Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 MITSUBISHI - L200 INSTYLE – RN. 153711 Nýskráður 3/2020, ekinn 17 þ.km., dísel, hvítur, sjálfskiptur, túrbína, dráttarkrókur, driflæsingar, upphækkaður, kastarar, palllok, bakkmyndavél. Verð 7.490.000 kr. PEUGEOT - 3008 – RN. 340427 Nýskráður 5/2018, ekinn 70 þ.km., bensín, brúnn, sjálfskiptur, hiti í sætum, litað gler, álfelgur, dráttarkrókur, bakkmyndavél, akgreinavari, USB. Verð 3.490.000 kr. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is VW - GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT RN. 331250. Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km., bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, hraðastillir, 360° nálgunarvarar, akreinavari, bluetooth, HDMI. Verð 4.590.000 kr. VW - PASSAT LIMO GTE 1.4 TSI PLUG-IN-HYBRID RN. 340287. Nýskr. 5/2018, ekinn 35 þ.km., bensín/ rafmagn, dökkgrár, sjálfsk., álfelgur, stöðugleikakerfi, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar, bluetooth. Verð 3.490.000 kr. rétta hverfið í það á þeim tíma,“ segir Sólrún frá og eru Breið- holtsbúar nútímans beðnir um að móðgast ekki mjög mikið yfir þess- um orðum, margt hefur breyst á tæpum fjórum áratugum. Sólrún starfaði á þessum tíma sem atvinnudansari hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar og keppti grimmt í svokölluðum freestyle- dansi í Tónabæ heitnum. „Nú, þekkirðu þá ekki Önnu Sigurð- ardóttur?“ freistast blaðamaður til að spyrja og vísar þar í bekkj- arsystur sína úr Garðaskóla í Garðabæ og þekkta freestyle- danskonu á öldinni sem leið. „Jú, að sjálfsögðu veit ég hver hún er,“ svarar Sólrún og sannar þar enn hið fornkveðna um hve heimurinn sem við byggjum er lítill. Kjaftforir karlar í skúr Úr Breiðholtinu fluttist Sólrún til Sigur Sólrún nælir sér í einn fjöl- margra bikara ferils síns á Nor- egsmeistaramótinu árið 2011. Þessi dama neglir þig næst - Rammíslensk vaxtarræktardrottning rekur naglastofu í Tønsberg í Noregi - Fékk nóg af Breið- holti og flutti vestur - Stundaði innbrot með systur sinni - „Skítsama hverjum ég keppti á móti“ Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Á stofunni Sólrún á naglastofu sinni við Storgaten í miðbæ Tønsberg. Hún þarf ekki að fara um langan veg í vinnuna þar sem hún býr á hæðinni fyrir ofan. Sólrún kveðst kunna ákaflega vel við sig í Noregi þar sem hún hefur búið síðan á haustdögum 2008, fjögurra barna móðir, vaxtarræktarkona og amma. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Ferillinn Sólrún á veglegt safn bikara frá ferli sínum á sviðinu sem hún stillti upp fyrir myndatöku í stofu sinni. Á afrekaskránni er auk margs annars annað sæti á HM í bodyfitness en Sólrún ánetjaðist stálinu ung. VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Ekki er örgrannt um að lesendur, sem komnir eru af því allra léttasta, minnist akureyrsku stuttmyndanna Skotnir í skónum og Negli þig næst, er gerðu víðreist á tíunda áratug aldarinnar sem leið. Titill þeirrar síðarnefndu kemur óneitanlega upp í hugann þegar vaxtarræktarkonan og naglasérfræðingurinn Sólrún Margrét Stefánsdóttir í hinum fagra miðaldabæ Tønsberg í Noregi segir Morgunblaðinu af allskrautlegri ævi sinni, en snemma á henni fékk Sól- rún nóg af Breiðholti og flutti vestur á firði, sem var þó aðeins byrjunin. Sólrún er ættuð úr Miðfirði í Húnavatnssýslu í föðurættina, þangað sem ekki ómerkari menn en Guðmundur Bergþórsson skáld frá Stöpum í Vatnsnesi rekja ættir sín- ar, höfundur Olgeirs rímna danska, lengstu rímna íslenskra, sem varð- veist hafa í eiginhandarriti. Frauka þessi er dóttir Stefáns Þorvarðar- sonar heitins, en afi hennar var Þor- varður Júlíusson, sauðfjárbóndi á Hítarnesi, sem um 1970 var talinn eiga einna mest á fjalli slíkra bænda íslenskra og átti auk þess hlut í hinni gjöfulu laxelfi Miðfjarðará. Móðir Sólrúnar er Viktoría Lára Steindórsdóttir frá Ragnheiðar- stöðum í Flóa, en fjölskyldan var búsett í Fellahverfinu í Breiðholti þegar Sólrún kom í heiminn á því herrans ári 1972, yngst fjögurra systkina. Notuð í öllum innbrotum „Mér þótti Breiðholtið reyndar ótrúlega spennandi, en á þeim tíma sem ég var að alast upp í Fellahverf- inu var svo mikill klíkuskapur þarna og afbrot að maður vogaði sér ekki út úr húsi fyrr en maður var búinn að kíkja út og athuga hverjir væru þar,“ segir Sólrún og getur ekki var- ist hlátri yfir ljúfsárum æskuminn- ingum sínum. „Viltu fá eina glæpasögu úr Breiðholtinu?“ spyr þessi vöðva- stælta kona íbyggin, sem virðist ekki kalla allt ömmu sína. Í ljós kemur enda að glæpasagan sú segir af þeim systrum. „Ég var svo lítil og mjó þarna upp úr 1980 að ég var notuð í öllum innbrotum með systur minni. Þá var mér troðið inn um alla glugga til að komast inn og opna dyr ef ég stóð þá ekki á verði til að fylgj- ast með hvort löggan væri að koma,“ rifjar Sólrún upp og hlær öðru sinni, eins og marbendillinn í þjóðsögunni. „Svo ákvað ég bara að fara, þegar ég eltist langaði mig að stofna fjöl- skyldu, en fannst Breiðholtið ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.