Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 4
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Innan við þriðjungur kjósenda er
harðákveðinn um hvaða flokk hann
ætlar að kjósa í alþingiskosningun-
um 25. september, meirihlutinn telur
aðra flokka einnig koma til greina
þegar í kjörklefann er komið. Þetta
kemur fram í skoðanakönnunum,
sem MMR gerði í samstarfi við
Morgunblaðið.
Þrátt fyrir að ekki hafi verið mikl-
ar fylgissveiflur í helstu skoðana-
könnunum undanfarna mánuði og
misseri, þá er ekki gefið að þar sé allt
með kyrrum kjörum. Það sést vel
þegar rýnt er í svör, sem MMR fékk
við spurningum um hvaða flokk fólk
hygðist kjósa, hvort aðrir flokkar
kæmu til greina og þá hverjir. Þar er
byggt á svörum úr þremur könnun-
um MMR, sem fram fóru 24. júní til
6. júlí, 8. til 14. júlí og 18. til 24. ágúst.
Minnkandi flokshollusta
Við blasir að flokkshollusta er ekki
jafnalmenn og raunin var á liðinni
öld, líkt og endurspeglast í því að
fæstir stjórnmálaflokkar eru þær
fjöldahreyfingar og þá var títt.
Flokkshollustan er þó enn til staðar,
en mjög misjöfn eftir flokkum. Hún
er langmest meðal stuðningsmanna
Flokks fólksins, en 41% þeirra geta
ekki hugsað sér að kjósa neinn flokk
annan.
Aftur á móti er minnsta staðfestu
að finna meðal stuðningsmanna
Samfylkingarinnar, en aðeins 19%
geta aðeins hugsað sér að kjósa
hana. Hún er þó aðeins sjónarmun
minni en hjá Miðflokki, Sósíalistum
og Viðreisn. Um 25% stuðnings-
manna Pírata og Vinstri grænna
vilja ekkert annað kjósa, en 31% og
32% stuðningsmanna Framsóknar
og Sjálfstæðisflokks.
Þetta þýðir líka að þrátt fyrir litlar
fylgissveiflur er enn eftir töluverðu
að slægjast fyrir flokkana í kosn-
ingabaráttunni, mismiklu þó. Sjálf-
stæðisflokkurinn kemur þannig til
greina hjá 33% kjósenda, en Fram-
sókn, Samfylking, Vinstri græn og
Viðreisn koma til greina hjá 22-26%
svarenda. Kosningabaráttan og
lokasprettur hennar getur því skipt
sköpum.
Bálkaskipting kjósenda
Hafi einhverjir áhyggjur af fjölg-
un flokka á þingi, þá geta þeir hugg-
að sig við að mjög auðvelt er að
greina skautun, jafnvel bálkamynd-
un, til hægri og vinstri. Það kynni að
gefa til kynna kosti á samstarfi eða
samruna flokka, nú eða bálkaskipt-
ingu, eins og algeng er í norrænum
stjórnmálum.
Þannig blasir við að margir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknar og Miðflokks geta hugsað sér
að kjósa hina flokkana á hægri væng.
Stuðningsmenn Viðreisnar eru
mun blendnari í sinni afstöðu, marg-
ir þeirra gætu kosið Sjálfstæðis-
flokkinn og Framsókn (en sárafáir
Miðflokk) og enn fleiri Samfylkingu
og Pírata, svo hann virðist kominn í
hina gömlu stöðu Framsóknar-
flokksins á miðjunni og opinn í báða
enda!
Mögulegur tilflutningur á fylgi á
vinstri vængnum er ekki minni og
raunar má segja að þar sé uppi svip-
uð staða og fyrr á árum, þegar
vinstrafylgi var miklu frekar fljót-
andi á milli flokka en gerðist hægra
megin. Þannig er ljóst að Samfylk-
ingin er í mjög viðkvæmri stöðu, þar
sem fjórðungur stuðningsmanna
hennar getur hugsað sér Viðreisn,
annar fjórðungur gæti kosið Vinstri
græna, 16% Sósíalista og heil 38%
Pírata. Þar á móti kemur að nær
þriðjungur stuðningsmanna Pírata
gæti kosið Samfylkingu.
