Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Framfaravog sveitarfélaga, sem Soci-
al Progress Imperative (SPI) á Ís-
landi gefur út, athugaði þrjú málefna-
svið þriggja sveitarfélaga til að bæta
þjónustuna. Mál-
efnin voru heilsa
og líðan, mennta-
mál og staða er-
lendra íbúa. Sveit-
arfélögin þrjú,
Árborg, Kópavog-
ur og Reykjanes-
bær, standa sig öll
betur en 2016,
þegar verkefnið
byrjaði. Árborg
og Reykjanesbær
standa sig þó verr í ár en þau gerðu í
fyrra. „Þessi þrjú sveitarfélög eru öll
að koma mjög vel út og eru að sýna
framfarir hvert á sínu sviði, eins ólík
og þau eru. Þau eru augljóslega að
vinna mjög ötullega að úrbótum með
ýmsum hætti,“ segir Rósbjörg Jóns-
dóttir, fulltrúi SPI á Íslandi, í samtali
við Morgunblaðið.
Bætt aðgengi að þjónustu
Framfaravogin mælir með fé-
lagslegum framförum hæfni sam-
félaga til að uppfylla grunnþarfir ein-
staklinga, hvort grunnstoðir velferðar
séu í lagi og hvort einstaklingurinn
hafi tækifæri til að bæta líf sitt. Ein-
ungis er horft til félagslegra og um-
hverfislegra þátta og eru engar efna-
hagslegar stærðir mældar. Er þetta í
fjórða skiptið sem Framfaravogin er
gefin út.
Ein vinnustofan fjallaði um málefni
fólks af erlendum uppruna, en engar
markvissar gagnaupplýsingar eru til
staðar sem endurspegla stöðu þeirra.
Þátttakendur sögðu að meðal annars
þyrfti að bæta aðgengi að túlkaþjón-
ustu og sálfræðiþjónustu sem og að
huga þyrfti að slökum námsárangri
barna af erlendum uppruna.
Einn þeirra vísa sem notaðir eru til
að kanna heilsufar og vellíðan er
mælikvarði á andlega heilsu. Sérstak-
lega er horft til andlegrar líðan full-
orðinna út frá skilgreindum dags-
kömmtum þunglyndislyfja á hverja
1.000 íbúa. Samkvæmt könnunni hef-
ur notkun slíkra lyfja farið stigvax-
andi sl. 5 ár. Leggur SPI til að fólk
leiti sér heldur hjálpar en að nota
þunglyndislyf. „Hér má auðvitað
spyrja sig þeirrar spurningar hvort
ekki sé gott að fólk leyti sér hjálpar,
finni það fyrir þunglyndi,“ segir í
skýrslunni.
Styrkja þyrfti faglega forystu
Rósbjörg ítrekar að það sé ekki nóg
að mæla heldur þurfi að bregðast við
stöðunni.
Í menntamálum var litið til niður-
staðna í samræmdum prófum í ís-
lensku og stærðfræði. Þátttakendur í
vinnustofunni lögðu meðal annars til
að finna þyrfti nýja mælikvarða til að
meta stöðu og þróun menntunar, að
styrkja þyrfti faglega forystu
menntastofnana og skóla í hverju og
einu sveitarfélagi og að kanna yrði
hvort beita mætti nýjum kennsluað-
ferðum, ekki síst vegna reynslu sem
öðlaðist í kjölfar faraldurs Covid-19.
Þá var einnig skoðuð virkni og þátt-
taka ungs fólks, sem ekki stundar
nám né vinnu, í samfélaginu og var
niðurstaðan sú að hlutfall þessa hóps
hafi hækkað hjá mörgum sveitar-
félögum eða staðið í stað á síðustu ár-
um.
