Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Valborg Ólafsdóttir í Holti undir Eyja- fjöllum var á dögunum valin sveitar- listamaður Rangárþings eystra 2021. Í umsögn menningarnefndar sveitar- félagsins segir að Valborg Ólafsdóttir hljóti útnefninguna fyrir frumlega tónlistar- og textagerð, tónlistar- sköpun og lifandi flutning. Valborg er einnig tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Rangæinga og tekur því þátt í að miðla sinni reynslu og þekkingu til yngri kynslóðarinnar. Valborg er fædd og uppalin í Kópa- vogi en flutti undir Eyjafjöllin árið 2012. Ásamt því að vera tónlistar- kona er Valborg einnig bóndi í Holti og býr þar með eiginmanni sínum, Orra Guðmundssyni, og tveimur börnum þeirra, Karólínu og Kormáki. Valborg og fjölskylda hafa lengi verið með mörg járn í eldinum en þau hjón hafa verið með ferðaþjónustu í nokk- ur ár og Valborg tekur á stundum lag- ið fyrir gesti sína heima í stofu. Val- borg hefur í áraraðir verið dugleg að semja og spila sína eigin tónlist og komið fram víða, bæði heima í héraði sem og á stærri vettvangi eins og Airwaves, sem haldin er í Reykjavík á haustdögum. sbs@mbl.is Valin sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2021 Frumleg tónlistarsköpun með lifandi flutningi í stofunni heima Listakona Valborg Ólafsdóttir hér með viðurkenningarskjal. Harpa Mjöll Kjart- ansdóttir, formaður menningarnefndar Rangárþing eystra, til hægri. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is F ramfarir læknisvísindanna hafa á starfsárum félags- ins verið miklar og bata- horfur barna sem greinast með krabbamein allt aðrar en áður var,“ segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Félagið er 30 ára um þessar mundir og verð- ur tímamótanna minnst með ýmsu móti á næstunni. „Sjúkrahúsdvöl barna með krabbamein svo mánuðum skiptir er líka úr sögunni. Núna fer stór hluti meðferðar fram á göngudeild og í heimahjúkrun og krakkarnir geta þá – eins og heilsa þeirra leyfir – sótt skóla, tómstundir og verið með vin- um sínum. Það dregur úr félagslegri einangrun sem á árum áður var al- gengur fylgifiskur meðferða barna.“ 300 fjölskyldur í félaginu Árlega greinast 12-14 börn á Ís- landi með krabbamein og eru 25-30 börn í meðferð á hverjum tíma. Í dag lætur nærri að lífslíkur þeirra sem greinast séu um 80%. Fyrir ekki svo ýkja mörgum árum var dánartíðnin hins vegar þessi sama hlutfallstala. Alltaf er það þó svo að krabbameinið hefur mikil áhrif og langvarandi á líf og líðan þess sem veikist. Í starfi SKB hefur því vaxandi þungi verið settur í þjónustu við þau sem hafa veikst en náð bata og glíma við síðbúnar afleiðingar af meini og meðferð. Í félaginu eru um 300 fjöl- skyldur og njóta þær í mörgum til- fellum stuðnings félagsins löngu eft- ir að meðferð lýkur. „Krabbameinslyf og geislar eru mjög öflugir. Jafnhliða því að vinna á meinum geta þessar aðferðir líka unnið skaða, sem getur bæði verið líkamlegur og andlegur. Einbeiting- arskortur, kvíði, heyrnarskerðing og frjósemisvandi er meðal þess sem okkar fólk glíma við. Stjórn SKB ákvað fyrir nokkrum árum að setja fjármagn í eftirfylgd og rannsókn á síðbúnum afleiðingum í samstarfi við Barnaspítalann og nú er eftirlit á líð- an þeirra sem lokið hafa meðferð og náð hafa 18 ára aldri í mjög góðum farvegi, auk þess sem þar er safnað mikilvægum upplýsingum sem gagnast munu til framtíðar,“ segir Gréta. Öll börn sem greinast með krabbamein á Íslandi fá meðferð hjá krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins. Það starfar eftir og tekur þátt í að þróa samnorrænar með- ferðaráætlanir. „Í teyminu er frá- bært fagfólk sem fylgist vel með nýj- ungum í meðferðum. Núna á allra síðustu mánuðum og misserum er farið að nota líftæknilyf og beita meðferðum sem þróaðar eru í sam- ræmi við þarfir hvers sjúklings. Þetta lofar góðu eftir áralanga stöðnun og bið eftir nýjum lyfjum fyrir börn.“ Veika barnið fær alla athygli Þegar barn greinist með krabbamein hefur slíkt alltaf mikil áhrif, þá ekki síst á foreldra viðkom- andi og systkini. SKB hvetur skjól- stæðinga sína til að huga vel að heilsu sinni, bæði andlegri og lík- amlegri, og styrkir félagsmenn til heilsuræktar. Stærstur hluti þess fjár sem félagið setur í stuðning við félagsmenn fer í að greiða fyrir sál- fræðiviðtöl. Auk þess er boðið upp á jafningastuðning fyrir mömmur, pabba og börnin, rétt eins og þeim hæfir. Í húsakynnum félagsins í Smáranum í Kópavogi er einnig boð- ið upp á listmeðferð fyrir börn sem Harpa Halldórsdóttir, starfsmaður félagsins, leiðir. „Veikindi barns gjörbreyta öllu lífi fjölskyldna,“ segir Gréta. „Veika barnið fær alla athygli og foreldrum getur orðið um megn að sinna dag- legu lífi. Þegar vinir og vandamenn bjóða fram aðstoð þá er hjálp við hversdagsleg verkefni, eins og að finna til mat eða setja í þvottavélina, það sem oftast kemur sér best.“ Gera sér á glaðan dag Arfur eftir hjónin Sigurbjörgu Sighvatsdóttur og Óskar Th. Þor- kelsson sem SKB fékk á fyrstu starfsárunum renndi stoðum undir starfið sem og fjársöfnun sem efnt var til í sjónvarpi. Einnig á félagið velunnurum og góðum bakhjörlum víða að mæta, sem gera mögulegt að halda úti öflugu starfi. Í seinni tíð hefur mjög munað um framlag Team Rynkeby en undir þeirra merkjum er hjólað árlega frá Kaup- mannahöfn til Parísar. Um slíkt munar því SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og fjármagnar starfið alfarið með sjálfsafla- og styrktarfé. „Við erum þakklát samfélaginu fyrir stuðninginn og velvildina sem við njótum,“ segir Gréta sem greinir frá því að um helgina ætli fé- lagsmenn saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn að gera sér glaðan dag, enda er það mikilvægt fyrir alla. Líka þá sem glíma við erf- iðleika. Veikindi barnanna gjörbreyta öllu Tímamót. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 30 ára. Batahorf- ur æ meiri og vísindum fleygir fram. 12-14 börn greinast árlega. Þakklát samfélaginu fyrir stuðn- ing og velvildina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stuðningur Gréta Ingþórsdóttir, til vinstri, er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Harpa Halldórsdóttir starfsmaður þar og býður skjólstæðingum félagsins meðal annars upp á listmeðferð. Sælgæti Kátir krakkar á sumarhátíð þar sem flogið var yfir með nammi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.