrisull og við-
hefur morgunverk á kerfisbundinn
hátt – undirbýr vel útilátinn morg-
unmat, gerir armbeygjur og dyttar
að hljóðgræjum parsins. Hann vekur
Lulu sína með hlýlegum djasstónum
fjórða áratugarins, sem berast úr
Marantz-hljómstæðunni, og hvetur
hana til klóra ekki olnboga sinn (þrá-
hyggjubundinn ávani) en á úlnliði
hennar eru fjöldamörg lárétt ör.
Persónurnar verða ljóslifandi í gegn-
um gjörðir og samskipti við annað
fólk, fremur en ítarlegar útskýringar.
Dýnamíkin milli Lulu og Ruben gefur
ýmislegt til kynna um af hverju þau
hafa átt samleið og hvaða þýðingu
þau hafa í lífi hvort annars.
Myndin er þó fyrst og fremst saga
Rubens – og meginmarkmið hennar
er að að færa áhorfandann í hans
spor. Á næsta tónleikastað eiga sér
stað hvörf í frásögninni. Ruben flettir
í gegnum plötustafla á sölubásnum
þegar hljóðrásin bælist og eftir
stendur skerandi núningshljóð.
Klippt er á kappann er hann ber á
húðirnar en hljóðið fer inn og út og
dofnar alveg að lokum. Í húsbílnum
sjáum við hann andvaka og þögnin er
nístandi. Heyrn hans er greinilega
sködduð – hljóðin úr sturtunni, kaffi-
vél og blandaranum brengluð og
kæfð. Í flúorlýstu apóteki stendur
hetjan við búðarborðið á meðan lyfja-
fræðingur talar í síma en málrómur-
inn er líkt og hann berist úr sjávar-
dýpi. Sviplega er skipt um stillingu og
við heyrum starfsmanninn tala skýrt
í símtólið: „hann virðist ekki heyra
neitt (…) hann á í stökustu vandræð-
um með að eiga í samskiptum við
mig“. Aftur er hljóðrásin færð í skyn-
færi Rubens og bjöguð einangrunin
alger. Vanalega er talað um sjónar-
hornskot í kvikmyndum, þar sem
áhorfandi samsamar sig útgangs-
punkti persóna, en hér er sama hugs-
un færð á hljóðsviðið. Hljóðhönnun
myndarinnar færir áhorfandann á af-
burða máta inn í hugarheim Rubens,
og er það í sjálfu sér næg ástæða til
að kynna sér verkið (en engan skal
undra að aðstandendur hlutu Óskars-
verðlaun fyrir vinnu sína). Í fram-
haldinu er fylgst með Ruben glíma
við þennan nýja veruleika. Læknir
leggur fyrir hann heyrnarpróf sem
staðfestir gruninn og metur hann
með um 15% heyrn og ráðleggur hon-
um að vernda það sem hann hefur.
Næst er klippt á Ruben að hamast
eftir vöðvaminni bak við settið. Ekki
sniðugt. Hann leitar leiða til að „laga“
vanda sinn – læknirinn nefndi aðgerð
sem sýndi fram á misjafnan árangur
og kostar um tíu milljónir íslenskra
króna. Lulu líst hins vegar ekki á
blikuna þegar Ruben vill halda áfram
tónleikaferðalaginu og sér hann
reykja sígarettu.
Ruben er nefnilega óvirkur fíkill í
bata sem hefur verið edrú í fjögur ár,
jafnlengi og parið hefur verið saman.
Eftir vandræðasamt símtal við trún-
aðarmann Rubens herja þau í nýja
átt. Áfangastaðurinn er samfélag
heyrnarskertra fíkla en þar er líka
rekinn skóli fyrir heyrnarlaus börn.
Ruben bregst ókvæða við ráðagerð-
unum, en samþykkir að lokum að
gangast undir skilmála forstöðu-
mannsins og Lulu hverfur á braut á
meðan. Þar lærir hann m.a. táknmál
og myndar einhver tengsl við aðra
heyrnarskerta. Baráttan um að sætt-
ast við hlutskipti sitt togar hann þó í
margar áttir – í grunninn er hér hefð-
bundin þroskasaga sem slær sannan
tón vegna smáatriða í leik og per-
sónusköpun.
Samband Rubens við forstöðu-
manninn Joe (leikinn af hinum frá-
bæra Paul Raci, en hann var í raun
alinn upp af heyrnarlausum for-
eldrum) og senur milli þeirra eru há-
punktur myndarinnar. Stundum
þarf ekki meira en tvo góða leikara
að sitja við borð til að búa til gott bíó.
Joe biður Ruben um að hefja hvern
morgun við skrifborð með kaffibolla
og auða bók. Í einni slíkri senu sest
Ruben við borðið og ber í bræð-
iskasti kleinuhring í spað en sam-
stundis notar hann hönd sína sem
spaða til að laga eyðilegginguna, að-
eins til að berja í sundur og safna
molunum saman aftur. Praktísk
gjörð verður myndlíking – hvatvísi
og sjálfseyðingarhvöt greinileg en
hann er líka „sá sem lagar“. Slík
smáatriði í leik ljá persónunum, og
þversögnum þeirra, dýpt og er eitt
af því sem Málmómur gerir mjög
vel.
Kaka úr milljón mylsnum
Amazon Prime
Málmómur/Sound of Metal
bbbbn
Leikstjórn: Darius Marder. Handrit: De-
rek Cianfranca, Darius Marder, Abra-
ham Marder. Klipping: Mikkel E.G. Niels-
en. Kvikmyndataka: Daniël Bouquet.
Aðalleikarar: Riz Ahmed, Olivia Cooke,
Paul Raci. Bandaríkin, 2019. 121 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
Trymbill Riz Ahmed í
hlutverki trommarans
Rubens Stone.