Í umhverfismálum var litið til
tveggja þátta. Annars vegar til vatns
og hreinlætis og hins vegar
umhverfisgæða. Skoðuð voru gæði
frárennslis og loftgæða og var niður-
staðan sú að ekki væru miklar breyt-
ingar milli ára en þó væri mikill mun-
ur á milli sveitarfélaga. „Hreinleiki
frárennslis er mjög mismunandi milli
sveitarfélaga en mikilvægt að fylgjast
með honum, ekki síst í ljósi aukins
áhuga á sjósundi og sjótengdri af-
þreyingu á undanförnum árum,“ seg-
ir í skýrslunni.
Þá telur SPI það farsælt ef settir
yrðu upp loftgæðamælar um allt land.
„Það væri mikið framfaraskref ef
settir yrðu upp loftgæðamælar í
hverju þéttbýli víðs vegar um land
þannig að hægt sé að fylgjast með
loftgæðum og þeirri þróun sem unnið
er að, s.s. rafvæðingu bifreiða og í iðn-
aði, bættum vegum og breyttu sam-
göngumynstri,“ segir í skýrslunni.
Notkun þunglyndislyfja aukist mikið
- Framfaravogin gefin út í fjórða skiptið - Takmarkaðar upplýsingar um fólk af erlendum uppruna
- Skoða þurfi að beita nýjum kennsluaðferðum - Ungt fólk tekur í minna mæli þátt í samfélaginu
Rósbjörg
Jónsdóttir
Morgunblaðið/Ómar
Útsýni Mælt er meðal annars með
loftgæðamælum í skýrslunni
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karla-
landsliðsins í knattspyrnu, segist
ekki getað svarað því hvort Gylfi
Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sig-
þórsson eigi afturkvæmt í liðið. Kol-
beini var nýlega
vikið úr liðinu
með ákvörðun
stjórnar KSÍ eft-
ir að mál tengt
honum komst í
hámæli, þar sem
hann er sagður
hafa beitt Þór-
hildi Gyðu Arn-
arsdóttur ofbeldi
árið 2017.
Þá er Gylfi Þór
Sigurðsson einnig ekki í landsliðs-
hópnum fyrir mikilvægan leik gegn
liði Rúmena í kvöld, en hann var
handtekinn í júlímánuði í Manchest-
er á Englandi, grunaður um brot
gegn barni.
Stjórnin ákveði framhaldið
Þegar mbl.is spurði Arnar á
blaðamannafundi eftir hádegi í gær,
hvort Gylfi og Kolbeinn ættu aft-
urkvæmt í landsliðið, sagði hann að
það hefði ekki verið ákvörðun hans
að vísa leikmönnunum úr hópnum.
Því gæti hann ekki svarað fyrir
ákvörðunina, sem hann segir að hafi
verið tekin af stjórn KSÍ.
Hann segir að þau mál sem tengj-
ast Gylfa annars vegar og Kolbeini
hins vegar séu viðkvæm og erfið við-
fangs og því sé erfitt að svara því á
þessari stundu hvort þeir spili aftur
með landsliðinu. Arnar segir einnig
að úrvinnsla slíkra mála sé á forræði
sambandsins en ekki hans sjálfs, þó
sé það ósk allra að sú úrvinnsla
gangi sem best.
Kári Árnason, leikmaður íslenska
liðsins, var einnig til svara á fund-
inum og mbl.is spurði hann hvernig
stemningin væri innan liðsins fyrir
komandi leiki, nú þegar gustað hef-
ur allhressilega um knattspyrnu-
sambandið.
Hann segir að leikmenn liðsins
séu mjög einbeittir í því verkefni
sem fram undan er, leikur við Rúm-
ena í kvöld og leikir gegn Norður-
Makedóníu og Þýskalandi á næstu
dögum í undankeppni fyrir HM í
Katar á næsta ári. Kári segir að það
eina sem leikmennirnir geti gert sé
að einbeita sér að því verkefni og að
inna það vel af hendi.
