Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 14

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 14
„Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér,“ söng Megas í laginu „Tvær stjörnur“ forðum daga. Það er óhætt að segja að þessar línur megi heimfæra upp á tilveru Samtakanna ´78, enda er sjálfboðastarf að mannréttindamálum tímafrekt og krefjandi og af nægu er að taka – bæði góðu og slæmu. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir viðburði og atburði sem bar á góma í lífi félagsins á milli aðalfunda áranna 2013 og 2014. Listinn er ekki tæmandi en gefur ágætis innsýn í það hvernig 12 mánuðir í starfi að mannréttindum hinsegin fólks geta litið út. Samtökin ‘78 berjast fyrir réttindum, virðingu, menningu og lífshamingju hinsegin fólks (lesbía, homma, tvíkynhneigðra, trans- og intersex fólks). Þau hafa nú starfað í rúm 36 ár og telja um 1000 félaga. Samtökin veita hinsegin fólki og almenningi margs konar þjónustu í formi ráðgjafar og stuðnings, Samtökin ´78: Ár í lífi mannréttindafélags 9. mars Ísland / Aðalfundur Samtakanna ´78 Anna Pála Sverrisdóttir tekur við formennsku af Guðmundi Helgasyni. 11. júlí Ísland / Tillaga borgarstjóra um að slíta samskiptum við Moskvu Síðar er fallið frá tillögunni og Rússum þess í stað boðið til samstarfs um mannréttindi hinsegin fólks. 4. ágúst Ísland / Ljósmyndasýningin „Hin fyrstu ár“ opnuð í húsnæði Samtakanna ‘78 8. ágúst Ísland / Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ‘78 afhent Bandaríska sendiráðið, Jón Gnarr borgarstjóri og Hrafnhildur Gunnarsdóttir, fyrrum formaður félagsins, hljóta viðurkenningu ársins. 10. ágúst Ísland / Ungliðar halda fjölmennt ungmennaball 24. ágúst Ísland / „Sjúddírarí GAY“ – Opið hús á Menningarnótt 3. september Ísland / Alþjóðleg mótmæli við rússneska sendiráðið 28. september Ísland / Mannréttindahátíðin „Glæstar vonir“ í Laugardalnum 3. október Ísland / Þingsályktunartillaga um skipun nefndar um hinsegin málefni Þingkonurnar Katrín Jakobsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Svandís Svavarsdóttir og Oddný G. Harðardóttir leggja fram tillöguna. 24.–27. október Króatía / Ársþing ILGA Europe í Zagreb Áframhaldandi áhersla á alþjóðlegt samstarf. Samtökin senda fulltrúa á þingið. 20. nóvember Ísland / Alþjóðlegur minningardagur transfólks Trans-Ísland og Samtökin ´78 halda minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík með borgarstjóra og kaffisamsæti í Regnbogasal Samtakanna. 6. desember Ísland / Jólabingó Samtakanna ´78 í Vinabæ 12. desember Ísland / Aðventukvöld Samtakanna ´78 í Regnbogasalnum 20. desember Úganda / Refsingar við samkynhneigð hertar í Úganda 23. desember Ísland / Þorláksmessufögnuður í Regnbogasalnum 28. desember Ísland / Jóla- og áramótaball Samtakanna ‘78 á Kiki Queer Bar 21. janúar Ísland / Opinn fundur um hinsegin ættleiðingar 29. janúar Ísland / Transfólki í fyrsta skipti tryggð vernd í hegningarlögum Breytingar á hegningarlögum taka gildi. Orðinu „kynvitund“ bætt inn í 180. og 233. grein laganna. 4. febrúar Ísland / Mennta- og menningarmálaráðherra afhent kveðjugjöf Samtökin ‘78 og Hinsegin dagar í Reykjavík afhenda Illuga Gunnarssyni kveðjugjöf fyrir för hans á Vetrarólympíuleikana í Sochi. Síðar birtast myndir af Illuga á setningarathöfninni með regnbogatrefil. 14. febrúar Ísland / Forseti segir Ólympíuleikana íþróttahátíð, ekki pólitíska hátíð Forseti Íslands segist ekki hafa verið í aðstöðu til að ræða málefni hinsegin fólks við Rússlandsforseta í heimsókn sinni á Ólympíuleikana. Forseti fundar engu að síður með fjölmörgum ráðamönnum um ýmis málefni. 