Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.09.2021, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 Meistaradeild kvenna 2. umferð, fyrri leikir: Vålerenga – Häcken................................ 1:3 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 76. mínútu. - Diljá Ýr Zomers kom inn á sem vara- maður á 68. mínútu hjá Häcken. Levante – Lyon ........................................ 1:2 - Sara Björk Gunnarsdóttir er barnshaf- andi og lék ekki með Lyon. Wolfsburg – Bordeaux............................ 3:2 - Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Bordeaux á 65. mínútu. Osijek – Breiðablik................................... 1:1 Sparta Prag – Köge.................................. 0:1 Vllaznia – Juventus .................................. 0:2 Servette – Glasgow City .......................... 1:1 Undankeppni HM karla A-RIÐILL: Lúxemborg – Aserbaídsjan..................... 2:1 Portúgal – Írland...................................... 2:1 Staðan: Portúgal 10, Serbía 7, Lúxemborg 6, Írland 0, Aserbaídsjan 0. D-RIÐILL: Kasakstan – Úkraína ............................... 2:2 Frakkland – Bosnía.................................. 1:1 Staðan: Frakkland 8, Úkraína 4, Finnland 2, Bosnía 2, Kasakstan 2. F-RIÐILL: Danmörk – Skotland ................................ 2:0 Færeyjar – Ísrael ..................................... 0:4 Moldóva – Austurríki ............................... 0:2 Staðan: Danmörk 12, Ísrael 7, Austurríki 7, Skot- land 5, Færeyjar 1, Moldóva 1. G-RIÐILL: Lettland – Gíbraltar................................. 3:1 Noregur – Holland ................................... 1:1 Tyrkland – Svartfjallaland ...................... 2:2 Staðan: Tyrkland 8, Holland 7, Svartfjallaland 7, Noregur 7, Lettland 4, Gíbraltar 0. H-RIÐILL: Malta – Kýpur........................................... 3:0 Rússland – Króatía................................... 0:0 Slóvenía – Slóvakía................................... 1:1 Staðan: Króatía 7, Rússland 7, Slóvakía 6, Slóvenía 4, Malta 4, Kýpur 4. J-RIÐILL: Leikir í kvöld: 18.45 Ísland – Króatía 18.45 Liechtenstein – Þýskaland 18.45 N-Makedónía – Armenía Staðan: Armenía 3 3 0 0 6:2 9 N-Makedónía 3 2 0 1 9:4 6 Þýskaland 3 2 0 1 5:2 6 Rúmenía 3 1 0 2 5:6 3 Ísland 3 1 0 2 4:6 3 Liechtenstein 3 0 0 3 1:10 0 Vináttulandsleikir karla Finnland – Wales...................................... 0:0 Sviss – Grikkland ..................................... 2:1 Katar – Serbía .......................................... 0:4 Danmörk Bikarkeppnin, 2. umferð: Roskilde – OB........................................... 1:2 - Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB. Hilleröd – SönderjyskE .......................... 0:5 - Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjyskE á 46. mín- útu. Tårnby – Lyngby ..................................... 1:5 - Frederik Schram varði mark Lyngby, Sævar Atli Magnússon var ekki í hóp. Freyr Alexandersson þjálfar liðið. >;(//24)3;( Danmörk GOG – Ribe-Esbjerg............................ 21:24 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði tvö skot í marki GOG. Sviss Wacker Thun – Kadetten ................... 21:24 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA Undankeppni HM karla: Laugardalsv. Ísland – Rúmenía.......... 18.45 Í KVÖLD! Í TÓKÝÓ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kári Jónsson, yfirmaður frjáls- íþróttamála hjá Íþróttasambandi Ís- lands, segir að það sé raunsætt markmið að fara með helmingi fleira frjálsíþróttafólk á Ólympíumót fatl- aðra í París árið 2024 en keppti á mótinu sem nú stendur yfir í Tókýó. