Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.09.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 #9?4+ C :CB=23). 15= <8--+ 2E3 0?+32DA<+0-+ !9-93?=F %D;6*31)<0+< G 'A< "E--23). G (B23). G !>00+< &13=?)7 *;5+< !4042/5, " 650-53*2)./ '& " 7+/1# $%$%(%( <)3/- Jón Magnússon, hæstarétt- arlögmaður og fyrrverandi al- þingismaður, greindi leiðtogaum- ræður á RÚV með þessum orðum: „Eftir leiðtogaumræðurnar í gær- kvöldi er erfitt að gera sér grein fyrir átakalínum í íslenskri pólitík. - - - Formenn Við- reisnar og Samfylkingar klifa á aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en hljómurinn var holur og sannfæringarlaus. - - - Gunnar Smári Egilsson talaði Sósíalisaflokkinn til hægri við Samfylkinguna og Pírata. Gunnar er flugmælskur og sölumaður góð- ur og talaði öfgavinstriflokkinn sinn inn á miðjuna. - - - Sigmundur Davíð stóð sig ágæt- lega, en náði samt ekki að klippa út þau mál, sem ættu að greina Miðflokkinn frá öðrum flokkum. - - - Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra stóð sig mjög vel og kemur út úr umræðunni nánast jafnfætis Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem er ótvíræð- ur sigurvegari þessara fyrstu um- ræðna. Bjarni talaði að miklu leyti sem landsfaðir og af miklum mynd- ugleika og þekkingu.“ - - - Jón sagði einnig að eftir þessar umræður stæði að „átakalín- urnar í íslenskri pólitík eru óskýr- ar, því miður þegar undan eru skil- in yfirboð og innihaldslaust orðagjálfur í aðdraganda kosn- inga“. - - - Vonandi verður það ekki orða- gjálfrið eitt sem berst kjós- endum til eyrna í kosningabarátt- unni. Jón Magnússon Umræður greindar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú í september fer árvekniátakið Plastlaus september af stað, fimmta árið í röð. Átakið hvetur landsmenn til að draga úr sinni plastnotkun. Talið er að árleg losun örplasts í umhverfið hér á landi sé um 450- 1.000 tonn. Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og eru hjólbarðar langstærsta upp- spretta örplasts hér landi. Plastlaus september Sýningin 1238 – Baráttan um Ísland, sem fjallar um Sturlungaöldina og opnuð var á Sauðárkróki sumarið 2019, hefur verið tilnefnd til verð- launanna Heritage in Motion. Árlega eru framleiðendur kvik- mynda, leikja, upplifana, smáforrita og heimasíðna, sem byggja á menn- ingararfleifð Evrópu verðlaunuð en markmiðið er að vekja athygli á bestu verkefnunum sem unnin eru í stafrænni miðlun evrópsks menning- ararfs. Arfleifð og efniviður „Viðurkenningin er kærkomin. Hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut og staðnæmast ekki við við Sturlungu,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238, í samtali við Morgunblaðið. „Í íslenskum fornsögum er dýr- mæt menningararfleið og óþrjótandi efniviður til að skapa eitthvað áhuga- vert úr. Í tengslum við ferðaþjónustu er áhersla að aukast á það á heims- vísu að söfn og sýningar bjóði gestum fjölbreytta upplifun og þar er spenn- andi að nýta stafrænar lausnir. Þær munu hjálpa til við að miðla menn- ingararfinum á skapandi og spenn- andi hátt. Sýning okkar á Sauðár- króki er í þeim anda og getur verið fyrirmynd annarra verkefna sem byggð væru á svipuðum grunni.“ Verðlaunin, sem eru á vegum Eu- ropa Nostra og Ema – European Museum Academy, verða veitt við hátíðlega athöfn á ráðstefnunni European Cultural Heritage Sum- mit, sem fram fer 21. – 24. september í Feneyjum. Barist við mann og annan Áskell Heiðar segir starfsfólk, eig- endur og hönnuði sýningarinnar full af stolti yfir því að vera meðal til- nefndra til þessara virtu verðlauna. Þannig er sýningin alfarið verk ís- lenskra tæknimanna og þrívídd- arhönnuða, og staðfesti verðlaunin hve vel þeir stóðu að verki. Hann segir jafnframt að sýningin og hennar frumlega og nýstárlega miðlun á sögu Sturlungaaldarinnar hafi hlotið frábærar viðtökur hjá gestum sýningarinnar á undan- förnum tveimur árum. Þannig geta sýningargestir með sýndarveruleika- gleraugum, brugðið sér inn á svið Sturlungu og barist þar við mann og annan. sbs@mbl.is Staðnæmast ekki við Sturlungu - 1238 fær Evrópska viðurkenningu - Arfleifð á Króknum - Upplifun í boði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Menning Gestir á sýningunni 1238 stíga inn á svið Sturlungutímans með gler- augum sýndarveruleika og tæknibúnaði sem Áskell Heiðar sést hér með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.