7.–23. febrúar Rússland / Vetrarólympíuleikarnir í Sochi Fréttir um aukin mannréttindabrot og ofbeldi gegn hinsegin fólki. 6. mars Ísland / Risatónleikar í Hörpu Samtökin ´78 og Íslandsdeild Amnesty International halda tónleika til stuðnings hinsegin fólki í Úganda. Fjöldi vinsælla listamanna kom fram. 13. mars Ísland / Kate Bornstein í heimsókn hjá Samtökunum ´78 Hin vel þekkta transkona og aktívisti slær í gegn á opnu húsi félagsins. 14. mars Ísland / Ráðist á ungan homma og hann atyrtur vegna kynhneigðar Ofbeldið á sér stað á Austurvelli. Lögregla mætir ekki á staðinn. 22. mars Ísland / Aðalfundur Samtakanna ´78 Hilmar Magnússon tekur við formennsku af Önnu Pálu Sverrisdóttur. Tímalína 2013 2014 fræðslu, menningarviðburða og tengslanets og auðvitað réttindabaráttu – árið um kring. Þau hafa einungis tvo fasta starfsmenn í hálfu starfi en reiða sig þar fyrir utan á velviljaða sjálfboðaliða og velunnara. Þú getur stutt okkar starf með ýmsum hætti. Þú getur til dæmis gengið í félagið og greitt félagsgjöld – en aðild er opin öllum sem vilja styðja málstaðinn, óháð kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu. Frjáls fjárframlög og/eða vinnufúsar hendur eru líka vel þegnar, sem og auðvitað góðar hugsanir. Kíktu í heimsókn til okkar, sendu okkur póst eða hringdu. Við tökum vel á móti þér. Þinn stuðningur skiptir máli! Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Janúar Febrúar Febrúar Mars 18. apríl Ísland / Hinsegin Alþingi Stjórnmálafundur Samtakanna ´78 með frambjóðendum til Alþingis. 23. apríl Ísland / Kasha Nabagesera í heimsókn í boði Amnesty International Heimsóknin verður kveikjan að samstarfi Samtakanna ´78 og FARUG í Úganda. 1. júní Ísland / Samtakamátturinn og hinsegin menningarhátíð Samtökin ´78 halda fund undir heitinu „Samtakamátturinn – þjóðfundur hinsegin fólks“. Hinsegin menningarhátíð á Hótel Borg. 7. júní Ísland / Samtökin ´78 skora á innanríkisráðherra að hætta við að senda nígerískan hælisleitanda aftur til Ítalíu. 11. júní Rússland / Þingið glæpavæðir tilveru hinsegin fólks 15. júní Ísland / Ráðgjöf Samtakanna ´78 fær bókagjöf Gestir Hinsegin menningarhátíðar söfnuðu fyrir gjöfinni. 14. júní Ísland / „Allt í sleik!“ við rússneska sendiráðið Fjölmenn mótmæli Samtakanna ´78. 17.–19. júní Serbía / Ráðstefna um stöðu hinsegin fólks í umsóknarríkjum ESB Samtökin ´78, Q–félag hinsegin stúdenta, Styrmir og Háskóli Íslands taka þátt. 16. maí Ísland / Sendiráð Bandaríkjanna sýnir How To Survive A Plague Myndin var sýnd í tilefni IDAHO 2013. 17. maí Ísland / IDAHO – Alvadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu Samtökin ´78 draga regnbogafána að húni ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, sveitarfélögum og stofnunum víða um land. 17. maí Evrópusambandið / „Regnbogakort“ ILGA Europe kynnt 24. febrúar Úganda / Forsetinn staðfestir hertar refsingar við samkynhneigð 24. febrúar Ísland / Þingsályktunartillaga um að fordæma lög í Úganda 24. febrúar Ísland / Utanríkisráðherra harmar ný lög í Úganda 27. febrúar Ísland / Félagar í Samtökunum ´78 samþykkja flutninga Félagsfundur samþykkir formlega að Samtökin ‘78 flytji í nýtt húsnæði að Suðurgötu 3. 27. febrúar Ísland / Call Me Kuchu sýnd í Bíó Paradís 28. febrúar Ísland / Utanríkisráðherra fordæmir ný lög í Úganda Samtökin ´78 | Suðurgötu 3, 101 Reykjavík | s: 552-7878 | skrifstofa@samtokin78.is | samtokin78.is ATH. nýtt heimilisfang 26 27

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.