Spurður út í fyrirhugaðan gjörn-
ing Tólfunnar, stuðningssveitar
landsliðsins, sem segist ætla að sitja
þögul í stúkunni á Laugardalsvelli
fram á 12. mínútu leiksins til stuðn-
ings þolendum ofbeldis, segir Kári
að sér finnist það „bara flott“.
Tólfan styður þolendur
Tólfan, stuðningsmannasveit
knattspyrnulandsliðanna, stendur
með þolendum. Það segir Hilmar
Jökull Stefánsson, einn frammá-
manna Tólfunnar, að sé alveg á
hreinu. Spurður út í gjörninginn í
kvöld segir Hilmar:
„Hugsunin er í raun að sýna það
táknrænt að við í Tólfunni, sem höf-
um gríðarlega rödd innan íþróttar-
innar, viljum veita þolendum rými
til þess að tjá sig og segja sína
sögu,“ sagði Hilmar Jökull við
mbl.is í gær.
Að þögninni lokinni verður takt-
urinn sleginn fyrir víkingaklappið
fræga og eru áhorfendur beðnir um
að taka undir.
Morgunblaðið/Eggert
KSÍ Þungt var yfir Eiði Smára Guðjohnsen á blaðamannafundium í gær.
Óvíst hvort meintir ger-
endur eiga afturkvæmt
- Ekki þjálfarans að ákveða framtíð Gylfa og Kolbeins
Arnar Þór
Viðarsson
„Á undanförnum árum hef ég átt í
erfiðleikum, verið andlega á slæmum
stað, mikið meiddur og framtíð ferils
míns sem knattspyrnumanns í mik-
illi hættu. Ég kom mér í aðstæður
þar sem ég hegðaði mér með óviðeig-
andi hætti.“
Á þessum orðum hefst yfirlýsing
landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórs-
sonar, sem umboðsmaður hans og
lögmaður hafa komið á framfæri við
fjölmiðla.
Í yfirlýsingunni víkur Kolbeinn að
því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir
hafi stigið fram og lýst „sinni upp-
lifun af atviki á skemmtistaðnum B5
haustið 2017“.
Vorið 2018 hafi Kolbeinn síðan hitt
Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og
hlustað á þeirra upplifun.
„Ég kannaðist ekki við að hafa
áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði
sök. Hegðun mín var hins vegar ekki
til fyrirmyndar og baðst ég afsök-
unar á henni. Ég iðraðist og tók á því
ábyrgð og var tilbúinn að leita
sátta,“ segir Kolbeinn.
Rænd sátt sinni vegna KSÍ
„Þær höfðu uppi kröfu um afsök-
unarbeiðni og greiðslu sem ég féllst
á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir
króna til samtakanna Stígamóta og
studdi þannig mikilvæga baráttu
samtakanna gegn kynferðisofbeldi.
Með þessu var málinu lokið af okk-
ar hálfu. KSÍ var upplýst um fram-
vindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra
en afneitun KSÍ leiddi til þess að
Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni
sátt. Ég hef skilning á því,“ segir
Kolbeinn.
Kannaðist ekki
við ofbeldi
- Kolbeinn sendir frá sér yfirlýsingu
Morgunblaðið/Eggert
KSÍ Kolbeinn Sigþórsson á æfingu
karlalandsliðsins. Mynd úr safni.
Fréttir bárust
af því í gær
að Klara
Bjartmarz,
fram-
kvæmdastjóri
KSÍ, væri farin
í leyfi. Það
staðfesti Ósk-
ar Örn Guð-
brandsson,
starfsmaður
samskiptadeildar KSÍ, við
mbl.is.
Óskar sagði að ekki yrði gef-
ið upp hve langt leyfið væri eða
hvers eðlis það er, hvort það
væri vegna veikinda eða ann-
arra ástæðna. Mikill þrýstingur
hafði verið á Klöru að stíga til
hliðar, líkt og stjórn KSÍ.
Klara fer í
starfsleyfi
BROT INNAN KSÍ
Klara
Bjartmarz