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir varð sjöunda í kúluvarpi og átt- unda í langstökki í flokki hreyfi- hamlaðra og Pat- rekur Andrés Axelsson varð sjöundi í 400 metra hlaupi í flokki blindra en þau kepptu í sínum greinum um helgina. „Þau Bergrún og Patrekur eru bæði ný á þessu alþjóðasviði og við erum með fleiri keppendur sem voru mjög nálægt því að fá keppnisrétt hérna. Þrjár stúlkur í viðbót náðu lágmörkum en þegar heimslistinn bættist við misstu þær naumlega af því. Það munaði rosalega litlu að við værum fleiri. Við vonumst til þess að þessi hópur verði mjög öflugur og við verðum örugglega með fleiri eftir þrjú ár,“ sagði Kári þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í Tókýó. Góð staða gagnvart Norðurlandaþjóðunum „Það er raunsætt mat að við get- um farið með fjóra keppendur til Parísar en það er áhugavert að horfa til hinna norrænu landanna sem hafa verið að ströggla. Svíar eru með svipaðan fjölda keppenda og við, þó þeir séu svona mikið fjölmennari, og Norðmenn eru með örlítið fleiri en við. Meira að segja Finnar eru í vandræðum. Við erum að gera góða hluti og ef við förum með þrjá eða fjóra erum við strax komin fram úr hinum Norðurlandaþjóðunum. Við erum mjög ánægð með frammistöðuna hjá Bergrúnu og Patreki. Hér í Tókýó horfum við á heimsmetin og ólympíumetin falla hvert á fætur öðru og stóru þjóð- irnar hafa sett miklu meiri kraft í þetta mót en við höfum áður séð. Samkeppnin verður alltaf harðari og harðari. Kínverjar eru orðnir mjög áberandi, þeir hafa verið öflugir síð- an þeir komu fyrst inn árið 2008. Bandaríkjamenn hafa ekki blómstr- að sérstaklega en keppnin er samt miklu betri en áður. Við vorum að horfa á kúluvarp í F20 kvenna og ég hef bara aldrei séð svona keppni þar sem sú sjöunda í röðinni kastaði yfir 13 metra. Hingað til hafa þær sem hafa kastað 13 metra verið öruggar á verðlaunapall. Þarna var sett heimsmet og tvö álfumet. Svona er þetta nánast í hverri grein.“ Þurfum atvinnuþjálfara Kári segir hins vegar að til þess að Ísland haldi í við stóru þjóðirnar og geti haldið áfram að veita þeim keppni þurfi margt að breytast. „Við erum í áhugamennsku, við erum ekki með atvinnuþjálfara og getum bætt okkur heilmikið. Það er ýmislegt hægt að gera ef við viljum komast aftur nær því að vinna til verðlauna á svona móti en þá verð- um við að gefa aðeins í. Þjálfararnir verða að vera meira til staðar og vera í fullu starfi. Það er næsta skref, þeir séu atvinnumenn en þurfi ekki að vinna fulla vinnu og yfir- vinnu til að geta sinnt þjálfuninni í aukavinnu. Það dugar bara ekki eins og samkeppnin er orðin.“ Æft í frosnum gámi Kári sagði enn fremur að ýmsu væri ábótavant þegar kæmi að um- gjörðinni í kringum frjálsíþróttir á Íslandi og ekki hefði ástandið batnað þegar gripið var til aðgerða gagn- vart kórónuveirunni. „Ýmislegt hefur bjátað á. Laugar- dalsvöllurinn hefur verið ónýtur í þrjú ár og okkur var hent út úr frjálsíþróttaaðstöðunni í Laugar- dalshöll í vetur. Er öllum sama? Er samt ætlast til þess að ná árangri? Okkur er hent út úr höllinni og hent út af vellinum og sagt að éta bara það sem úti frýs. Við reyndum að gera okkar besta og vorum í vetur með lyftingaæfingar í óupphituðum og frosnum gámi á kastsvæðinu í Laugardal. Á meðan létu til dæmis Ítalir allt sitt frjálsíþróttafólk æfa áfram og gerðu það kleift með breyttri að- stöðu og sótthreinsun. Þannig hugsa þeir sem