Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 15

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Blaðsíða 15
Þegar gleðiganga Hinsegin daga kemur á áfangastað laugardaginn 9. ágúst hefst hin árlega regnbogahátíð við Arnarhól. Þar koma fram glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir til að fagna fjölbreytileika hátíðarinnar með gleði og söng á einni fjölsóttustu útiskemmtun Íslands, þar sem allir eru velkomnir og allir eiga að syngja með. Fram koma meðal annars Sigga Beinteins, Páll Óskar, Felix Bergsson, Lay Low og Kimono. Árlega mæta allt að 90 þúsund Íslendingar og aðrir gestir á hólinn, ásamt fastagestinum Ingólfi Arnarsyni sem í ár skartar sínu fegursta á forsíðu dagskrárrits Hinsegin daga. Hinsegin dagar bjóða okkar íslensku þjóð og erlenda gesti velkomin á Arnarhól laugardaginn 9. ágúst að lokinni gleðigöngunni um miðborgina. Once the Pride Parade has run its course on Saturday 9 August, an outdoor show will take place at Arnarhóll in Lækjargata. Performers include well-known Icelandic singers, bands and entertainers. The Arnarhóll concert has in recent years been the biggest outdoor event in Reykjavík, with up to 90.000 guests. We invite both Icelandic and foreign Pride participants to join us for an afternoon of song and spectacle. Regnbogahátíð við Arnarhól Rainbow Concert by Arnarhóll hill

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.