Sömuleiðis gæti Samfylking hogg-
ið í raðir Vinstri grænna, þar sem
35% stuðningsmanna geta hugsað
sér að kjósa Samfylkingu. Loks blas-
ir við samgangurinn milli Pírata og
Sósíalista en þar eiga margir fylgis-
menn þeirra erfitt með að gera upp á
milli þeirra.
Hvað annað gætu stuðningsmenn einstakra flokka hugsað sér að kjósa?
Samanlagt úr síðustu þremur könnunum MMR, mælt dagana 24. júní - 6. júlí, 8.-14. júlí og 18.-24. ágúst
0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
40%
SósíalistaflokkurinnPíratarVinstrigrænSamfylkingViðreisnFlokkur fólksinsMiðflokkurFramsóknSjálfstæðisflokkur
B M C F S V P J D M C F S V P J D B C F S V P J D B M C S V P J D B M F S V P J D B M C F V P J D B M C F S P J D B M C F S V J D B M C F S V P
B CD F JM PS V
Flokkaflakkarar geta ráðið úrslitum
- Aðeins þriðjungur harðákveðinn um hvað eigi að kjósa - Aðrir telja aðra flokka vel koma til greina
- Greinileg bálkaskipting til hægri og vinstri - Flokkshollusta á undanhaldi en enn rík í sumum flokkum
Morgunblaðið/Eggert
Kosningar Margir eru óráðnir allt þar til í kjörklefann kemur en 2/3 svar-
enda í könnunum MMR telja fleiri en einn flokk koma til greina hjá sér.
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
GOLF Í SEPTEMBER Á
ALICANTE GOLF & EL PLANTIO
INNIFALIÐ:FLUG, GISTING,INNRITAÐUR FARANGUR,
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI,AFNOT AF GOLFBÍL OGÓTAKMARKAÐ GOLF
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
EL PLANTIO GOLF RESORT
El Plantio er vinsælasti golfstaður
okkar á Spáni. Þessi skemmtilegi
staður er steinsnar frá Alicanteborg,
dvalið er í góðum íbúðum og innifalið
er ótamarkað golf á 18 holu velli sem
hentar fyrir öll getustig.
ALICANTE GOLF RESORT
Alicante Golf er í 15 mínútna fjarlægð
frá miðborg Alicante og 10 mínútum frá
bænum San Juan. Stutt er í verslun og á
ströndina og nokkur skref á golfvöllinn.
Alicante Golf inniheldur sex par 3 holur,
sex par 4 holur og sex par 5 holur, sem
þýðir að þú munt aldrei spila sömu holu
tvisvar í röð með sama par.
EL PLANTIO VERÐ FRÁ 179.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ 199.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
HAUSTTIBOÐ Í SEPTEMBER
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
hefur gengið vel síðustu daga, að
sögn sýslumannsins á höfuðborg-
arsvæðinu.
Fyrsti dagur utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu var þann 13.
ágúst, þegar sex vikur voru til kosn-
inga, og hefur aðsókn verið þokkaleg
síðan þá. Að sögn sýslumannsins er
kjörsókn meiri nú en var í alþing-
iskosningunum 2017, en minni en
var í forsetakosningunum í fyrra.
Búist er við að aðsókn muni aukast
eftir því sem nær dregur. Alls hafa
3.100 kosið utan kjörfundar á land-
inu öllu og 2.400 á höfuðborgarsvæð-
inu. Um 200 manns kusu utan kjör-
fundar í gær á höfuðborgarsvæðinu.
Frá því að utankjörfundaratkvæða-
greiðsla hófst í ágúst hefur af-
greiðslutími kjörstaða verið lengri
en áður, en opið er frá 10 um morg-
un til 22. Er það gert til að stemma
stigu við að biðraðir geti myndast.
Meiri aðsókn en
í kosningum 2017
- Kjörstaðir opnir lengur en áður
Morgunblaðið/Unnur Karen
Smáralind Kosið er utan kjörfundar í verslunarmiðstöðinni í Kópavogi.