vilja ná árangri. Hérna var fyrsta hugsunin sú að það væri bara einfaldast að henda okkur út og gefa öllum frí. Ætlast svo til þess að við náum árangri. Það er algjörlega gal- ið,“ sagði Kári Jónsson. Með ónýtan völl og hent út úr höll - Kári vonast eftir helmingi fleiri Íslendingum í frjálsum í París 2024 Ljósmynd/ÍF Frjálsíþróttir Patrekur Andrés Axelsson keppti í 400 m hlaupi blindra á Ólympíumótinu í Tókýó ásamt aðstoðarhlaupara sínum Helga Björnssyni. Kári Jónsson Bandaríski sóknarmaðurinn Brenna Lovera hefur skrifað undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Lovera, sem er 24 ára gömul, kom til liðs við Selfoss í vor frá Boavista í Portúgal og hefur staðið sig virkilega vel. Hún er markahæst í úrvalsdeild- inni, Pepsi Max-deildinni, í sumar með 13 mörk í 14 leikjum. Alls á hún að baki 23 leiki í efstu deild með Selfossi og ÍBV þar sem hún hefur skorað nítján mörk en Selfoss er með 25 stig í fjórða sæti deild- arinnar, stigi minna en Þróttur. Sú markahæsta áfram á Selfossi Ljósmynd/Þórir Tryggvason 13 Lovera, til vinstri, er markahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna. Rúnar Páll Sigmundsson hefur ver- ið ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu og fær það hlutverk að reyna að bjarga því frá falli úr úr- valsdeildinni í þremur síðustu um- ferðum hennar. Rúnar tekur við af Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni en þeim var sagt upp störfum eftir ósigurinn gegn Breiðabliki á dögunum, 0:7. Fylkir er með 16 stig í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar, stigi minna en HK, en Rúnar þjálfaði Stjörnuna samfellt frá 2014 áður en hann hætti óvænt störfum í vor. Rúnar Páll ráðinn þjálfari Fylkis Ljósmynd/Eyþór Árnason Árbær Rúnar hefur verið ráðinn þjálfari Fylkis út keppnistímabilið. Víðir Sigurðsson í Tókýó vs@mbl.is Arna Sigríður Albertsdóttir hefur þegar sett stefnuna á að komast aft- ur á Ólympíumót fatlaðra eftir þrjú ár, þegar það verður haldið í París. Hún lauk keppni á Fuji- kappakstursbrautinni í gær þar sem hún keppti í handahjólreiðum tvo daga í röð. Niðurstaðan varð fimm- tánda sæti af sextán sem hófu keppni í 27 km götuhjólreiðum. Arna á talsvert í land með að veita þeim bestu í íþróttinni keppni en hún hefur tímann fyrir sér. Arna er 31 árs en í þessari úthaldsíþrótt eru þær bestu á fimmtugs- og jafnvel sextugsaldri. Í gær var það Jennette Jansen, 53 ára hollensk kona, sem sigraði, Annika Zeyen, 36 ára Þjóð- verji fékk silfur og Alicia Dana, 52 ára bandarísk kona, fékk bronsið. Arna sagði við Morgunblaðið eftir keppnina að hún stefndi ótrauð á að komast á Ólympíumótið í París árið 2024 og vonaðist til þess að þátttaka sín í þessu móti yrði til þess að auka athygli og áhuga á hjólreiðum fatl- aðra á Íslandi. Frásögn af keppninni og viðtal við Örnu er að finna á Ól- ympíuvef mbl.is. Ljósmynd/ÍF Japan Arna Sigríður Albertsdóttir á fullri ferð í götuhjólreiðakeppninni á Fuji-kappakstursbrautinni í gær en það var seinni keppni hennar. Vonast eftir aukinni þátttöku - Arna hefur sett stefnuna á París Lúkas Logi Heimisson, 18 ára gam- all knattspyrnumaður Fjölnis, hefur verið lánaður til Empoli á Ítalíu í eitt ár. Lúkas hefur leikið fjórtán leiki með Fjölni í 1. deildinni í ár og skor- að eitt mark en hann spilaði sex leiki með liðinu í úrvalsdeildinni í fyrra. Hann á að baki fimm leiki með yngri landsliðum Íslands. Empoli er í 11. sæti A-deildarinnar með 3 stig. Úr Grafarvog- inum til Ítalíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.