Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Síða 25

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2014, Síða 25
PRIDE-PASSINN er fyrir þá sem vilja spara tíma og styðja starfsemi Hinsegin daga í Reykjavík. Verðið er 6.900 kr. og í ár eru eftirfarandi viðburðir innifaldir í passanum: • Dívur og dýfur // Sundhöll Reykjavíkur, miðvikudaginn 6. ágúst (verð 1.500 kr.) • Opnunarhátíð Hinsegin daga // Harpa, fimmtudaginn 7. ágúst (verð 2.500 kr.) • Landleguball // Kiki, föstudaginn 8. ágúst. Passinn veitir forgang í röð til miðnættis (Verð 1.000 kr.) • Hinsegin hátíðardansleikur // Rúbín, laugardaginn 9. ágúst. Passinn veitir forgang í röð til miðnættis (verð 2.500 kr. í forsölu og 3.500 kr. við hurð) • Plús – Reykjavík Pride-poki með regnbogavarningi að andvirði 3.000 kr. fylgir öllum Pride-pössum. Pride-passinn verður til sölu í Kaupfélagi Hinsegin daga. Athugið að takmarkað magn er í boði. Við erum ung, við erum hýr, við erum hinsegin og við erum æðisleg! Laugardagskvöldið 9. ágúst stendur Ungliðahreyfing Samtakanna ‘78 fyrir ungmennapartíi í Regnbogasalnum, Laugavegi 3, 4. hæð, sem þetta kvöld breytist í dúndrandi skemmtistað með glæsilegu ljósa- og hljóðkerfi. Plötusnúður stendur vaktina frá klukkan 20 til miðnættis. Vinir, foreldrar og forráðamenn eru velkomnir í heimsókn og áfengi er með öllu óleyfilegt. Samtökin ‘78, Hinsegin dagar í Reykjavík og Ungliðahreyfingin leggja mikla áherslu á öruggt og vímuefnalaust umhverfi fyrir hinsegin ungmenni og hvetja foreldra og forráðamenn til að hafa samband ef frekari upplýsinga er óskað. Partíið er aðeins ætlað 20 ára og yngri. Aðgangur kostar 500 kr. en ókeypis er fyrir meðlimi Ungliðahreyfingarinnar. Frítt gos er í boði á meðan birgðir endast. Ungliðahreyfingin er fyrir ungt hinsegin fólk, 20 ára og yngra. Þau hittast hvern sunnudag kl. 19.30–22.30 og gera eitthvað skemmtilegt saman. Þú finnur ungliðana á Facebook: www.facebook.com/unglidar78. Queer Youth Party The Queer Youth Organization will throw on a fabulous party, with lights, music and a DJ, Saturday 9 August from 8 p.m. until midnight. Location: Laugavegur 3, 4th floor. Parents and guardians are welcome to visit. The event is alcohol free and only for youth 20 years and younger. Admission is 500 ISK and free for members of the Queer Youth Organization. One ticket – Four events. THE PRIDE PASS – for those who don’t want to miss a thing. For only 6.900 ISK you’ll be granted access to the following events: • Dives & Divas at Sundhöllin swimming pool, 6 August (1.500 ISK) • Opening Ceremony at Harpa Concert Hall, 7 August (2.500 ISK) • Pride Party at KÍKÍ, F riday 8 August (1.000 ISK) • Pride Ball at RÚBÍN, 9 August (2.500 ISK pre-sale or 3.500 ISK at door) • Plus – Reykjavík Pride Goodie Bag (3.000 ISK) The Pride Pass is sold at the Reykjavík Pride Service Center. Limited availability. Ungmennapartí Queer Youth Party Pride-pass(inn) 2014 er stærsti styrktaraðili Hinsegin daga í Reykjavík Við þökkum ómetanlegan stuðning til hátíðarhaldanna is the main sponsor of Reykjavik Pride We are thankful for their invaluable support HINSEGIN DAGAR REYKJAVIK PRIDE The City of Reykjavík Reykjavíkurborg Samtökin ‘78, Laugavegi 3 The National Queer Organisation, Laugavegur 3 Laugardaginn 9. ágúst kl. 20:00 / Saturday 9 August at 8 p.m. Aðgangseyrir 500 kr. / Admission: 500 ISK 48

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.