Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 02.09.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið GLOBL V Hvíldarst KRAGELUND Aya K 129 Casö 701 langborð Stólar Sófasett Borðstofuborð Skenkar/skápar Hvíldarstólar o.m.fl. Borstofuhúsgön frá Casö Mikið úrval af hvíldarstólum með og án rafmagns. Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu Casö 230 viðartegundir nature eik og reykt eik IKTOR óll KRAGELUND Handrup R auf Mamedov frá Aser- baídsjan náði einn for- ystu eftir sjöttu umferð Reykjavíkurskákmóts- ins/Evrópmóts einstaklinga sem stendur yfir við góðar aðstæður á Hotel Natura í Reykjavík. Mame- dov vann Frakkann Maxime La- garde í 6. umferð með svörtu og hef- ur því unnið tvær lykilskákir í toppbaráttunni röð og á þeim tíma- punkti í mótinu þegar lokasprett- urinn er að hefjast er hann óneitan- lega sigurstranglegur með 5½ vinning. Í 2.-5. sæti koma Rússinn Anton Demchenko, Hovhannes Ga- busjan frá Armeníu, Pólverjinn Pi- orin Kacper og Vincent Keymer, eitt mesta efni sem Þjóðverjar hafa eignast. 13 skákmenn eru með 4½ vinning. Hannes Hlífar Stefánsson stend- ur best að vígi íslensku keppend- anna með 4 vinninga en þeir Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grét- arsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson og Bragi Þorfinnsson eru allir með 3½ vinn- ing. Góður endasprettur getur fleytt þeim í efstu sætin. Vignir Vatnar Stefánsson, sem fyrr á þessu ári var sæmdur titli al- þjóðlegs meistara, hefur átt gott mót þrátt fyrir slæma byrjun. Hann hefur verið þrautseigur í erfiðum stöðum, t.d. í skák sinni við Héðin Steingrímsson í 6. umferð. Í um- ferðinni á undan komst hannn einn- ig í hann krappan gegn ítölskum andstæðingi en þá kom þessi staða upp: Pier Basso – Vignir Vatnar Stef- ánsson Í þessari stöðu er útlitið ekki gott því að a7-peðið er að falla og frípeð hvíts taka síðan á rás. Vignir lék … 44. … Hf4+! Mun betra en 44. … Hxg4 45. Hxa7 og hvítur á vinningsstöðu. ) 45. Kg3 He4 46. Hxa7? Hann hefði betur leikið 46. Kf2 og eftir 46. … Hf4+ 47. Ke3! Hxg4 48. d5! er hróksendataflið sennilega tapað. 46. … He3+ 47. Kf2 Og nú nær áætlun Vignis fram að ganga … 47. … He2+! Gefur hrókinn og eltir kónginn eftir e-línunni. 48. Kxe2 Það er ekkert um annað að ræða. Vandinn er hins vegar sá að svartur er patt. Jafntefli. Einn fastagesta Reykjavíkur- skákmótanna er sænski stórmeist- arinn Nils Grandelius. Hann hefur fyrir nokkru tekið sæti Ulfs And- ersson sem langbesti skákmaður Svía. Nils er hefur farið rólega af stað en búast má við honum sterk- um á lokasprettinum. Í 4. umferð vann hann Tékkann Lubomir Ftac- nik í aðeins 29 leikjum en skákin var um margt athyglisverð. Ftacnik hefur aldrei vikist undan því að taka slaginn í vinsælum afbrigðum sikil- eyjarvarnar en kom ekki að tómum kofunum hjá andstæðingi sínum: Nils Grandelius –Lubomir Fac- nik Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. g4 Leikur Keresar. 6. … h6 7. Hg1 Rc6 8. Be3 Bd7 9. Be2 d5 10. exd5 Rxd5 11. Rxd5 exd5 12. Dd2 Bd6 13. O-O-O Bxh2 Það hefur yfirleitt ekki verið talið gott að teygja sig eftir þessu peði. Um það vitna nokkrar skákir. 14. Hh1 Be5 15. Rf3 Dc7 16. Rxe5 Rxe5 17. Kb1 Rxg4 18. Bf4 Dc6 19. Dd4! Ótrúlega erfiður leikur því það er vart hægt að valda g7-peðið. 19 … Rf6 20. Hdg1 Kf8? Eina vörnin að mati „vélanna“ var 20. … Db6 og svartur ætti að gera barist áfram. 21. Db4+! Kg8 22. Bxh6 Re8 23. Bxg7! Þetta kostar ekki mikla útreikn- inga. 23. … Rxg7 24. Dd4! Bg4 Eða 24. … f6 25. Hxh8+ Kxh8 26. Dh4+ Kg8 27. Dh6 o.s.frv. 25. Hxh8+ Kxh8 26. Hxg4 f6 27. Df4 Kg8 28. Dh6 Dd7 29. Bf3! - og svartur gafst upp. Mamedov einn efst- ur en lokasprettur- inn að hefjast Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Heimasíða REK/E Kóngspeðið Nils Grandelius heilsar andstæðingi sínum í 2. umferð. Útsjónarsamur Vignir Vatnar við taflið á Hotel Natura.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.