Morgunblaðið - 19.08.2021, Side 56
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 231. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Selfoss vann sinn fyrsta sigur í mánuð er liðið hafði
betur gegn Fylki á útivelli í Pepsi Max-deild kvenna í
fótbolta í gærkvöldi, 4:3. Brenna Lovera var hetja Sel-
foss því hún skoraði þrennu. Sigurinn var sá fyrsti hjá
Selfossi síðan liðið vann Keflavík 13. maí síðastliðinn.
Með sigrinum fór Selfoss upp í 22 stig og er liðið
með jafnmörg stig og Þróttur í þriðja sæti deildarinnar.
Fylkir er hins vegar í basli með aðeins tólf stig og í fall-
sæti. Fylkir hefur aðeins unnið einn leik af síðustu átta
í öllum keppnum. »46
Selfoss vann Fylki í markaleik
ÍÞRÓTTIR MENNING
Vatnslitahópurinn Flæði opnar sína þriðju samsýningu í
Gallerí Grásteini við Skólavörðustíg í dag kl. 15. Flæði
er hópur kvenna sem hittast reglulega og mála saman
og lærðu allar í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Derek
Mundell. Konurnar í Flæði eru Elín Fanney Guðmunds-
dóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Rósa Traustadóttir,
Sesselja Jónsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir og Þóra Mínerva Hreiðarsdóttir.
Eftir opnunardag verður sýningin opin mánudaga til
laugardaga frá 10-18 og á sunnudögum 11-17.
Þriðja samsýning vatnslitahópsins
Flæðis opnuð í Gallerí Grásteini
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Í kvöld hefur herferðin WeThe15
göngu sína og til marks um það
munu rúmlega 80 fræg kennileiti
víða um heim
standa upplýst í
fjólubláum lit,
þar með talið
Harpa og Perlan.
Nafn herferð-
arinnar vísar til
þeirra 1,2 millj-
arða einstaklinga
sem eru með fötl-
un, eða um 15%
jarðarbúa, og er
fjólublái liturinn
alþjóðlegur litur fötlunar.
Að sögn Þórðar Árna Hjaltested,
formanns Íþróttasambands fatlaðra,
er markmið herferðarinnar að auka
sýnileika fatlaðra einstaklinga og
vekja athygli á getu þeirra. Er vonin
sú að þetta muni skapa jákvæðari
ímynd, draga úr fordómum og auka
jafnrétti.
Fer verkefnið nú af stað samhliða
því að Ólympíumót fatlaðra í Tókýó
hefst í næstu viku.Verður herferðin
áberandi á mótinu en að sögn Þórðar
er þetta tilvalinn vettvangur til að
koma skilaboðum herferðarinnar á
framfæri til sem flestra.
„Þetta byggist á þeirri reynslu
sem menn höfðu fengið af Ólympíu-
mótinu í London árið 2012. Þar
skynjuðu menn ákveðin ruðnings-
áhrif. Fatlaðir urðu mjög sýnilegir
meðan á mótinu stóð, sem gerði það
að verkum að breska þjóðin opnaði
arma sína fyrir fötluðum miklu
meira en hún hafði áður gert. Eftir
mótið var vitund þjóðarinnar um
getu fatlaðra til að starfa og vera
virkir meðlimir í þjóðfélaginu mun
meiri sem gerði það að verkum að
fatlaðir áttu auðveldara með að fá
vinnu við hæfi og var almennt betur
tekið innan samfélagsins,“ segir
Þórður.
Njóti jafnréttis
Herferðin mun halda áfram til
ársins 2030 og sækjast talsmenn
hennar eftir því að WeThe15 verði
stærsta mannréttindahreyfingin
sem berst fyrir réttindum fatlaðra.
Aðspurður segir Þórður Íslend-
inga meðal annars geta verið með
með því að deila herferðinni á sam-
félagsmiðlum og horfa á mótið.
„Það er verið að vinna að því að
fatlaðir njóti jafnréttis á við alla aðra
menn í öllum samfélögum. Þetta er í
raun ákall til hinna 85%. Við hvetj-
um alla Íslendinga til að fylgjast
með þessari sjónvarpsútsendingu og
fylgjast með keppendum hvaðanæva
úr heiminum sigra sjálfa sig og fötl-
un sína,“ segir Þórður.
AFP
Tókýó Þórður vonar að Ólympíumótið veki athygli á getu fatlaðra og opni fyrir atvinnumöguleika.
Vilja auka vitund fólks
um getu fatlaðra
- Ólympíumótið kjörin leið til að auka sýnileika fatlaðra
Þórður Árni
Hjaltested
20%
Sparadu-
af borðstofu-
húsgögnum
12. – 30. Ágúst
20%
Sparadu-
af öllum borðbúnaði
20%
Sparadu-
af öllum borðbúnaði
RICHMOND BORÐSTOFUBORÐ
Olíuborinn eikarspónn. Síldarbeinamynstur. Fætur úr eik.
222 x 95 cm. 129.900 kr. Nú 103.920 kr.
160 x 95 cm. 109.900 kr. Nú 87.920 kr.
Ø120 cm. 79.900 kr. Nú 63.920 kr.
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
virkir dagar 11-18:30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
virkir dagar 11-18
s: 522 4500 - www.ILVA.is
20%
Sparadu-
af öllum loftljósum
LOGINA LOFTLJÓS Reyklitað gler með svörtu eða brass perustæði.
Ø18 cm. 8.995 kr. Nú 7.196 kr. Ø27 cm. 12.995 kr. Nú 10.396 kr.
#
W
e
T
h
e
1
5