Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 2
150
125
100
75
50
25
0
júlí ágúst
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Heimild: covid.is
kl. 11.00 í gær
67 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
2.270 einstaklingar
eru í sóttkví
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
10 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar afeinn á gjörgæslu
Smit meðal óbólusettra í meirihluta
- 67 smit greindust á þriðjudag, þar af voru 36 óbólusettir - Staðan á spítalanum hefur vænkast
Ragnhildur Þrastardóttir
Rebekka Líf Ingadóttir
67 kórónuveirusmit greindust innan-
lands á þriðjudag og voru 29 utan
sóttkvíar við greiningu. 36 af þeim
sem greindust voru óbólusettir en
hinir 31 voru bólusettir. Áberandi
hefur verið síðustu daga hve hátt
hlutfall greindra smita er á meðal
óbólusettra. Þeir hafa verið í meiri-
hluta síðustu þrjá daga, á sama tíma
og mikill meirihluti íslensku þjóðar-
innar hefur fengið bólusetningu gegn
Covid-19. Fjórtán daga nýgengi inn-
anlands á hverja 100.000 íbúa stendur
nú í 271,9. Hefur það lækkað verulega
síðan 9. ágúst þegar það var sem
hæst. Þá var nýgengið 433.
Nýgengið á landamærunum er nú
15.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smit-
sjúkdómadeildar spítalans, segir
stöðuna tvímælalaust vera að vænk-
ast á spítalanum hvað varðar innlagn-
ir Covid-sjúklinga. Þá kviknar sú
spurning hvort tímabært sé fyrir
spítalann að færa sig niður um við-
bragðsstig í ljósi stöðunnar.
„Ég held að við séum að sjá það
núna hvað það þýðir að lifa með veir-
unni, mér sýnist það vera sirka tveir
þriðju af þeim sem eru að greinast á
hverjum degi sem eru utan sóttkvíar,
sem segir manni það að það sé tals-
vert af smitum á hverjum tíma úti í
samfélaginu,“ segir Már.
„Það er alltaf fullt af fólki sem er
úti í samfélaginu sem er ógreint fyrir
utan sóttkvíar og það segir mér að
það verður svona stöðugt framboð á
þessu en samt með hallatölu niður á
við, vonandi“ Már segist vongóður
um stöðu faraldursins, að honum
haldi áfram hægt og bítandi að slota.
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Bi
rt
m
eð
fyr
irv
ar
a
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
slí
ku
.A
th
.a
ð
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Alicante
Dagsetning Önnur leið Báðar leiðir
9. september Frá14.900 Frá34.800
16. september Frá24.950 Frá39.850
23. september Frá19.900 Frá34.800
27. september Frá24.950 Frá44.850
flugábetraverðií september
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sumardagar í Reykjavík í sumar,
samkvæmt skilgreiningu Trausta
Jónssonar, veðurfræðings og rit-
stjóra Hungurdiska (trj.blog.is),
voru orðnir 24 síðasta dag ágúst-
mánaðar. Sumardagarnir í Reykja-
vík voru orðnir fjórum fleiri en sam-
kvæmt langtímameðaltali 70 ára en
níu dögum færri en að meðallagi á
þessari öld.
„Þrjú sumur á öldinni hafa skilað
færri sumardögum heldur en þetta,
2001, 2013, 2018 og 2020. Komi
sumardagar í september fer fjöldinn
nú einnig yfir 2005 og jafnvel 2015
líka. Langflestir urðu sumardag-
arnir í Reykjavík 2010, 2011 og
2012,“ skrifar Trausti. Hann segir að
í Reykjavík hafi langflestir sumar-
dagar ársins skilað sér í lok ágúst.
Samkvæmt meðaltali hafa aðeins 2-3
sumardagar skilað sér í september
en hafa þó orðið 11 þegar mest var.
Akureyringar mega vel við una en
þar voru sumardagar í sumar orðnir
70 þann 31. ágúst. Það er 22 fleiri en
meðaltal þessarar aldar og hafa
aldrei verið fleiri þann tíma sem
talningin nær yfir eða frá 1950. Að
auki bætast við að jafnaði um fjórir
sumardagar í september.
Trausti skilgreinir „sumardag“
þannig: „Miðað er við daglegar at-
huganir í Reykjavík klukkan 12, 15,
18 og 21. Þetta er algengur grilltími,
en tekur ekki til morgunathafna –
enda segjast menn þá vera svo
hressir að veðrið skipti engu máli.
Við viljum að það sé alveg úrkomu-
laust að minnsta kosti þrjá af þess-
um athugunartímum, við setjum
okkur líka fyrir að úrkoma frá 9 til
18 mælist minni en 2 mm. Þetta þýð-
ir að við leyfum skammvinna smá-
skúr. Við viljum líka að ekki sé al-
skýjað á öllum athugunartímunum
fjórum – en erum að öðru leyti ekki
kröfuhörð á sólina. Að lokum viljum
við að meðalhiti athugunartímanna
fjögurra sé að minnsta kosti 13,1
stig – eða að hámarkshitinn kl. 18 sé
meiri en 15 stig.“ gudni@mbl.is
Sumardagar í Reykjavík orðn-
ir 24 í sumar en 70 á Akureyri
- Trausti Jónsson veðurfræðingur telur fjölda sumardaga
Morgunblaðið/Eggert
Sumardagar Það eru úrkomulitlir
og tiltölulega hlýir dagar.
Almannavarnir hafa lýst yfir óvissu-
stigi vegna Skaftárhlaups. Upptökin
eru talin vera í Vestari-Skaftárkatli
en þaðan koma að jafnaði minni
hlaup. Að sögn Huldu Rósar Helga-
dóttur, náttúruvársérfræðings hjá
Veðurstofu Íslands, mun hlaupið lík-
lega ná hámarki á næstu dögum en
minni hlaup eiga það til að dreifast
yfir lengri tíma. Mögulegt er að
Skaftá flæði yfir nærliggjandi vegi
en ekki er búist við að það valdi
skemmdum. Vegfarendur í nágrenni
við ána eru þó beðnir um að vara sig.
Hægum vindi er spáð á svæðinu og
er því hætta á að gas safnist fyrir í
lægðum. Umhverfisstofnun hefur
þegar sett upp mæla á Kirkjubæj-
arklaustri svo hægt sé að fylgjast
með brennisteinsvetni. hmr@mbl.is
Skaftár-
hlaup hafið
- Muni ná hámarki
á næstu dögum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skaftá Mælar til að fylgjast með
mengun eru á Kirkjubæjarklaustri.
Prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar hafa um ára-
tugaskeið hist til skrafs og ráðagerða undir heit-
inu prestastefna. Vegna heimsfaraldursins var
engin prestastefna haldin í fyrra en nú boðaði
biskup til fundar við óvenjulegar aðstæður.
„Það má með sanni segja að setning presta- og
djáknastefnu 2021 síðdegis í gær hafi verið ein-
stök og fari í kirkjusögubækurnar,“ segir í frétt
á vefnum kirkjan.is. Aldrei áður hefur presta-
stefna verið haldin í netheimum.
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir,
flutti setningarræðu sína frammi fyrir upp-
tökuvél og athöfninni var varpað út með rafræn-
um hætti frá salnum Þingvöllum í Katrínartúni
4. Við hlið biskups sat sr. Kristján Björnsson,
vígslubiskup í Skálholti. Fjöldi presta var „mætt-
ur“ á skjáinn og sat við sína tölvu heima fyrir
eða annars staðar. sisi@mbl.is
Prestar og djáknar „hittust“ í netheimum
Ljósmynd/Hreinn S. Hákonarson