Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Lyfjafyrirtækið
Moderna sagði
að það hefði
fundið ryðfríar
stálagnir í
skömmtunum af
bóluefni sínu
gegn kór-
ónuveirunni, sem
japönsk stjórn-
völd tóku úr um-
ferð í síðustu
viku.
Sagðist fyrirtækið ekki eiga von
á að skammtarnir hefðu ógnað ör-
yggi sjúklinga eða að mengunin
hefði dregið úr virkni bóluefnisins,
en stjórnvöld í Japan rannsaka nú
andlát tveggja manna, sem fengu
mengað bóluefni.
Er mengunin rakin til fram-
leiðslugalla í verksmiðju á Spáni.
JAPAN
Stálagnir fundust í
Moderna-glösunum
Moderna Bólu-
efnið innihélt stál.
Joe Biden
Bandaríkja-
forseti fordæmdi
í gær nýja og
stranga löggjöf
um fóstureyð-
ingar sem Texas-
ríki leiddi í lög
fyrr í vikunni.
Sagði Biden lög-
gjöfina brjóta
gegn stjórn-
arskránni og dómi Hæstaréttar frá
1973 í máli Roe gegn Wade, sem
tryggði rétt kvenna til fóstureyð-
inga.
Samkvæmt nýju löggjöfinni eru
allar fóstureyðingar bannaðar eftir
sjöttu viku meðgöngu, en konur
vita oft ekki af óléttu á þeim tíma.
Þá heimilar hún einkamál ein-
staklinga gegn fólki sem grunað er
um að hafa látið eyða fóstri eða að-
stoðað við slíkt.
Sagði Biden að ríkisstjórn hans
væri staðráðin í að standa vörð um
rétt kvenna til fóstureyðinga, en
Hæstiréttur Bandaríkjanna á enn
eftir að taka afstöðu til þess hvort
löggjöfin í Texas standist stjórn-
arskrá.
BANDARÍKIN
Biden fordæmir
löggjöf Texas-ríkis
Joe
Biden
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Fögnuður talíbana vegna sigurs
þeirra í Afganistanstríðinu hélt
áfram í gær, með skrúðgöngu í borg-
inni Kandahar. Mátti þar sjá sumt af
þeim stríðstækjum og -tólum sem
þeir náðu að taka herfangi í lokasókn
sinni að Kabúl, en þar á meðal var
ein Blackhawk-þyrla, sem Banda-
ríkjaher notar meðal annars í verk-
efnum sérsveita sinna. Sveimaði hún
um með hvítum fána talíbana, en
nokkur umræða hefur skapast í
Bandaríkjunum um það hvaða vígtól
hafi fallið í hendur þeirra.
Enn er óvíst hvernig starfsemi al-
þjóðaflugvallarins í Kabúl verður
háttað, en teymi sérfræðinga frá
Katar varð fyrst til þess að lenda á
vellinum eftir brottför Bandaríkja-
hers fyrr í vikunni.
Mun teymið leiða viðræður við ta-
líbana um hvernig eigi að koma vell-
inum aftur í flughæft ástand, en
Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við
að hörmungar séu í nánd, takist ekki
að koma matvælum og lyfjum til
Afganistans í gegnum flugvöllinn á
allra næstu vikum.
Skjótist ekki undan skyldum
David Sassoli, forseti Evrópu-
þingsins, sagði í gær að Evrópusam-
bandið gæti ekki skotist undan
skyldum sínum gagnvart hælisleit-
endum, sér í lagi þegar von væri á
auknum fjölda flóttamanna frá Afg-
anistan.
Ummæli Sassolis féllu degi eftir
að innanríkisráðherrar aðildarríkj-
anna ræddu málefni Afganistans og
samþykktu að reyna að fá nágranna-
ríki landsins, einkum Pakistan og
Tadjíkistan til þess að taka við
megninu af þeim sem vildu flýja Afg-
anistan.
Sagði Sassoli að hann hefði orðið
fyrir vonbrigðum með fund innanrík-
isráðherranna, og að Evrópusam-
bandið yrði að axla ábyrgð. Varnar-
mála- og utanríkisráðherrar
sambandsins munu funda í dag og á
morgun í Slóveníu, og er gert ráð
fyrir að Afganistan verði þar efst á
baugi.
Sorg og reiði í Pentagon
Lloyd Austin, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, og Mark Mil-
ley, yfirmaður herráðsins, héldu í
gær blaðamannafund, hinn fyrsta
eftir lok stríðsins. Sögðust þeir finna
til bæði sorgar og reiði vegna þess
hvernig átökunum hefði lyktað, og
hét Austin því að herafli Bandaríkj-
anna myndi draga lærdóm af því sem
úrskeiðis fór, án þess að hann vildi
kalla það ósigur Bandaríkjanna.
Milley sagði að mögulega myndi
Bandaríkjaher vinna með talíbönum
í framtíðinni til þess að stemma stigu
við Ríki íslams-Khorasan-samtökun-
um, sem frömdu hryðjuverkið sem
felldi 13 bandaríska hermenn í síð-
ustu viku.
Talíbanar sýna herfangið
- Sérfræðiteymi frá Katar aðstoðar við að koma flugvellinum í gang - ESB geti
ekki vikið sér frá ábyrgð - „Reiði og sorg“ ríkir meðal yfirmanna Bandaríkjahers
AFP
Sigurför Blackhawk-þyrla á valdi
talíbana flýgur yfir Kandahar.
Íbúar í Louisiana, Mississippi og
Alabama glíma nú enn við eftirköst
fellibylsins Ídu, og þurfti þessi íbúi í
bænum Jean Lafitte í Louisiana að
vaða vatnselginn meðan hann beið
eftir aðstoð.
Enn er rafmagnslaust víða um
Suðurríki Bandaríkjanna eftir felli-
bylinn, og var staðfest í gær að
tveir starfsmenn raforkufyrirtækis
hefðu látist á þriðjudaginn þegar
þeir voru að gera við raflínur í Ala-
bama-ríki. Hafa þá alls sex manns
farist af völdum bylsins.
Stjórnvöld í ríkjunum reyna nú
að koma íbúum sínum til aðstoðar
með öllum ráðum, en brýnast er að
koma matvælum, vatni og raforku
aftur á. Er áætlað að um 750.000
heimili séu enn rafmagnslaus í
Louisiana.
Enn glímt
við eftirköst-
in af Ídu
AFP
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Fuse tread
10.995 kr.
St. 27-37,5
withMemory
Foam
SMÁRALIND - KRINGLAN - SKÓR.IS
ÞÆGILEGIR SKÓR
Í SKÓLANN!
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
TAKTU
HAUSTIÐ
HEIM Í HÚS