Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Hversu lengi sam-
þykkir þjóðin að búa
við stjórnarhætti sí-
felldrar undantekn-
ingar; undantekn-
ingar frá lýðræði,
frelsi og mannrétt-
indum, sem upp-
haflega var gripið til
vegna neyðar og
óvissu, en verður
ekki réttlætt lengur?
Vatnaskil
Síðsumars varð grundvall-
arbreyting í Covid-baráttunni. Þá
var þjóðin fullbólusett og nýtt
„eðlilegt ástand“ skapaðist, vænt-
anlega til frambúðar. Danir hafa
nú aflétt öllum takmörkunum
vegna faraldursins með þeim orð-
um að eftir bólusetningu sé sam-
félagslegi kostnaðurinn við lokanir
meiri en af yfirferð faraldursins.
Sjá má í útlínur nýs eðlilegs
ástands, þar sem faraldurinn geng-
ur aftur og aftur yfir í nýjum af-
brigðum, en síendurteknar bólu-
setningar með sínýjum bóluefnum
draga úr alvarleika
veikinda. Þá eru komin
fram lyf sem milda
veikindin.
Undantekningin
verður regla
Við þessi vatnaskil
hvarf réttlætingin fyr-
ir undantekningunni.
Ef íslensk stjórnvöld
ætla að framlengja
hömlur á frelsi og
stjórna áfram með al-
ræðisaðferðum þá hef-
ur undantekningin orðið að reglu
sem vandséð er við hvaða skilyrði
verður felld.
Þessu hafa fræðimenn líkt við
þróunina í Þýskalandi upp úr 1933
þegar Hitler lýsti yfir ástandi und-
antekningar sem síðan stóð í tólf
ár, án þess að hann ógilti Weimar-
stjórnarskrána formlega, en afnam
í raun öll ákvæði hennar um frelsi,
mannréttindi og stjórnarhætti skil-
merkilega (byggt á Agamben,
2021).
Meðferð valds
Valdhafar verja fyrst og síðast
völd sín, þótt líf og heilsa almenn-
ings kunni að vera þeim hugstæð,
sérstaklega þó þegar þessi atriði
styðja hvort annað. Því hefur rík-
isstjórn Íslands beitt heilsuterror
og tæknitrúarbrögðum til að und-
irbyggja stuðning við hið nýja
stjórnkerfi. Í múgæsingu nýju
trúarbragðanna krefst almenn-
ingur meiri takmarkana og fagnar
tilkomu alræðis framkvæmd-
arvaldsins sem tilkynnir reglulega
hvaða réttindi eru tekin af fólk og
ríkið heldur kerfinu uppi með lög-
regluvaldi og afnámi á réttinum til
einkalífs.
Þetta ástand, sem virðist vera að
brotna upp, hefur verið viðvarandi
víðast hvar og setur framtíðs vest-
ræns lýðræðis í uppnám. Veruleg
hætta er á að ekki verði snúið að
öllu leyti til baka.
Heilbrigðisráðherra er ábyrgur
fyrir þeim ákvörðunum sem teknar
hafa verið og honum ber sem
framkvæmdarvaldi að fara eftir
stjórnsýslureglum; flestar hafa
þær þó verið brotnar. Í þessu efni
mæta stjórnvöld oftast sjálfum sér;
ef úrlausn hefur byggst á villandi
forsendum verður í framhaldinu
erfitt að taka á andstæðum eða
hliðstæðum málum. Baráttan við
faraldurinn er langhlaup, en að-
gerðirnar voru og eru skamm-
tímalausnir í falskri von um að
fyrra ástand komi aftur. Líta hefði
mátt til hófstilltrar valdbeitingar
Svía.
Skyldur til heilbrigðisþjónustu
Ríkinu ber að veita íbúum heil-
brigðisþjónustu og gildir þá einu
hvort harðir sjúkdómar ganga yfir
eða ekki. Það hefur ríkið gert í
meira en öld. En Landspítalinn
neitar að þjóna almenningi vegna
Covid-19; læknar hans koma reglu-
lega í fjölmiðla og segjast hvorki
geta né vilja þjóna vegna farald-
ursins.
Ef við ræðum málið ekki sem
uppreisn og minnumst ekki á kúg-
unaraðstöðu Landspítalans gagn-
vart ríkinu, þá berast böndin aftur
að ábyrgð heilbrigðisráðherra.
Hann á að sjá til þess að þjónusta
sé til staðar í því umfangi sem
sjúkdómar og aðstæður kalla á og
hefur í þessu máli haft hálft annað
ár til stofna afkastamikla sótt-
varnadeild, helst utan Landspít-
alans til að dreifa sýkingaráhættu
og af fyrrgreindum ástæðum. Það
hefur ráðherrann ekki gert og van-
ræksla hans er á þeim skala að
honum ber að víkja. Þetta þykja
hörð orð, jafnvel þegar árangri
stjórnmálamanns er stórlega áfátt,
en nútímaþjóðfélag án viðeigandi
framboðs á heilbrigðisþjónustu fær
ekki staðist.
Önnur atriði
Hér verður fjármálahlið málsins
ekki reifuð svo sem skyldur rík-
isstjórnarinnar til að brauðfæða
þjóðina, halda uppi atvinnu og
tekjustigi allra aðila og þá einnig
að hafa opin landamæri séu það
forsendur tekjuöflunar þjóðar
hennar.
Óbólusettir eru orðnir „hinir lík-
þráu“ á Vesturlöndum og njóta
ekki mannréttinda og eiga ekki að
gera það samkvæmt sumum ráð-
gjöfum ríkisstjórnarinnar. Alvarleg
brot á sjálfsákvörðunarréttinum
virðast fram undan og er þetta
meðferð á fólki sem engan hefði
órað fyrir.
Tölfræðingar hafa notað hvert
tækifæri til að sveigja niðurstöður
aðheilsuterrornum. Eldra fólk sem
áður dó vegna elli og sjúkdóma en
féll að lokum frá vegna lungna-
bólgu deyr nú eðlilega úr Covid-19.
Enginn bar þó áður fram tölfræði
lungnabólgunnar. Við yfirferð far-
aldursins í Svíþjóð hafa ekki fleiri
dáið en í meðalári.
Lokaorð
Mikilvægt er að gera upp tíma-
bil undantekningarinnar. Þó er
ljóst að samfélagslegi kostnaðurinn
verður lengi að koma fram, ofbeld-
ið á heimilunum sem rekja má til
lokunar bara, sem er kannski
ógeðfelldasta og hæsta kaupverð
undantekningarinnar, gæti komið
fram þegar þolendurnir verða
komnir yfir miðjan aldur.
Reikna má með að núverandi
ríkisstjórn fái slæma útreið þegar
frá líður, þótt hún hafi skákað með
vinsældir sínar allt kjörtímabilið í
skjóli ofsahræðslu almennings, og
hún lifi jafnvel af komandi kosn-
ingar með sama móti.
Eftir Hauk
Arnþórsson »Ríkisstjórninni ber
að tryggja frelsi,
mannréttindi og rétta
stjórnskipan, veita
læknisþjónustu, verja
minnihlutann – og
tryggja afkomu þjóð-
félagsins
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
haukura@haukura.is.
Undantekningin og reglan
Allt um sjávarútveg