Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is MEÐ SJÁLFBÆRNI AÐ LEIÐARLJÓSI Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Listahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 1. til 19. júní og verður opn- unarhelgin með glæsilegasta móti. Búið er að svipta hulunni af tveimur stórviðburðum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, annars vegar sýningu sviðslistamann- eskjunnar Taylor Mac og hins veg- ar tónleikum með söngkonunni og hljómsveitar- stjóranum Bar- böru Hannigan. Listahátíð hefur, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, boðið til landsins Taylor Mac sem Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir vera sviðslista-, tónlistar- og draglistamanneskju frá Bandaríkj- unum. Mac skilgreinir sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns, né held- ur kynsegin, og notast við persónu- fornafnið judy. Taylor Mac sló í gegn fyrir örfáum árum með tuttugu og fjögurra tíma listgjörningi sem ber titilinn A 24 Decade History of Popul- ar Music og munu íslenskir gestir fá að sjá brot úr því verki auk nýs efnis. „Verk Taylor Mac eru ótrúleg sjónræn veisla. Það er ofsalegur íburður og glamúr í kringum þetta. Eitthvað sem er stórt fyrir verður enn stærra. Mac er samfélagsrýnir og nálgunin er mjög pólitísk, en samt pólitísk á mjög skemmtilegan og hjartnæman hátt. Saga Bandaríkj- anna er eiginlega tekin í nefið í gegn- um vinsæla tónlist og sett í sam- félagslegan spegil út frá sjónarhorni þeirra sem hefur, í gegnum tíðina, verið sópað til hliðar,“ segir Vigdís. Í krafti mennskunnar „Allar sýningar Taylor Mac eru í þessum ótrúlega fallega, mannlega stíl. Það er verið að fagna mennsk- unni. Mac opnar hjörtu áhorfenda. Það er alveg ótrúlegasta fólk sem lendir í því að það opnist einhverjar gáttir sem hafa aldrei opnast áður við það að fara á þessa sýningu. Mac nær í gegn í krafti mennskunnar og listarinnar og svo er þetta geggjaður „performer“, ofboðslega sterkur söngvari og grínisti.“ Þegar Mac kemur, ásamt teymi sínu, í nýtt um- hverfi á borð við Ísland er það skil- yrði að í upphafi ferðar hitti þau listamenn og fulltrúa úr því sam- félagi og setjist niður með þeim. Vigdís segir þau reyna að átta sig á hvað er að gerast á Íslandi og á því hvaða brennandi spurningar séu áberandi í samfélagsumræðunni og það nýtist síðan við gerð sýningar- innar. „Það verður mjög áhugavert að fá svona heimsklassa listamann- eskju í þetta umhverfi okkar hér og fá svona gestsaugað á hlutina. Það verða íslensk „element“ inni í þessari sýningu,“ segir hún en hún vill ekki ljóstra upp meiru um það. „Ég vona að sviðslistafólk og fólk sem hefur áhuga á sviðslistum, og að ég tali nú ekki um hinsegin menn- ingu og pólitísku samtali og sam- félagslegri umræðu, láti þetta ekki fram hjá sér fara. En svo er þetta líka bara frábær skemmtun fyrir hvern sem er. Manni líður eins og salur og svið renni saman án þess að það sé verið að ögra áhorfendum neitt. Mac skapar þannig andrúms- loft. Fólk fer út með hlýtt í hjartanu. Þetta er stórviðburður í svo mörgu samhengi. Það er stórviðurburður fyrir Þjóðleikhúsið að fá til sín mann- eskju sem er núna á hátindinum í sviðslistum,“ segir Vigdís og bætir við að það sé stórkostlegt að eiga listastofnanir á borð við Þjóðleik- húsið í þessu litla samfélagi, sem geta tekið á móti svona listafólki á glæsilegan hátt. „Við gætum þetta ekki án þessa sterka samstarfsaðila. Það er stórkostlegt “ „Einstakur hæfileiki“ Listahátíð nýtur góðs af samstarfi við fleiri stofnanir. Hinn gestur Listahátíðar sem Vigdís segir frá að þessu sinni er hin kanadíska Barbara Hannigan sem mun koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vigdís segir það vera draum sem sé að ræt- ast að fá til landsins þessa listakonu sem kemur fram í öllum stærstu tón- listarsölum og hátíðum um allan heim. Hún er bæði sópransöngkona og hljómsveitarstjóri og sameinar þessi tvö hlutverk. Hún stýrir hljóm- sveitinni en snýr sér síðan út í sal og syngur. „Hún er eftirsóttur stjórn- andi og svo er hún frábær söngkona og nær að sameina þetta. Það er algjörlega magnað og einstakur hæfileiki. Ég held að þetta verði ein- stök upplifun fyrir Sinfóníuhljóm- sveit Íslands að vinna með henni af því þetta er svo sérstakt. Hún er víst mjög vel liðin, það þykir skemmtilegt að vinna með henni og svo er hún stórglæsileg líka. Þetta er súper- stjarna sem er alveg ótrúlega gaman að geta haft á dagskrá Listahátíðar.“ Efnisskrá tónleikanna er ekki komin á hreint en Vigdís segir að hún verði aðgengileg, létt og leikandi. Þema Listahátíðar er „Hinu- megin“. „Í einfaldasta skilningi erum við að leika okkur með „Hinumegin við Covid“ en þetta fléttast inn í dag- skrárgerðina á mjög fjölbreyttan hátt,“ segir Vigdís. „Taylor Mac gef- ur okkur sjónarhornið hinumegin frá og setur okkur í raun hinumegin.“ Barbara Hannigan brýtur hins vegar niður hin venjulegu skil milli hljómsveitar og einleikara. „Hún brúar bilið. Það er ekkert „hinu- megin“ hjá henni. Hún hefur tögl og hagldir á meðan hún „frontar“ þetta,“ segir Vigdís. „Við verðum komin hinumegin við Covid, þótt það verði ekki nema í þeim skilningi að Covid sé búið að breyta samfélaginu varanlega og þessi hátíð verður eiginlega sér- staklega glæsileg af því að við erum að njóta tveggja hátíða í einu hvað alþjóðlega hlutann varðar. Listahátíð leggur áherslu á, nú sem fyrr, það þar sem listgreinarnar mætast, þar sem eitthvað óvænt gerist.“ Sýning Taylor Mac verður 1. og 2. júní en tónleikar Barböru Hannigan 3. og 4. júní. Miðasala er hafin á báða þessa viðburði. Dagskrá Lista- hátíðar í heild sinni verður síðan kynnt þegar líður á veturinn. Ljósmynd/Little Fang Stjarna Barbara Hannigan syngur einsöng og stjórnar hljómsveitinni. „Ótrúleg sjón- ræn veisla“ - Barbara Hannigan og Taylor Mac koma fram á Listahátíð í Reykjavík Vigdís Jakobsdóttir Glamúr „Allar sýningar Taylor Mac eru í þessum ótrúlega fallega stíl.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.